Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 15.10.1998, Blaðsíða 18

Ljósmæðrablaðið - 15.10.1998, Blaðsíða 18
menningarlega getur sett barnið í stórfellda hættu. Þetta á við um þann sið sem lengi tíðkaðist að fara með bömin til brjóstmóður (wet-nurse). Þetta fyrirbæri má rekja allt til fyrir Krist, en náði hámarksútbreiðslu meðal aristó- krata á Englandi á 17. og 18.öld (sjá Fildes 1988) Þetta setti bæði barnið í hættu sem og barn brjóst- móðurinnar, sem yfirleitt var af lágstétt.(Palmer 1922:148-169) Mjólkurduft og annars konar mjólk fyrir ungböm, og stóraukn- ar vinsældir þess eru annað dæmi um fæðu smábarna sem getur sett barnið í hættu. Einnig má finna dæmi í ýmsum samfélögum þar sem barnið fær ekki broddinn (cholostrum, fyrsta mjólkin sem er mjög rík af næringu og mótefn- um) og honum jafnvel hent. Það getur haft mikil áhrif á lífsmögu- leika bamsins. (Maher 1992:9) Sláandi dæmi um hættulegar fæðuvenjur ungbama er sá siður sem ríkti á íslandi í tvær aldir, á 17. og 18.öld þegar um 10 kyn- slóðir bama nutu ekki móður- mjólkur heldur var þeim gefnar kúaafurðir. Kirsten Hastrup rann- sakaði þetta fyrirbæri, sem reynd- ar hefur ekki komið fram í dags- ljósið fyrr en nýlega. ísland átti við mikil vandamál að etja vegna fólksfæðar í 3 aldir, eða allt fram á 20.öld. Hér ríkti mikill ungbarna- og barnadauði. Dæmi eru um að af 12-15 börnum innan fjölskyldu kæmust aðeins 2- 3 til manns. Flest dóu fljótlega eftir fæðingu eða á fyrsta árinu. Skýringar þessa eru margvíslegar en ljóst er að fæða ungbarna skipti gríðarlegu máli þarna. Börn voru yfirleitt ekki á brjósti, þess í stað var þeim gefin kúamjólk, rjómi, smjör, fisk- eða kjötmauk. Þetta leiddi til mikilla meltingarkvilla, vannæringar og jafnvel til dauða. Aðeins meðal þeirra fátækustu lifðu bömin af því mæðurnar höfðu ekki efni á að gefa bami sínu kúamjólk. Hastrup spyr hvemig standi á þessari hegðun sem svo greinilega stefndi lífi bama í hættu, og af hverju tíðkað- ist þetta svo lengi? Til að geta svarað þessu verður að greina þau menningarlegu gildi sem ríktu innan íslenskrar menningar á þessum tíma. Hastrup kemst að þeirri niður- stöðu að svarið liggi í íslensku hugarfari og viðhorfum (menta- lity). Konur gegndu mikilvægu hlutverki í heimilishaldi. Þær sáu um allt er snerti umhirðu kúnna en þær voru tákn um auð. Land og önnur verðmæti voru metin í kú- gildum. Heimilishaldið var tákn Frh. bls. 20 Setjum Htlutína í rótta forgangsröð! Er ekki öryggi barnanna númer eitt? Púðar og stólar í bíla Borgartúni 26 • Sími 535 9000 www.bilanaust.is 16 UÓSMÆÐRABLAÐIÐ

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.