Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.2004, Síða 10
10 LAUGARDAGUR 10. JANÚAR 2004
Fréttir DV
Eldislax sagð-
ur heilsuspill-
andi
skýrslu bandarískra vís-
indamanna í tímaritinu
Science þar sem varað er
við neyslu á eldislaxi, en
villta laxinum hælt. í
skýrslu vísindamannanna
kemur fram að magn eitur-
efna í eldislaxi, svo sem
PCB og díoxín, geti valdið
krabbameini. Fram kemur
á sjávarútvegsmiðlinum
skip.is að norskir eldis-
framleiðendur undirbúi
andsvör gegn skýrslunni.
Eldisfiskur er nú um helm-
ingur fiskútflutnings Norð-
manna og eru gífurlegir
hagsmunir í húfi þar, sem
og á íslandi.
Stormur jafn-
aði alltvið
jorðu
Fátt er uppistandandi á
Kyrrahafseyjunni Niue eftir
að gríðarlegur stormur reið
þar yflr í gær. Eyjan er hluti
af eyjaklasa um 2700 km.
frá ströndum Nýja-Sjá-
lands. Fjölmennt lið hjálp-
arstarfsmanna hélt af stað
bæði þaðan og frá Ástralíu
um leið og ljóst var að
ástandið var alvarlegt. Að-
eins einn lést í storminum
en gríðarmikið eignatjón
varð.
Guðjón Friðriksson segir einkennilegt að Hannes Hólmsteinn Gissurarson blandi
sér inn í málsvörn sína. Hann sé að beina athyglinni frá aðalatriðinu. Guðjón seg-
ist aldrei hafa eert bað sem Hannes er sakaður um.
Guðjón Friðriksson, sagnfræðingur Hann er höfundur ævisagna Einars Benediktssonarjóns Sigurðssonar og Jónasar Jónssonar frá Hriflu.
MargrétVil-
hjálmsdóttir
Margrét er einstaklega hlýr
persónuleiki með stórt hjarta.
Hún er tilfinninganæmur vin-
ur vina sinna, bjartsýn og hlát-
urmild. Hún hefur þannig
skapandi og örvandi áhrifá
alla í kringum sig. Það þykir
mjög gott að vinna með henni
vegna þessa, en ekki síst
vegna þess að hún er vinnu-
þjarkur, enda leikhúsið líf
hennar og yndi.
Kostir & Gallar
Hún þykir stundum frek á at-
hygli, og getur í hóp einokað
stemninguna með löngum og
mörgum sögum afsjálfri sér
og öðrum. Hún hefurþað sér
til varnar að sögurnar eru
einatt skemmtilegar. Hún get-
ur verið kærulaus varðandi
veraldlega hluti og ekki nógu
samviskusöm varðandi hluti
sem henni fínnst skipta litlu
máli. Hlustar ekki á það sem
aðrir hafa að segja þegar hún
hefur lokið máli sínu.
„Það er einkennilegt að Hannes sé að blanda
mér inn í þetta, mér finnst eins og hann sé að
þyrla upp einhverju ryki til að beina athyglinni frá
aðalatriðinu", segir Guðjón Friðriksson, höfundur
ævisagna Einars Benediktssonar, Jóns Sigurðs-
sonar og Jónasar Jónssonar frá Hriflu.
Hannes Hólmsteinn Gissurarson tilgreinir í
málsvörn sinni gegn ásökunum um ritstuld
nokkrar klausur úr verkum Guðjóns, þar sem
Guðjón hefur endursagt kafla úr öðrum verkum,
og líkir vinnubrögðum sínum við Guðjóns.
Ég vísa í heimildir
„Þegar ég nota endursögn vísa ég samt sem
áður í heimildir, og einnig í öllum þessum tilvik-
um sem Hannes nefnir", segir Guðjón. „Ég tek
ekki afstöðu til réttmætis ásakana á Hannes, en
það er allavega ekki rétt að ég hafi gert það sem
hann er sakaður um. Ég nota aldrei heimildir án
þess að vísa í þær á viðkomandi stað“.
