Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 15.10.1998, Blaðsíða 34

Ljósmæðrablaðið - 15.10.1998, Blaðsíða 34
Bamamál, áhugafélag um Oö?ct og þroska bama Undanfari Barnamáls var sá að árið 1984 stofnuðu nokkrar áhugasamar konur undir forystu Rannveigar Sigurbjörnsdóttur, hjúkrunarfræðings, Ahugafélag um brjóstagjöf í Kópavogi. Tilgangurinn með stofn- un félagsins var að hlúa að brjóstagjöf og auka um hana fræðslu og umræðu. Meðal markmiða Barnamáls er að hjálpa þeim mæðrum sem óska þess að hafa börn sín á brjósti. Þessu er meðal annars framfylgt með störfum hjálp- armæðra. Upplifun kvenna af brjóstagjöf er mismunandi. Mörgum reynist hún auðveld og hentug, en aðrar lenda í vandræðum, sem leysa þarf til að jafnvægi komist á. Brjóstagjöfin ætti að vera ánægjuleg fyrir báða aðila. Mæður geta hins vegar þurft stuðning og upplýsingar um til dæmis, hvernig leggja eigi barn rétt á brjóst, útivinnu og brjóstagjöf, hvernig koma megi í veg fyrir vandamál og hvernig eigi að leysa þau. Hjálparmæður veita ráðgjöf varðandi örðugleika sem upp geta komið við brjóstagjöf og byggja hana á reynslu sem þær hafa öðlast í gegn um eigin brjósta- gjöf og fróðleik sem þær hafa meðal annars öðlast með lestri fræðslurita. Við höfum mikið leitað til La Leche League í Bandaríkjunum, til danska félagsins Foreldre og födsel og norska félagsins Ammehjelpen um nýtt fræðsluefni og hugmyndafræði. Hjálparmæður fara ekki inn á verksvið lækna eða hjúkrunarfólks, heldur leggja þær áherslu á að veita stuðning og fræðslu frá móður til móður. Félagið gerir þá kröfu að hjálparmóðir hafi reynslu af brjóstagjöf, hafi áhuga á henni og sé tilbúin að lesa sér til um brjóstagjöf, en umfram allt þarf hún að vera góður hlustandi. Því reynslan hefur kennt okkur, að virk hlustun gerir kraftaverk og leiðir oft konuna sjálfa inn á lausn hennar tilfellis. Ráðgjöfina veita hjálparmæðurnar í gegnum síma, en í einstaka tilfellum er möguleiki að fá hjálparmæður heim ef sýnt þykir að símtöl beri ekki árangur. Barnamál hefur staðið fyrir opnu húsi undanfarin ár í Hjallakirkju í Kópavogi, fyrsta og þriðja þriðju- dag í mánuði klukkan 14-16. Þar hittast mæður með börnin sín og bera saman bækur sínar. Hjálparmæður eru á staðnum, veita ráðgjöf og aðstoð eftir þörfum, auk þess sem stutt erindi er flutt hverju sinni. Til þess að fá aðstoð frá hjálparmóður þarf kona ekki að vera félagi í Barnamáli, en að sjálfsögðu er það ósk okkar að sem flestir gerist félagar því það eflir jú starf okkar. Allt okkar starf er unnið í sjálf- boðavinnu og einu tekjur okkar eru af félagsgjöld- um. Þess má geta að með hjálp tölvupósts höfum við möguleika á að veita íslenskum konum sem búsetar eru erlendis aðstoð og stuðning. Nú þegar höfum við góða reynslu af því. Bamamál hefur gefið út frétta- og fræðsluritið Mjólkurpóstinn í 13 ár. í hverju blaði er tekið fyrir ákveðið þema og eru greinar bæði skrifaðar af fag- og áhugafólki. Blaðið kemur út þrisvar á ári og fá allir félgar Barnamáls blaðið sent til sín. Við gefum einnig út kynningarbækling með lista yfir hjálparmæður og starfseini félagsins, en honum er dreift inn á allar fæðingarstofnanir. Fyrr á þessu ári var endurútgefið Sérrit okkar um brjósta- gjöf sem er til sölu hjá félaginu og á mörgum heilsu- gæslustöðvum og fæðingarstofnunum. Margt hefur verið starfað á þeim árum sem liðin eru frá stofnun félagsins, meðal annars var haldin ráðstefna á fimm ára afmæli félagsinsl989. Um svipað leyti var nafninu breytt í Barnamál, áhugafé- lag um vöxt og þroska barna. Barnamál hefur nú verið starfandi í fjórtán ár. í til- efni af fimmtán ára afmæli félagsins á næsta ári er stefnt að því að halda aftur veglega ráðstefnu. Unnur B. Friðriksdóttir Hjúkrunarfræðingur og Formaður Barnamáls. 34 LJÓSMÆ9RABLAPIP

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.