Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.2004, Page 26

Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.2004, Page 26
26 LAUGARDAGUR10. JANUAR 2004 FókusTSV Þrír af máttarstólpum Þjóðleikhússins eru Frímúrarar: Hilmir Snær Guðnason, Jóhann Sigurðarson og Pálmi Gestsson, sem er þeirra reyndastur. Hann er áttunda stigs Frímúrari og segir regluna vammlausa og rúmlega það. Leyndin um starfsemi reglunnar á sér eðlilegar skýringar. f f Stoltur fmmurari Frímúrarareglan er mannræktar- samtök byggð á kristinni siðfræði. „Þau eru nokkur, gæfusporin mín um dagana. Og það að ganga í þessa reglu er með stærri gæfusporum sem ég hef tekið í lífmu," segir Pálmi Gests- son, leikari og stoltur frímúrari. Þetta gæfuspor steig Pálmi haustið 1988. Til að komast í Frímúrararegl- una þarf tvo meðmælendur og þeir sem stuðluðu að inngöngu Pálma voru hinir gengnu stórleikarar Klem- enz Jónsson og Valur Gíslason. Sérstök tengsl milli leikarastéttar- innar og Frímúrarareglunnar? DV rannsakaði málið og fann út að sú kenning gengur trauðla upp nema að takmörkuðu leyti. Hilmar Jónsson leikstjóri er frímúrari, Jóhann Sigurð- arson, Hilmir Snær Guðnason og svo okkar maður, Pálmi, sem hefur verið frímúrari í um 16 ár. Stoltir frímúrarar „Allt sem ég gat vitað um þennan félagsskap var að Frímúrarareglan er mannræktarsamtök byggð á kristinni siðfræði," útskýrir Pálmi. „Ég var sannfærður um að ég gæti ekki orðið verri maður við að ganga í regluna. Þetta barst í tal við Rúrik heitinn Har- aldsson, sem vel að merkja var frímúr- ari, og hann sagði við mig: Ef þú átt þess kost þá skaltu ganga í regluna og þú munt aldrei sjá eftir því. Og það gekk eftir." Það skal skýrt tekið fram að Pálmi er ekki talsmaður Frímúrarareglunnar og gefur sig ekki út fyrir að vera það. Það þurfti fortölur miklar áður en hann fékkst til að tjá sig um regluna; hann taldi aðra betur til þess hæfa. En eftir að DV setti sig í samband við Sig- urð Örn Einarsson, stórmeistara Frí- múrarareglunnar á fslandi, sem lagði blessun sína yfir viðtalið, var Pálma ekki lengur stætt á að færast undan. „Ég hef oft sagt í ræðum mínum að ekkert sé að því að menn viðurkenni fyrir hverjum sem er að þeir séu með- limir enda mega þeir vera stoltir af því,“ sagði Sigurður Örn og bætti því við, spurður um hvernig á því stæði að þrír af burðarstólpunum í leikaraliði Þjóðleikhússins væru í reglunni: „Þetta eru hugsandi menn sem vita hvað þeir gera.“ Vafasöm leyniregla? Óhætt er að segja að leyndin sem hvílt hefur yfir starfsemi frímúrara hafi oft orðið til að æra óstöðugan. Um þessa leynd ritar Sigurður Örn á heimasíðu reglunnar: „Leyndin sem yfir fundarsiðum hvílir má segja að helgist fyrst og fremst af því að ef þeir væru öllum kunnir myndu fundir missa marks að verulegu leyti." Þegar lögð er fyrir Pálma sú stað- hæfing að frímúrarar séu leyniregla sem gangi út á samtryggingu félag- anna segir hann það algerlega út í hött. „Hver sá sem ætlar að koma inn á þeim forsendum, með einhverja sér- hyggju að leiðarljósi, í þeirri ætlan að tryggja sig félagslega og fjárhagslega, ætti að halda sig fyrir utan þetta. Það er alls ekki málið. Hins vegar kynnast menn þarna og verða vinir, rétt eins og gengur. Ég á mjög góða vini innan reglunnar og það eru alls konar menn af öllum stærðum og gerðum." Pálmi segir að í raun sé skiljanlegt að ranghugmyndir