Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 15.10.1998, Blaðsíða 28

Ljósmæðrablaðið - 15.10.1998, Blaðsíða 28
Bamastofa Oiö hliðina á Oaktinni utan tímann sem barnið er í rann- sóknum eða af öðrum ástæðum í ummönnun starfsfólks. í þeim til- fellum sem heilsa móður eða barns á í hlut skal svo fljótt sem unnt er færa móður og barn saman. Hvetja til að börnum sé gefið brjóst þegar þau vilja. A.m.k. 80% frískra kvenna skulu votta að barni þeirra hafi ekki verið gefin ábót á milli mála eða eftir máltíð. Þær skulu fá uppýsingar og aðstoð við grjóstagjöf. Barn á að fá brjóst þegar það vill og ef móðir þarnast þess að brjóst sé sogið. Ekki gefa börnum á brjósti túttur eða snuð. A.m.k. 80% frískra kvenna skulu votta að þær hafi fengið upplýsingar um áhrif þess á brjóstagjöf að nota pela og snuð. Ekki mega vera nema 2 börn á deildinni sem nota snuð. Starfsfólk má ekki nota snuð eða túttur til að róa börnin. Styðja uppbyggingu stuðnings- hópa við brjóstagjöf og benda mæðrum á þá við útskrift af fæð- ingardeild. A.m.k. 80% útskrifaðra kvenna skulu fá upplýsingar um stuðningshópa, heilsugæsluþjón- ustu og símaþjónustu. Deildarstjóri ber ábyrð á að þær fái þessar upp- lýsingar um möguleika á aðstoð við brjóstagjöf þegar heim er kom- ið. Yfirljósmóðir og deildarstjóri skulu leggja fram skrifleg fyrir- mæli um þessa þjónustu. Eg hef unnið áður við deildina og var því flestum hnútum kunn frá fyrri tíð. Brjóstagjafarstefnan var ný fyrir mér í þessari mynd, hún var markviss og ákveðin. Það var lagður mikill metnaður í að fylgja eftir merkjum þess að vera Mor- Barn vennlig Sykehus. Jonny Ström, yfirljósmóðir, upplýsti mig um að undirbúningur stefnunnar hefði tekist vel, settur á laggirnar vinnuhópur sem áttu sæti í yfirljós- móðir, deildastjórar, ljósmæður og sjúkraliðar, þar sem unnið var að undirbúningi og framkvæmdinni. Ekki er nóg að hafa fengið viður- kenninguna í eitt skipti, það eru eftirlitsaðilar sem sjá um að henni sé framfylgt. Gro Nylander yfir- læknir Kvennlækningasviðs Ríkis- spítalans í Osló er fulltrúi WHO í Noregi til að koma á og hafa eftir- lit með viðurkenningu um Mor- Barn vennlig sykehus. Eins og fyrr segir var viðurkenn- ingin veitt 1995 og komin tveggja ára reynsla á þessa vinnu. Mér virt- ist að allir væru sáttir og stoltir yfir að hafa tekið upp þessa markvissu að- ferð við að koma í fram- kvæmd brjóstagjafar- stefnu. Snuð var ekki til á deildinni og fáeinir pel- ar sem voru eingöngu notaðir eftir fyrirmælum. Börnin voru við rúm mæðra sinnar að öllu jöfnu, en ef þær óskuðu eftir að barn væri í ummönnun stafsfólks þótti það eðlilegt að kon- urnar fengju hvíld ef þær þyrftu á henni að halda. Við þær aðstæður var haldið á börnunum og þau róuð á þann hátt. Deildinni hafði verið breytt í þá veru að barnastofan var minnkuð en í staðin var búin til önnur lítil sem var tengd vaktinni. Einnig voru gerðar endurbætur á setustofu, hún var tvískipt, annar hlutinn var fyrir sjónvarp og mat- sal sem konur borðuðu í ef þær kærðu sig um, þar voru líka hafðir fræðslutímar, hinn hlutinn var meira prívat og þar voru konurnar oft með gesti sína. Heimsóknartím- ar voru tveir yfir daginn. Ung börn, að undanskildum systkinum, voru ekki velkomin. Feður og systkin höfðu frjálsa viðveru á deildinni. Eg ræddi við nokkrar sængurkonur um hvernig þeim líkaði við fyrir- komulagið sem fylgdi Brjóstagjaf- arstefnunni og þær sem ég ræddi við voru sáttar við hana. Eg tel að flestar Islenskar ljós- mæður vinni að mestu leiti eftir þrepunum 10. Því væri áhugavert að fylgja stefnunni eftir á þann hátt að fá viðurkenningu frá WHO um móður-barna vinsamlega Fæðing- ardeild. Sólveig S.J.Þórðardóttir. Ljósmóðir/hjúkrunarfræðingur. 06 sept 1998.

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.