Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.2004, Síða 11
DV Fréttir
LAUGARDAGUR 10. JANÚAR 2004 J 7
Glóðvolgar rannsóknaniðurstöður gefa sterkar vísbendingar um að olíu sé að finna norðan við land, í
Skjálfandaflóa. Einstæðar myndir af hafsbotni sýna að sambærilegar jarðmyndanir eru í kringum Vest-
mannaeyjar.
Síðastliðið sumar fór rannsókna-
skipið Árni Friðriksson í sinn seinni
leiðangur til að kanna sjávarbotninn
við Vestmannaeyjar og Reykjanes-
hrygg og eldvirkni þar. Leiðangurs-
stjóri var doktor Ármann Höskulds-
son, jarðfræðingur. Rannsóknin var
gerð með Simrad EM300 fjölgeisla-
mæli
Hafrannsóknarstofnunar. Mynd-
irnar sem náðust með mælunum
eru einstæðar. Meðal annars fund-
ust sérstakar holur á hafsbotninum,
sambærilegar við þær sem eru á
Skjálfandaflóa og benda til gasupp-
streymis í tengslum við olíu.
Sterkar vísbendingar um olíu
við Skjálfanda
Víkjum fyrst að Skjálfanda, en
þaðan voru að berast glóðvolgar
rannsóknaniðurstöður sem gefa
sterkar vísbendingar um að þar sé
olíu að flnna, þó ekkert sé vitað um
hvort það sé í nýtanlegu magni. Síð-
astliðið sumar tóku íslenskir jarðvís-
indamenn sýni úr holunum í Skjálf-
andaflóa, sem nú eru til nákvæmrar
greiningar í Noregi hjá fyrirtæki sem
sérhæfir sig í rannsóknum á kolvetni
og hefur meðal annars unnið grunn-
rannsóknir fyrir Statoil.
„Fyrstu niðurstöður benda til
þess að þarna séum við með blöndu
af tvennskonar líffænu gasi“, segir
Bjarni Richter, jarðffæðingur hjá Is-
lenskum orkurannsóknum. „Ann-
arsvegar metangasi, sem hefur ekk-
ert með olíumyndun að gera, og
hinsvegar hitaummynduðu líffænu
gasi, sem flnnst iðulega í tengslum
við olíumyndun. Það eru því sterkar
vísbendingar um að í tengsl
um við þessa gasmyndun flnnist
olía, en það þarf samt ekki að vera.
Sýnin eru nú til nánari athugunar.
Ég geri mér vonir um að niðurstöður
liggi fyrir í þessum mánuði".
Olía við Vestmannaeyjar?
Það sama gæti verið á ferðinni
við Vestmannaeyjar. Með einstæð-
um myndum úr leiðangri rann-
sóknaskipsins Árna Friðrikssonar
hafa fundist jarðmyndanir sem líta
eins út og þær á botni Skjálfanda-
flóa. Doktor Ármann Höskuldsson,
jarðfræðingur, segir að tæki Haf-
rannsóknarstofnunar sem notað var
við rannsóknirnar hafi gert það
kleift að taka nánast eins og loft-
myndir af hafsbotninum.
„Við rannsóknina kom í ljós að
mitt á milli Vestmannaeyja og
Reykjaneshryggjar er svæði sem er
alsett litlum holum. Botninn í hol-
unum er miklu harðari en umhverf-
ið, sem þýðir að setið, eða agnirnar
sem falla úr sjónum, geta ekki sest til
í botninum á holunum. Það hlýtur
að vera vegna þess að það er upp-
streymi úr holunum. Þetta eru svip-
aðar holur og hafa fundist í öxarfirði
og Skjálfanda. Þær eru ívið stærri þó.
Sumar þeirra eru allt að 100 metrar í
þvermál. Hver veit nema hér sé
framtíðar olíusvæði íslands á ferð-
inni“, segir hann kankvís. Frekari
rannsókna er þörf til að ákvarða
hvað það er sem kemur upp úr hol-
unum. „Þetta er á 250 metra dýpi,
svo það ætti ekki að vera erfitt að
taka sýni. Þetta gæti verið ferskvatn,
eða heitt vatn. En þetta getur líka
verið gas. Jarðlagabotninn, þar sem
holurnar eru, er í kringum þriggja til
fjögurra milljón ára gamall. Það er
nægur tími til að mynda gerjun, og
þar af leiðandi olíu, ef það eru líf-
rænar leifar þarna niðri'1.
„Ég hef séð kortið hjá Ármanni,
i % •»',* i-
. . . i
og þetta eru athyglisverðar holur
sem vert er að skoða nánar. Það er
ekki ótrúlegt að þarna flnnist sam-
bærilegir hlutir og fyrir norðan.
Frekari rannsókna þarf við", segir
Bjarni Richter.
