Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 15.12.1999, Blaðsíða 19

Ljósmæðrablaðið - 15.12.1999, Blaðsíða 19
Þau voru öll ryðguð með einhverri ömurlegri gúmmídruslu sem þjónar sem undirbreiðsla eða hlífðarmotta. Fæðingar á þessu sjúkrahúsi voru mestar um 600 á rnánuði og nýburadauði allt upp í 4-5%, þ.e 20-30 börn á mánuði. Emma fór með okkur á deildina sína, þ.e krabba- meinsdeildina. Þar vildi hún skilja eftir afgangsmat sem við vorum með úr ísskápnum okkar á hótelinu. Hún sagði að stundum fengju sjúklingamir lítið að borða. Þetta var ekki sjúkrahús fyrir fátækt fólk en við vorum miður okkar eftir þessa heimsókn og vor- um fegnar að þetta var síðasti dagurinn okkar á Fil- ippseyjum. Þarna var klukkan orðin tvö að filippískum tíma og áttum við í raun að vera mættar út á flugvöll, því dvöl okkar á Manila var á enda. Eiginmaður Emmu, sem er hermaður, ætlaði að keyra okkur út á flugvöll sem venjulega tekur ca. 15 mín. Hins vegar vildi þannig til að þennan dag voru „Jeepney" bílar í verk- falli og tepptu umferð. Af þeim sökum var ekki auð- velt að komast út á flugvöll. Eiginmaður Emmu ók ýmist á móti umferðinni eða upp á umferðareyjar til þess að koma okkur sem fyrst út á flugvöll svo við misstum ekki af flugvélinni, sem átti að fara kl. 16:20. Við náðum á flugvöllin kl. 16.10 og var vélin farin að bíða eftir okkur. Ekki var nema litlum áfanga náð þrátt fyrir að við værum komnar út á flugvöll. Við þurftum að fara í gegnum átta tékkhlið til að komast út í vél og tók það sinn tíma þrátt fyrir að við reyndum að koma starfsfólkinu í skilning um að við værum að missa af flugvélinni. Vélin beið eft- ir okkur og þegar hún hóf sig á loft voru það fegnar íslenskar ljósmæður sem yfirgáfu Manila og héldu áleiðis til Kuala Lumpur til þriggja daga afslöppunar áður en haldið var heim til íslands. íslenskar ljósmæður með ljósmæðrum frá írak. Snúum okkur nú að ráðstefnunni sjálfri. Á ráð- stefnunni voru um 1000 ljósmæður frá 85 löndum héðan og þaðan um heiminn og fylltumst við bæði stolti og lotningu að tilheyra þessum glæsilega fjölda ljósmæðra. Á opnunarhátíðinni, sem var haldin fyrsta kvöldið, voru flestar í þjóðbúningum sinna landa. íslenski þjóðbúningurinn fékk mikla athygli og vorum við mikið myndaðar. Á þessu kvöldi sýndu Filippeyskar ljósmæður m.a. dans sem þær höfðu æft lengi fyrir ráðstefnuna. Listaverk utan við ráðstefnuhúsið. Ráðstefnuhöllin var stór og öll úr gráum steini, frekar dimm að okkar mati. Á ráðstefnunni í Osló, sem haldin var fyrir 3 árum, var sýnt auglýsinga- myndband varðandi þessa ráðstefnu. Umgjörðin átti að vera svo fín og flott en það var nokkuð annað sem kom í ljós og ekki eins mikill íburður og af var látið. Það var þó undravert í þessu landi fátæktar hvað fil- ippísku ljósmæðurnar höfðu getað gert þetta veglegt. Styrktaraðili ráðstefnunnar var fyrirtækið John- son og Johnson. Kynningarbásarnir voru fáir. Löndin áttu að skiptast á um að vera með kynningu hvern dag, t.d. með því að kynna menntun ljósmæðra og það sem þær eru að gera í sínu heimalandi. Talsvert var um að innfæddir væru með bása að selja fil- ippískan varning. Þema ráðstefnunnar var, eins og áður hefur komið fram: „Ljósmóðurfræði, öryggi móður og barns árið 2000“. Engan skyldi undra því mæðradauði í heim- inum er sagður um 585.000 á ári og 99% af því er í þróundarlöndum. Orsakir eru m.a. mengað vatn, há tíðni smitsjúkdóma, erfiðleikar við að komast til LJÓSMÆPRABLAUIÓ 19

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.