Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 15.10.1998, Blaðsíða 15

Ljósmæðrablaðið - 15.10.1998, Blaðsíða 15
Afrískt barn á brjósti. M'Jnd eftir Roberto Gnessotto á póstkorti sem Bab'} 'Kilk Action gefur út. sömu karllægu viðhorf vísindanna hafi óumræðilega haft áhrif á brjóstagjöf. Síðan brjóstagjöf varð viðfangsefni vísindanna hefur tíðkast að takmarka hana og setja henni miklar skorður. Börn áttu að nærast á reglubundnum matmáls- tímum og jafnvel var takmarkað hversu lengi þau máttu vera við brjóstið í einu. Ef þau voru svöng þess á milli þá urðu þau bara að gráta. Þetta leiðir til þess að brjóstin fá ekki næga örvun til að halda mjólkurframleiðslunni við, börnin verða óróleg og gráta og konur greina vandann sem að þær hafi „ekki nóga mjólk“. Börnum er gefinn peli í ábót, þau verða svo södd að þau hafa ekki þrek til að sjúga brjóstið og móðirin er komin í vítahring. I dag er sú trú kvenna, að þær hafi of litla mjólk, ennþá helsta ástæðan fyrir því að konur falla frá brjóstagjöf og er helst að finna meðal samfélaga þar sem ekki tíðkast að börnin hafi óheftan aðgang að brjósti móður sinnar. Flest börn geta stjórnað mjólkurframleiðslu móð- urinnar með sogi sínu. Mjólkur- framleiðslan stjórnast af lögmál- um framboðs og eftirspurnar. Vestræn læknavísindi hafa rofið þetta ferli, en þegar þetta gengur vel verður samband milli barns og brjósta móður sinnar allt öðruvísi en milli barns og pela því það er ekki eins gagnvirkt. I dag er brjóstagjöf samkvæmt eftirspurn barnsins aftur komin í umræðuna, jafnvel komin „í tísku“. Það er samt sjaldgæft meðal hinna iðn- væddu samfélaga. Michael Lat- ham, prófessor í næringarfræði við Cornell háskólann, lýsir raun- verulegri brjóstagjöf samkvæmt eftirspurn eins og er að finna víða í Afríku. Hann segir: „Að spyrja Brjóstagjöf 4 nýjar brjóstadælur sogtaktur * mjólkar annað eða bæði brjóstin * stillingar á sogkrafti * 50 % * * eðlilegur sogtaktur * 6 sogstillingar Medela og Lansinoh vörur fást í Apótekum og Þumalínu. UÓSMÆÐRABLAÐIÐ 15

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.