Ljósmæðrablaðið - 15.10.1998, Blaðsíða 4
Til Ljósmæðra á Islandi
Ljósmæðrafélagi íslands hefur borist bréf frá Miss Hilary Ruhl, sem er Maternity Services Manager
við Queen Charlotte's og Chelsea Hospital í London. í bréfi þessu segir hún frá því að í London sé
vöntun á ljósmæðrum til starfa og verið sé að auglýsa eftir ljósmæðrum í öðrum löndum. Hún hefur
áhuga á að skoða hvort ekki sé hægt að setja á laggirnar hjá sér dagskrá sem geri íslenskum ljómæðrum
kleift að koma til starfa hjá þeim í eitt ár eða svo.
Því sem hægt væri að koma í kring er:
• Kynningu á heilbrigðiskerfi Englands
• Kynningu á þjónustu við bameignarfjölskylduna
• Mati á starfsmarkmiðum og þörf ljósmæðra fyrir frekari þjálfun
• Skipulögðu eins árs nám sem leiði til skráningar hjá UKCC English language classes.
Hún segir deild sína hafa sterk tengsl við Thames Valley University, The Post Graduate medical
school og þeirra eigin miðstöð fyrir frekari þróun „evidence based midwifery practice“.
Hér er spennandi tækifæri fyrir íslenskar ljósmæður að afla sér reynslu og þekkingar utan heimalands-
ins.
Nánari upplýsingar fást á skrifstofu Ljósmæðrafélags íslands.
BankastjDrar
í fæðingu
Nýtt líf!
Sú góða tilfinning sem fylgir því að geta sinnt
bankaviðskiptum sínum í næði þegar manni
hentar best, óháð afgreiðslutíma og erli
hefðbundinna bankaútibúa er eins og að hefja
nýtt líf. Enda fjölgar bankastjórum í
Heimabankanum stöðugt. Heimabankastjórar
geta sinnt sínum bankaviðskiptum heima eða í
vinnunni, hérlendis eða erlendis þar sem
netaðgang er að finna, á öllum tímum
sólarhringsins. Þeir spara sér ótal ferðir til og
frá banka, eru alltaf með bókhaldið á hreinu
og geta treyst á fullkomið öryggi og leynd
upplýsinga í Heimabankanum.
Það kostar aðeins 80 krónur
á mánuði að reka sitt eigið
útibú í Heimabankanum!
Bvrjaðu nýtt líf stra.x
- en prófaðu samt fyrst!
Kynntu þér sýnishorn af Heimabankanum á
www.isbank.i8. Þar getur þú prófað hvernig
það er að stjórna eigin útibúi áður en þú
ákveður þig. Ileimabanki íslandsbanka er svo
aðgengilegur að bankaviðskipti verða hreinn
barnaleikur.
C
Wf
ISLANDSBANKI
4
UÓSMÆÐRABLAÐIÐ