á borð við þær sem blaðamaður heldur fram geri vart við sig. „Fólk óttast það sem það þekkir ekki. Þá tekur ímyndunaraflið við og sumir vilja ímynda sér hið versta eins og gengur. En þarna er ekkert sem stangast á við siðferðiskennd manna eða landslög eða hvað eina. Þvert á móti eflast menn í guðsótta og góðum siðum. Ég man til þess að Magnús ir ekkert að lesa svörin við prófinu áður en menn tileinka sér námsefnið. Maður stendur frammi fyrir spurning- um um sjálfan sig, lífið og tilveruna. Vitir þú svörin fyrirfram hefur þú ekk- ert gagn af ferlinu sem slíku - sem skiptir öllu. Þá hugleiðir þú spurning- arnar ekki. Afgreiðir þær án þess að þurfa að standa frammi fyrir þeim,“ segir Pálmi. Saumaklúbbar og leynikveðjur Enn er reynt að ganga á Pálma með hin helgu vé reglunnar og nú er spurt hvort frímúrarar séu með leynikveðju sín á milli. „Menn eru ekkert að heils- ast með skátakveðju á förnum vegi ef þú ert að spyrja um það. En leyfðu mér að svara þessu á þennan hátt: Frímúr- arar eru alþjóðleg samtök og reglufé- lagar geta sótt fundi um heim allan. En maður veður náttúrlega ekkert á fundi án þess að geta gert grein fyrir sér. Menn verða að vera fullvissir um að viðkomandi sé frímúrari. Það gefur augaleið.“ Eitt af því sem fólk hefur fett fmgur út í er að frímúrarar eru frá fomu fari karlasamtök. Nú ítrekar Pálmi enn að hann sé ekki talsmaður reglunnar, en segir: „Ég hef í sjálfu sér ekkert velt því fyrir mér, ekkert frekar en að karlar megi ekki vera í saumaklúbbum. Ég kann ekkert að segja frá því af hverju það er til komið. Hins vegar er til regla, Samfrímúrarareglan, þar sem eru bæði karlar og konur.“ Samstaða, ekki samtrygging DV heldur áfram að forvitnast og nú er spurt hvort reglan sé líknarsam- tök eða góðgerðarfélög á borð við Kiwanis og Lions. Pálmi segir frímúr- ara eiga ýmislegt sammerkt með þessum góðu samtökum; frímúrarar megi ekkert aumt sjá og láti gott af sér leiða. Það sé hins vegar einn þáttur í heimspekikerfi reglunnar að hæla sér ekki af verkum sínum. Því sé enginn listi opinber um góð verk á vegum frí- múrara. Samtrygging Frímúrara er enn til umræðu og nú hvort eitthvað sé hæft í því að falli einhver félagi frá sjái reglan um aðstandendur. Pálmi segir regluna síður en svo vaðandi í peningum en félagskapurinn, líkt og aðrir góðir hóp- ar, standi saman þegar svo ber undir. En ekki sé um neina samtryggingu í þeim skilningi að ræða. Ekki skálkaskjól En ala ranghugmyndir ekki a' því aö óvandaðir menn leiti inngöngu? „Sko, ef menn verða uppvísir að einhverju vafasömu eru þeir settir út. Lögð er rík áhersla á að þetta sé fyrir menn sem eru ekki alveg ærulausir. Menn verða að hafa hreint sakavott- orð. Hvort ekki yrði nú talað um það í þjóðfélaginu ef fram kæmi að innan okkar vébanda væru óvandaðir menn? Jú, ætíi ekki það,“ svarar Pálmi eigin spurningu. Hann segir ekki þýða fyrir marg- dæmda glæpamenn að sækja um. Og þótt félagsskapurinn einkennist af samstöðu þá sé ekld haldið verndar- hendi yfir svörtum sauðum. Það sé hreinlega andstætt anda Frímúrara- reglunnar sem kenni góða siði á kristi- legum grunni. Ekki skálkaskjólið þar að finna. „Ef menn eru ekki traustsins verðir eiga þeir ekkert erindi í Frímúrararegl- una sem er vammlaus félagsskapur og rétt rúmlega það. Sú er hugmyndin. En enginn er fullkominn enda þyrft- unt við ekkert á reglunni að halda