Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 15.12.1999, Blaðsíða 9

Ljósmæðrablaðið - 15.12.1999, Blaðsíða 9
6. Einungis sjóðsfélagar geta fengið styrk úr sjóðnum. Umsækjandi verður að vera í starfi hjá vinnuveitend- um, bæði þegar hann sækir um styrkinn og þegar hann notar hann, nema að styrkurinn varði endurhæfingu þar sem staða umsækjanda hafi verið lögð niður. 7. Þeir sjóðsfélagar, sem aldrei hafa hlotið styrk úr sjóðnum og hafa verið félagar í a.m.k. eitt ár, njóta að jafnaði forgangs við úthlutun. 8. Umsækjandi, sem hlotið hefur styrk úr sjóðnum á næstliðnum tveimur árum, getur að hámarki hlotið styrk er nemur ónotuðu hlutfalli af hámarksfjárhæð, sbr. 4. tölulið. 9. Ef styrksloforðs er ekki vitjað innan 9 mánaða frá dagsetningu tilkynningar sjóðsins til umsækjanda fellur styrkloforðið niður. 10. Reglur þessar, sem samþykktar voru á stjórnarfundi gilda um afgreiðslu umsókna vegna kostnaðar, sem til er stofnað eftir 1. janúar 1993. Stjórnin getur breytt reglum þessum án fyrirvara. T "Kinningarorð 1 Guðnumcla Ingibjörg Einarsdótiir fwdd 15. 11. 1905 dáin 16. 05. 1999 Guðmunda Ingibjörg lauk prófi frá Ljósmæðraskóla íslands 1929 en þá tók hún við Árskógshrepps- uindæmi og starfaði þar til loka ársins 1960. Hún gegndi einnig fleiri umdæmum svo sem Dalvík, Svarf- aðardal, Hrísey og Arnarneshreppi. Eftir 1971 starfaði hún á Dvalaheimilinu Hlíð Akureyri, og tók að sér sumarafleysingar á Blönduósi, Neskaupstað og Höfn í Hornafirði. Hún var heiðursfélagi ljósmæðrafé- lagsins frá 1974. Blessuð sé minning Guðmundu Ingibjargar. 1 h 'Kinningarorð Anna Sigmundsdótlir feedd 25. 06. 1913 dáin 04. 09. 1999 Anna lauk prófi frá Ljósmæðraskóla íslands 1939. Að námi loknu tók hún á móti börnum á Siglufirði og víðar. Síðar starfaði hún við hjúkrun sjúklinga sem hún tók til dvalar á heimili sitt á Siglufirði. Blessuð sé minning Önnu. LJÓSMÆPRABLAUIÐ 9

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.