Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 15.10.1998, Blaðsíða 30

Ljósmæðrablaðið - 15.10.1998, Blaðsíða 30
Samstavfshópur um Bijóstagjöf Árið 1990 var haldinn mikilvægur fundur á vegum Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar og Barna- hjálpar Sameinuðu þjóðanna um réttindi barna. Fundinn sóttu fulltrúar frá 30 þjóðum og var þar samin yfirlýsing sem varð síðar undirstaða sam- þykktarinnar um Réttindi barnsins. Eitt meginmál yfirlýsingarinnar var brjóstagjöf og mikilvægi henn- ar hvað varðar heilbrigði barna. Sett voru fram markmið og vinnureglur sem ætlað var að aðstoða þjóðir heimsins við að efla brjóstagjöf. Meðal mark- miða var að komið yrði á fót þverfaglegri brjósta- gjafarnefnd í hverju landi, heilbrigðisstofnanir tækju upp „Tíu þrep til vel heppnaðrar brjóstagjafar" í samræmi við yfirlýsingar WHO/UNICEF um hlut- verk heilbrigðisfagfólks og að gripið yrði til aðgerða til að framfylgja alþjóðlegum staðli um markaðs- setningu brjóstamjólkurstaðgengla (The Inter- national Code of Marketing of Breastmilk Substitutes). í samræmi við þessa yfirlýsingu var í fyrstu al- þjóðlegu brjóstagjafarvikunni, sem alþjóðasamtökin WABA (World Alliance for Breastfeeding Action) stóðu fyrir 1. til 7. ágúst 1992, stofnaður á vegum Kvennadeildar Landspítalans samstarfshópur um brjóstagjöf. Hópinn skipuðu í fyrstu: Ólöf Ásta Ólafsdóttir, þáverandi hjúkrunarfram- kvæmdastjóri Kvennadeildar Landspítala, Anna Björg Aradóttir, þá yfirhjúkrunarfræðingur hjá Land- læknisembættinu, Elínborg Jónsdóttir, fyrrum for- stöðukona Fæðingarheimilis Reykjavíkur, ljósmóðir á Kvennadeild Landspítala, Hanna Antoníusdóttir, þá ljósmóðir á Kvennadeild Landspítala, Dagný Zoega, þá hjúkrunarfræðingur á Kvennadeild Land- spítala og einnig hjálparmóðir hjá Barnamáli, áhuga- félagi um brjóstagjöf, Hjördís Guðbjömsdóttir, hjúkr- unarframkvæmdastjóri Barnadeildar Heilsuverndar- stöðvar Reykjavíkur og Marga Thome, dósent við Námsbraut í Hjúkrunarfræði við Háskóla Islands. Nokkrar mannabreytingar hafa orðið í hópnum á þeim tíma er hann hefur starfað: Anna Björg Aradóttir hætti sem yfirhjúkrunarfræð- ingur hjá Landlæknisembættinu og gekk úr hópnum í janúar 1994, Hanna Antoníusdóttir gekk úr hópn- um í júní 1994, Guðrún Jónasdóttir, hjálparmóðir hjá Barnamáli, áhugafélagi um brjóstagjöf, gekk í hóp- inn í nóvember 1994, Gestur Pálsson, bamalæknir á Vökudeild Landspítala, gekk í hópinn í mars 1995 og Laufey Steingrímsdóttir, doktor í næringarfræði, léði hópnum liðsinni íbyrjun árs 1998. Markmið Samstarfshóps um brjóstagjöf hafa frá upphafi verið: • Að koma á ákveðinni skriflegri stefnumörkun varðandi brjóstagjöf í landinu, þannig að góð sam- vinna yrði milli faghópa og áhugahópa um brjósta- gjöf og að fræðsla og ráðgjöf um brjóstagjöf yrði samræmd. • Að stuðla að því að heilbrigðisstofnanir tækju upp „Tíu þrep til vel heppnaðrar brjóstagjafar" í samræmi við vilja Alþjóða heilbrigðisstofnunarinnar. • Að gera stjórnvöld, fagfólk og almenning meðvit- uð um alþjóðlegan staðal um markaðssetningu brjóstamjólkurstaðgengla. • Að safna upplýsingum um brjóstagjöf á einn stað og auka möguleika á að afla sér fróðleiks t.d. með ákveðinni miðstöð fyrir upplýsingar um brjóstagjöf. • Að stuðla að símenntun varðandi brjóstagjöf, fylgjast með hvernig fræðslu um brjóstagjöf er hátt- að í námi heilbrigðisstétta, hvetja til rannsókna og vera vakandi fyrir umhverfissjónarmiðum og þeim ákvörðunum stjórnvalda sem gætu haft áhrif á brjóstagjöf. Hópurinn hefur hist reglulega og unnið að ýmsum málefnum: • Hópurinn hefur birt greinar í dagblöðum í tengsl- um við alþjóðlegar brjóstagjafarvikur árin 1992 og 1994. • Hópurinn hefur gengist í að afla upplýsinga um stöðu íslands gagnvart alþjóðlega staðlinum um markaðssetningu brjóstamjólkurstaðgengla (The International Code of Marketing of Breastmilk Substitutes) og tengist einn fulltrúi hópsins (Dagný) baráttuhópnum IBFAN sem berst gegn ósæmilegum söluaðferðum á brjóstamjólkurstaðgenglum. Einnig hefur hópurinn sent ábendingar um þessar sam- þykktir til aðila sem auglýst hafa brjóstamjólkurstað- gengla. • Hópurinn hefur gengist fyrir talningu á tíðni og tímalengd brjóstagjafar á landinu í samstarfi við Landlæknisembættið fyrir árin 1993 og 1994. • Hópurinn gekkst árið 1993 fyrir eins dags nám- skeiðum um brjóstagjöf, sem byggðu á „Tíu þrepum 30 LJÓSMÆPRABLAPIP

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.