ef svo væri,“ segir Pálmi - stoltur frímúr- ari. jakob@dv.is Palmi Gestsson frimúrari Sýnir hér hringinn góða sem hann tekur aldrei nið- ur. Tákn stúkunnar Mimis - en svo skemmtilega vill til að yngri sonur Pálma heitir einmitt Mimir. „Fnmurarar eru alþjoðleg samtök og reglufelagar geta sótt fundi um heim allan. En maður veður náttúrlega ekkert á fundi án þess að geta gert grein fyrir sér. Menn verða að vera fullvissir um að viðkomandi sé frímúrari. Það gefur augaleið." Skarphéðinsson sagði í viðtali, eftir að hann gekk í Frímúrararegluna, að þar hefði hann lært að vaða eld og brenni- stein fyrir sannfæringu sína og sam- visku. Þau orð get ég tekið heils hugar undir og gert að mínum. Fyrst og fremst er þetta mannbætandi félags- skapur." Allir í kjólfötum Frímúrarareglan greinist í ýmsar stúkur sem halda fundi einu sinni í viku eða hálfsmánaðarlega. Stúka Pálma heitir Mímir líkt og yngri sonur hans. Pálmi segist ekki beinlínis hafa látið son sinn heita í höfuðið á stúkunni en það sé ekki verra, enda gott nafn úr goðafræðinni. En fundir einu sinni í viku mega heita nokkuð stíf ástundum? „Mönnum er það í sjálfsvald sett, eru frjálsir og sæta engum fyrirskipun- um um eitt né neitt. Menn ráða fund- arsókn sinni en það er mjög hollt að sækja fundina eins og gefur að skilja, líkt og með nám almennt. Hollt er að halda sig að því sem maður er að fást við til að ná árangri." Til funda mæta frímúrarar klæddir kjólfötum, sem er að viti Pálma ákaf- lega skynsamlegt og jafnframt hent- ugt. „Jájá, ég get ímyndað mér að það virki eins og skólabúningar . Þú sérð ekki hvort þar fer leikari eða banka- stjóri, ráðamaður eða öskukarl. Allir jafnir í þeim skilningi. Þessi búningur kostar svipað og jakkaföt, áferðarfagur og þægilegur. Góð fjárfesting." Uppskera eins og menn sá Fundirnir taka um tvo tíma og svo snæða fundarmenn saman léttan málsverð að fundi loknum, hafa það huggulegt og spjalla saman. Og þeir allra duglegustu geta farið á milli funda, flakkað á milli stúka. „Mönnum er þetta nokk í sjálfsvald sett. Og þeir uppskera eins og þeir sá. Menn verða að stunda þetta til að ná árangri. Og þetta er stigskipt þannig að ekki er hægt að fara á hvaða fund sem er. Sambærilegt og nám. Þú sækir ekki tíma í Háskólanum þegar þú ert í framhaldsskóla. Menn ná ekki að til- einka sér þá heimspeki og þau viðhorf sem Frímúrarareglan kennir á einu kvöldi," segir Pálmi sem er áttunda stigs maður af ellefu sem eru innan ís- lensku reglunnar. Aðspurður hvort reglan hafi tekið breytingum í áranna rás segir hann svo ekki vera. „Þetta er ævaforn félags- skapur sem ekki breytist mikið. Ekki frekar en trú, réttlætiskennd eða innri maður. Þetta er ekki neitt til að breyta. Þetta snýst um að verða betri í dag en í gær." Að vita svarið fyrirfram í Frímúrarareglunni íslensku eru 3000 manns alls og Pálmi segist hafa gaman af að ræða um regluna við hina ýmsu menn. Þegar hann er tekinn á orðinu með það og reynt er að veiða upp úr honum hvað það eiginlega sé sem ekki má segja er komið að lokuð- um dyrum. „Það sem gerist á fundum, fund- arsiðir og annað slíkt, eru leynilegt og þú færð mig ekkert til að tala um það. Og fyrir því er ástæða; skiljanleg ástæða þegar maður þekkir til. Það er ekkert dularfullt en þetta er ákveðið heimspekilegt kerfi, nám. Og það þýð-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.