Hannes er sakaður um að hafa tekið kafla lítið
breytta úr minningabókum Halldórs, án þess að
vísa í heimildir, og þannig gera textann að sínum.
Hannes segir sér til varnar að hann hafl getið þess
í eftirmála að hann fléttaði lýsingar Halldórs á ævi
sinni inn í frásögn sína. Guðjón segir það sína
skoðun að ef texti er endursagður eða tekinn upp
orðréttur verði að vísa í hann á viðkomandi stað,
það sé ekki nóg að gera það í eftirmála.
Rndursagður texti í gæsalöppum
„í mínum verkum styðst ég stundum við yflr-
litsrit á víð og dreif í texta mínum, og þá er nóg að
geta þess í eftirmála eða heimildaskrá. En ef text-
inn er notaður þannig að hann er annaðhvort
endursagður eða tekinn upp orðréttur innan
gæsalappa, verður að vísa í hann, og gera það á
viðkomandi stað, svo það sé skýrt fyrir lesandan-
um hvaðan textinn kemur. Þó að textinn sé end-
ursagður, en ekki innan gæsalappa, þarf alltaf að
tilgreina hvaðan hann er tekinn", segir Guðjón.
Guðjón mun ásamt ævisagnahöfundunum
Þórunni Valdimarsdóttur og Viðari Hreinssyni
svara spurningum blaðamanna um verk sín og
vinnubrögð og þær kröfur sem eðlilegt er að höf-
undar fræðirita fyrir almenning geri til verka
sinna, á vegum Reykjavíkurakademíunnar í dag.
brynja@dv.is
Löggiltur endurskoðandi missti réttindin og dæmdur í 18 mánaða fangelsi
Stal 25 milljónum frá ólögráða systrum
Endurskoðandinn Björn Björns-
son var í gær dæmdur í 18 mánaða
fangelsi fyrir að stela 25,5 milljónum
króna af föðurarfl tveggja ólögráða
systra.
Björn var skipaður lögráðamaður
systranna eftir fráfall föður þeirra
árið 2000. Úr dánarbúi föðurins
fengust meðal annars 37,4 milljónir
króna vegna sölu á báti og kvóta sem
honum fylgdi. Björn tók 25,5 millj-
ónir af þessu fé með samtals 24 út-
tektum af bankareikriingi frá því í
apríl 2001 þar til í ágúst 2002. Reikn-
inginn hafði Björn stofnað í eigin
nafni í Landsbanka íslands.
Ríkislögreglustjóri hafði gert
kröfu til þess að Björn yrði sviptur
réttindum til að starfa sem löggiltur
endurskoðandi. Frá því.var hins veg-
ar fallið íyrir nokkrum vikum þar
sem Björn hafði þá sjálfur skilað inn
réttindum sínum.
Samkvæmt dómi Héraðsdóms
Reykjaness játaði Björn brot sitt
vafningalaust. Hann er einnig sagð-
ur hafa leitast við að bæta brot sitt
og hafa í því skyni endurgreitt 11,6
milljónir króna. Við ákvörðun refs-
ingarinnar leit dómurinn einnig til
þess að Björn hefur ekki áður sætt
refsingu.
Þar sem Björn hafði verið skipað-
ur lögráðamaður systranna telst
brot hans vera brot í opinberu starfi
og þar með vera alvarlegra en ella.
Áðurnefndur 18 mánaða fangels-
isdómur Björns er óskilorðisbund-
inn að öllu leyti. Björn er 51 árs gam-
all.
Björn Björnsson
Skipaður lögrdðamaður dæmdur i 18
mánaða fangelsi og tapaði réttindum
sem endurskoðandi eftir að hafa stolið
25,5 milljónum frá ólögráða skjólstæð-
ingum sinum.