Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq

Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.2004, Qupperneq 14

Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.2004, Qupperneq 14
14 LAUGARDAGUR 10. JANÚAR 2004 Fréttir IJV Umtalaðasti maður íslands er Idol-keppandinn Kalli Bjarni sem unnið hefur hug og hjörtu þjóðarinnar. Kalli Bjarni slær einhvern streng í þjóðarsálinni enda hefur hann flakkað um landið og búið hér og þar: Reykjavík, Grindavík, Grundarfirði, Ólafsvík, Vopna- firði. Nokkur sveitafélög hafa þegar slegið eign sinni á Kalla Bjarna. Móður Kalla Bjarna var ráðlagt frá þvíaf læknum að ganga með hann efhún vildi einhvern tíma eiga von um að ná fullum bata. En hún hunsaðiþað- sem betur fer fyrirlands- menn. „Ef þú vinnur ekki þessa keppni þá er eitthvað að,“ eru fræg ummæli sjálfs Bubba Morthens. Páll Oskar sagðist hafa frétt að þjóðin væri skotin í umræddum, bætti svo um betur, gerði sig til, og sagðist sjálfur vera skotinn í honum. Að sjálfsögðu er hér verið að tala um Kalla Bjarna Idol- keppanda sem er líklega umtalaðasti mað- ur íslands núna. Honum hefur tekist að slá einhvern streng í þjóðarsálinni. Og skal engan undra. Saga hans er um margt sér- stæð og afar íslensk. „Hjá okkur er enginn einn tekinn út úr og honum hampað umfram aðra. Allir fá sama kommúníska spottið. Jafnræðis gætt hvað okkur varðar," segir Þór Freysson pródúsent keppninnar. Hann nær þó ekki að stýra því að kastljósið hefur einkum beinst að sjóaranum og landshornaflakk- aranum Kalla Bjarna - ekki síst fyrir tilstilli Bubba sem fer ekki leynt með að þar er hans maður mættur. Enda kannski ekki ósvipaðir þegar allt kemur tif alls. Kalli Bjarni er sagður hinn nýi Bubbi! Grenjandi stuð í Grindavík Þjóðina hefur gripið Idol-æði. DV tók púlsinn á stemmningunni í Grindavík þar sem Kalli Bjarni er búsettur og það verður bara að segja þá sögu eins og hún er: Þar var (og er) mígandi-grenjandi-organdi stemning! Bæjarfélagið stendur við bakið á sínum manni sem einn maður og eiga í honum hvert bein. Fyrrum félgar Kalla Bjarna á frystitogaranum Hrafninum fá sendar spólur sérstaklega og fylgjast grannt með gangi mála. Fjölmenni ætiaði sér á krána Cactus til að fylgjast sérstak- lega með keppninni á breiðtjaldi í gær- kvöldi. Þrjátíu manns höfðu tryggt sér miða í Smáralind þar sem keppnin á sér stað og komust miklu færri að en vildu, enda uppselt á svipstundu. Kolbrún Einarsdóttir starfar á pósthús- inu í Grindavík: „Besta pósthús á land- inu,“ segir hún og leiðir blaðamann í allan sannleik um hversu frábært plássið er. „Hér er besta körfuboltalið landsins og hann Kalli okkar er í Idol." Og það var nú einmitt erindið. Kolbrún segist vera of gömul til að fara í Smáralind- ina en ætlar að bregða sér ásamt öðrum á Sjávarperluna og horfa á keppnina á breiðtjaldi. „Það er alveg rosaleg stemmn- ing hérna í plássinu fyrir þessari keppni." Mikið ónæði Tengdamóðir Kalla Bjarna er Súsanna Joensen. Hún er af færeysku bergi brotin og starfar í eldhúsinu á elliheimilinu í Grindavík. Kalli Bjarni og kærasta hans og Cactusinn Grindvikingar fjölmenna þangað á hverju föstudagskvöidi. barnsmóðir eru búsett í kjallara tengdafor- eldra Kalla Bjarna. Tengdamamma segir hann rosalega góðan strák, „ljúfur og góð- ur.“ Súsanna upplýsir einnig að þessari keppni hafi fylgt mikið ónæði sem bitnað hafi á allri fjölskyldunni en þvf sé tekið með brosi á vör. Aðspurð um hvernig henni lítist á að tengdasonur hennar sé að feta þessa viðsjárverðu braut poppsins segir hún að sér lítist bara ágætlega á það. „Á þessu hefur hann mestan áhuga og við styðjum hann auðvitað öll í því.“ Sús- anna komst ekki frá til að fylgjast með í Smáralindinni í gærkvöldi en ætlar að mæta á úrslitakvöldið - það er ef allt fer vel og miða er að fá. „Þetta er þegar orðinn frá- bær árangur hjá honum. Æðislegt og rosa- lega gaman að þessu.“ Eiga í honum hvert bein Maríanna Adolfsdóttir starfar í sjopp- unni í Grindavík og hún segist sjaldan hafa upplifað aðra eins stemningu í bæjarfélag- inu. Bæjarbúar þeir sem ekki komast til keppninnar ætla að horfa á hana af breið- tjaldi á kránni. Og Kalli Bjarni er gull af manni segir hún. „Hann er eiginlega algjör Kolbrún á Pósthúsinu Er farin að kenna sjálft piássið við Kalla Bjarna. gullmoli!" Maríanna segir rétt skilið að Grindvíkingar telji sig eiga hvert bein í Kalla Bjarna. Svanhildur Björk Hermannsdóttir er ein þeirra heppnu sem þegar hefur tryggt sér rniða. Hún er enda kærasta besta vinar Kalla Bjarna og hefur yfirleitt mætt til að styðja sinn mann. Hún segir Kalla gríðar- lega músíkalskan og bætir því við að hann hafi samið mörg góð lög. „Mér finnst hann eiga það fyllilega skilið að vinna keppnina. Mér finnst hann bestur.“ Og sennilega er ekki að finna Grindvíking sem ekki tekur undir það. Hún upplýsir að Kalli sé í hljóm- sveit með kærasta sínum og þeir séu að byggja hana upp. Hún telur víst að Idol keppnin geti orðið þeim til framdráttar í bransanum. í hljómsveit Grétar Matthíasson er gítarleikari, besti Höfnin í Grindavík Hérþekkir Kalli Bjarni hvern krók og kima. JANÚARÚTSALA allt að 35% afsláttur Gítarinn ehf. Stórhöfða 27, sími 552-2125 og 895 9376 www.gitarinn.is • gitarinn@gitarinn.is ★

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.