Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 15.12.1999, Blaðsíða 11

Ljósmæðrablaðið - 15.12.1999, Blaðsíða 11
Hægt er að sækja um styrki til ICM fyrir verkefni sem verið er að vinna að og eru venjulega veitt- ir 2 styrkir til rannsókna á vegum ljósmæðra og eða mannúðarmála sem ljósmæður standa fyrir. Þær sem fengu úthlutað styrkjum nú voru Kamwendo ljósmóðir frá Malawi sem vinnur að fræðslu fyrir innfædda um hvernig þeir geti best lifað við þær erfiðu að- stæður sem fólkið býr við. Verk- efnið heitir „Lifesaving and em- ergency educatiorí1. Hin ljósmóð- irin sem fékk styrk er Moyo frá Zimbabwe og fær hún hann fyrir brjóstagjafaráðgjöf til innfæddra. Vakin er athygli á að allir pappírar frá ICM eru mjög að- gengilegir á skrifstofu félagsins. Einnig er til mikið af nafnspjöld- um hinna ýmsu ljósmæðra víðs- vegar um heiminn sem hægt er að fá upplýsingar um. S?mis mál sem tekin •Oorti fýrir á þinginu -Mikil umræða spannst um hvort vísa skyldi félögum sem ekki hafa greitt félagsgjöld sín og ekki látið vita hvort þau hafi áhuga á að vera áfram innan samtakanna út. Þingið ákvað að svo skyldi gera, en lögð var á það áhersla að ávallt væri hægt að ganga inn í samtökin aftur og að illa stödd félög gætu sótt um niðurfellingu á félags- gjöldum í sérstakan sjóð (Mem- bershipfee assistance fund). -Skýrsla gjaldkera var sam- þykkt og var lögð fram tillaga um að reikningar samtakanna verði sendir út fyrr til að hægt verði að skoða þá í rólegheitum og undir- búa sig fyrir fundinn með spurn- ingar varðandi reikningana. -Reynt er að komast að hvað ljósmæðrum, hver í sinni heims- álfu, finnist mikilvægast í sínu heimalandi að lögð verði sérstök áhersla á og unnið með næstu þrjú árin og hvað það sé sem ICM eigi þar með að leggja áherslu á. Flest- um bar saman um að það sem væri mikilvægast hjá ljósmæðrum og þyrfti að vinna með væri í fyrsta lagi menntun ljósmæðra og að mennta þurfi fleiri ljósmæður með masterspróf og stuðla að frekari rannsóknum innan ljós- mæðrastéttarinnar, í öðru lagi þró- un frekari einstaklingshæfðrar um- önnunar, að allar konur fái sam- fellda umönnun byggða á rann- sóknum (evidence based care) og að ljósmæður leggi áherslu á eðli- lega fæðingu. í þriðja lagi að það þurfi að styrkja stöðu ljósmæðra í öllu barneignarferlinu og auka þekkingu almennings á störfum Ijósmæðra. (17) -Kynnt var skýrsla sem gerð var í samvinnu ICM, WHO og UNICEF um hvemig styrkja þurfi ljósmæður sem starfa við mæðra- vernd (Strengthening Midwifery within safe motherhood). (28.1) -Mikil áhersla er lögð á að styrkja ljósmæður og hvetja til frek- ari rannsókna. Aherslan er jafnframt lögð á að ljósmæður hafi aðgang að fræðslu og kennslu til að fram- kvæma rannsóknir. (31.2.2) -Fjallað var um hvert þema skyldi vera fyrir næstu 3 ljós- mæðradaga (ÍDM Intemational day ofthe Midwife), sem er 5.maí ár hvert og lagt var til að áherslan skyldi lögð á: 1. árið\ Fjósmæður styrkja rétt stúlkna og kvenna til jafnréttis í samfélaginu og virða rétt þeirra til að ákveða sjálfar og ráða hvernig þær haga sínu eigin frjósemisskeiði. 2. árið: Ljósmæður bjóða upp á heildræna/samfellda þjónustu fyrir konur og fjölskyldur þeirra. 3. árið: Fjósmæður vinna með konum til að tryggja að þær hafi aðgang að þeirri heilbrigðis- þjónustu sem þær eiga rétt á. (33.4) -Mjög miklar umræður urðu um hvort ICM ætti að stuðla að gerð reglugerðar um hvert væri starfssvið Ijósmæðra. Flestar ljós- mæður voru mjög mikið á móti því og töldu að slík reglugerð myndi einungis hefta framþróun ljósmæðra og var því mikil mót- staða gegn þannig reglugerð. Þær þjóðir sem hins vegar voru með- mæltar reglugerðinni voru þjóðir sem berjast mjög fyrir því að fá að starfa eins og þær hafa mennt- un til eins og í Tékklandi, Pól- landi, Afríku o.fl. Tillagan var felld og ákveðið að senda málið í vinnuhóp sem skilar nýrri tillögu á þingið 2002. -ICM hvetur ljósmæður til að sinna enn frekar getnaðarvamarráð- gjöf og fjölskylduráðgjöf. (40.3.1.) -Mikið var fjallað um HIV og brjóstagjöf og komu þar fram tvö sjónarmið. Annað var eins og við þekkjum hér á íslandi að HIV smituðum konum skuli ráðlagt frá að gefa börnum sínum brjóst. Hitt sjónarmiðið kom frá löndum eins og Gambíu, Zimbabwe, Eþíópíu og.fl. þar sem ljósmæður sögðust hvetja konur eindregið til að hafa börn sín á brjóst þrátt fyrir HIV og AIDS sýkingu þar sem þær sögðu að barnið myndi deyja hvort eð er af vannæringu ef það fengi ekki brjóstamjólkina. Sú ályktunin sem send var frá ICM var að ljósmæður skyldu ávallt fylgjast ineð nýjustu rannsóknum tengdar HIV og brjóstagjöf og ráðleggja í samræmi við þær og aðstæður hverju sinni. (40.13.1.) -Það kom fram á þinginu að sumstaðar í heiminum taka ljós- mæður þátt í og framkvæma að- gerðir (umskurði) á kynfærum kvenna. Þingið ályktaði að for- dæma bæri allar þessar aðgerðir og hvatti ljósmæður til að taka ekki þátt í þessum aðgerðum. (42.2) -Miklar áhyggjur voru af hve hratt kynsjúkdómar bærust út og LJÓSMÆðRABLAðlð 11

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.