Dræmur áhugi olíufyrirtækja
Mikið rannsóknarstaif er þegar í
gangi varðandi leit að olíu og gasi
hér við land. Áður hafa íslenskir
jarðvísindamenn fundið á söndum
Öxarfjarðar hitaummyndað kolvetni
af þeirri tegund sem myndast ein-
göngu í tengslum við olíumyndun.
Rannsóknir hafa sérstaklega verið
stundaðar norðan við landið. Á veg-
Áhugi erlendra olíufyrirtækja á rannsóknum
hér við iand hefur hingað til verið dræmur. Þó
hefur norska fyrirtækið InSeis þriggja ára leyfi
til leitar að olíu og gasi innan íslensku efn-
hagslögsögunnar.
um iðnaðarráðuneytis og Orku-
stofnunar er fylgst sérstaklega vel
með málum. Starfshópur á vegum
ráðuneytisins komst að þeirri niður-
stöðu að Jan-Mayen svæðið væri lfk-
legast til að geyma olíu, en þar eiga
Islendingar og Norðmenn sameigin-
Fjármögnun ganga tryggð
„Við hér í Vestmannaeyjum höfum hingað til verið
upptekin af öðrum hlutum í jarðskorpunni en olíu, svo
sem hreyfanleika hennar. Við fýlgjumst náttúrulega
spennt með öllum rannsóknum. Nú erum við að afla
fjármagns til áframhaldandi rannsókna vegna jarð-
gangna til Vestmannaeyja. Ef olía fyndist yrði fjár-
nrögnun ganganna auðvitað trygg - og ekki sakar að
bora eftir olíu um leið og gögnin yrðu gerð! Þannig
myndum við slá tvær flugur í einu höggi." Bergur Elías
-Vekur þetta nokkuð upp gamlar hugmyndir um Ágústsson, bæjar-
sjálfstæði eyjanna? stjóri Vestmanna-
„Nei, alls ekki". eyja
Vísbending um olíu Ógrynni hola fundust á hafsbotninum við Vestmannaeyjar, og eru
sumar þeirra allt að 100 metrar iþvermál. Úr þeim streymir efni sem hugsanlega er Hfrænt gas.
Efsvo er gætiolía leynst undir.
legra hagsmuna að gæta. Líklegast
taldi þó hópurinn að Hatton-Rockall
svæðið geymdi olíu eða gas í vinn-
anlegu magni, en ágreiningur er um
réttindi íslendinga á svæðinu. Áhugi
erlendra olíufýrirtækja á rannsókn-
um hér við land hefur verið dræmur.
Þó veitti iðnaðarráðherra árið 2001
norska fyrirtækinu InSeis þriggja ára
leyfi til leitar að olíu og gasi innan
norðausturhluta íslensku efnhags-
lögsögunnar. Leyfíð veitir engan rétt
til borana eða vinnslu. Frekari rann-
sóknir eru þó taldar forsendan fyrir
áhuga erlendra olíufyrirtækja, en
aldrei fýrr hefur athyglin beinst að
svæðum sunnan við landið.
brynja@dv.is
Sólarlandaferðir
með Úrval-Útsýn
www.urvalutsyn.is
Fartölvur frá
Hugveri
LANDSSAMTÖK HJARTASJÚKLINGA
Happdrætti
Handsímar frá
Sony Ericson
Nr. 2134
Fartölva frá Hugveri,
Mitac MiNote 8080
176.870 kr.
Nr. 3507
Fartölva frá Hugveri,
Mitac MINote 8080
176.870 kr.
Nr. 4759
Fartölva frá Hugveri,
Mitac MiNote 8080
176.870 kr.
Nr. 4867
Handsími,
Dregið var þann 6. jan.
Eftirtalin númer hlutu
vinning:
Nr. 5944
Sólarlandaferð með Úrval-Útsýn
í leiguflugl vetur eða sumar 2004.
250.000 kr.
Nr. 8676
Sólarlandaferð með Úrval-Útsýn
í lelguflugl vetur eða sumar 2004.
200.000 kr.
Nr. 12539
œ Sólarlandaferð með Úrval-Útsýn
2 i leiguflugl vetur eða sumar 2004.
? 200.000 kr.
Sony Ericson T 610
34.900 kr.
Nr. 6334
Handsími, Sony Erlcson T 610
34.900 kr.
Nr. 8349
Handsími, Sony Ericson T 610
34.900 kr.
Helldarverðmætl vinnlnga er 1.285.310 kr.
F|öldi útgefinna miða er 15000. Vinninga ber að
vitja Innan árs.
Þökkum stuðninginn
LANDSSAMTÖK HfARTASIÚKLINGA
Síðumúlá 6. 108 Reykjavík. Sími 552 5744.
Fax 562 5744. www.lhs.is