Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 15.12.1999, Blaðsíða 23

Ljósmæðrablaðið - 15.12.1999, Blaðsíða 23
þeirra á valmöguleikum jókst. Að skrifa óskir sínar niður gaf konunum þá tilfinningu að hafa stjórn á at- burðunum í fæðingu sem er tími sem margar konur eru ekki færar um að taka ákvarðanir. Athugasemdir frá konum: Þegar þú hefur skrifað niður það sem þig langar til þá er rniklu auðveldara að spyrja þegar þú ert í fæðingu, jafnvel þó þú sért þögul og feimin. Ath: Þú finnur fyrir meira öryggi þegar þú veist að ljósmóðirin hlustar á þig og þú hefur betri stjórn á aðstæðum. Lokaorð: Við hefðum ekki viljað missa af þessari ráðstefnu, þótt erfið hafi verið á stundum og langt að fara. Við sáum þar margt, upplifðum ýmislegt, heyrðum mis- munandi sjónarhorn og erum svo sannarlega reynsl- unni rrkari. Eftir þetta vorum við líka ánægðar með hversu framarlega við íslendingar erum í okkar heil- brigðisþjónustu, einnig hvað snertir menntun ljós- mæðra. Við viljum þakka öllum þeim sem studdu okkur og hvöttu til að sækja þessa ráðstefnu. Ljósmæður hafa ekki hátt, þær „hvísla“. Þær hafa haukfrán augu, Eye og the Hawk. Þær hafa útlit hefðarkonunnar, Head of a Lady. Þær hafa heym og næmni ljónsins, Ears of a Lion. Reykjavík, í október 1999, Guðlaug Pálsdóttir, ljósmóðir á Fæðingargangi, Sigrún Erla Valdiinarsdóttir, ljósmóðir á Meðgöngud. Til minnie fyrir næatu ráðstefnufara Eftirfarandi hluti vasri gott að taka með: Islenska fánann. Bæklinga um ísland. Litla hraunmola í gjafaöskjum Almanak með myndum frá Islandi. Plaköt. Nælur frá íslandi. Hafa kynningarbás. Orðabók. Videovél. Miða með nafninu okkar og netfangi. Ráðstefnufarar slappa af í Kuala Lumpur. Hjólafarartæki fyrir 2 farþega í Manila. Greinarhöfundar með ljósmóður frá Súdan. Lífsins notið í „Hidden Valley“. LJÓ5MÆÐRABLAÐIÐ 23

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.