Freyr - 01.01.1931, Qupperneq 13
FREYR
5
Búnaðarþing. Það kýa stjórn félagsins er
fer með málefni þess milli þinga.
6. gr.
Búnaðarþing skipa 14 menn, er þar eiga
atkvæðisrétt, skulu þeir kosnir á aðalfund-
um sambandanna. Við kosningu þeirra hafa
fulltrúar hreppabúnaðarfélaganna einir at-
kvæðisrétt.
Þar eiga ennfremur sæti, en ekki at-
kvæðisrétt, stjórn félagsins og búnaðar-
málastjóri. Ráðunautar félagsins eiga þar
tillögurétt og málfrelsi.
Búnaðarmálastjóri og ráðunautar félags-
ins eru ekki kjörgengir á Búnaðarþing.
7. gr.
Fulltrúar á Búnaðarþing skulu kosnir
þannig:
1 fyrir umdæmi Búnaðarsambands Kjal-
arnessþings.
1 fyrir umdæmi Búnr ðarsambands Borg-
arfjarðar.
1 fyrir umdæmi Búnaðarsambands Dala
og Snæfellsness.
2 fyrir umdæmi Búnaðarsambands Vest-
fjarða.
4 fyrir umdæmi Ræktunarfélags Norð-
urlands.
2 fyrir umdæmi Búnaðarsambands Aust-
urlands.
3 fyrir umdæmi Búnaðarsambands Suð-
urlands.
Jafnframt skulu kosnir jafnmargir vara-
fulltrúar. Kosningar fara fram skriflega
og gilda til 4 ára, þannig að 7 fulltrúar
séu kosnir hvort ár milli Búnaðarþinga.
Nú skiptist fleirmenníng-umdæmi í tvö
eða fleiri búnaðarsambönd, er Búnaðarþing
viðurkennir, og hafa þá slík sambönd rétt
til að kjósa fulltrúa á Búnaðarþing að til-
tölu við býlafjöida í hinu upprunalega
sambandssvæði.
8. gr.
Búnaðarþings-fulltrúum skal greiða úr
félagssjóði dagpeninga fyrir þann tíma, er
þeir sitja á Búnaðarþingi og eru á ferðum
að heiman og heim ásamt ferðakostnaði.
Akveður Búnaðarþing dagpeninga í hvert
sinn, og samþykkir ferðakostnaðar-reikn-
ingana.
9. gr.
Búnaðarþing skal haldið annað hvert ár
í Reykjavík, nema Búnaðarþing samþykki
annan fundarstað, á þeim tíma sem stjórn-
in ákveður. Fundir þess eru lögmætir, ef
minst 9 fulltrúar eru á fundi. Afl atkvæða
ræður úrslitum, nema þar sem lög þessi
mæla öðruvísi fyrir.
A Búnaðarþingi skulu kosnir 3 menn í
stjórn félagsins ásamt varamönnum þeirra.
Kosningin gildir til 4 ára og gengur einn
úr stjórninni annað búnaðarþingsárið en
tveir hitt. Á Búnaðarþingi skal og kjósa
einn endurskoðanda innan Búnaðarþings
og varamann hans. Gildir kosning þeirra
til 4 ára. Atvinnumálaráðuneytið skipar
annan endurskoðanda og varamann hans.
10. gr.
Búnaðarþingið hefir æðsta vald í öllum
félagsmálum, Það úrskurðar og samþykkir
reikninga félagsins og setur því fjárlög.
Á Búnaðarþingi skal skýrt frá störfum fé-
lagsins og fjárhag. Það tekur ákvarðanir
um starfsemi félagsins og ræðir önnur þau
mál, er það óskar að gera tillögur um til
hlutaðeigandi aðila.
Fundargerðir Búnaðarþings, samþykktir,
tillögur og nefndarálit birtist í Búnaðarrit-
inu.
11. gr.
Stjórnin kýs úr sínum hóp formann fé-
lagsins. Stjórnar hann Búnaðarþingi og ber
ábyrgð á að ályktunum þess sé fylgt.
Hann skal og sjá uin að fyrir hverju Bún-
aðarþingi liggi: