Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.2004, Síða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.2004, Síða 30
30 LAUGARDAGUR 10. JANÚAR 2004 Fókus DV Lögreglan er oft í leiksýnlngnni Árni Friðleifsson mót- orhjólalögga og kvikmyndaleikari um starfið, mótorhjólið, eftirlitsþjóðfélagið og Opinberun Hannesar „Ég er lögreglumaður en ekki leikari og er ekkert að setja mig í aðr- ar stellingar. Segi líka það hafi verið mótorhjólið sem slíkt sem var lánað í þessa kvikmynd, enda þó svo mér bregði þarna fyrir. Fjölbreytileiki, svo sem að leika í kvikmynd, er það sem öðru fremur einkennir starf lög- reglumannsins og kannski það sem gerir þennan starfsvettvang heili- andi,“ segir Árni Friðleifsson lög- reglumaður. Öfgakenndur veruleiki Kvikmyndin Opinberun Hannes- ar eftir Hrafn Gunnlaugsson var frumsýnd í Sjónvarpinu að kvöldi nýársdags og er nú á hvíta tjaldinu í Háskólabíói. Þar er gamansömu ljósi brugðið á eftirlits- og reglugerð- arþjóðfélagið, sem er fyrir sumum risavaxinn og sístækkandi frum- skógur. „Eins og veruleikinn er settur upp þarna í myndinni þá er hann ekki svona öfgakenndur, en vissu- lega á þetta sér nolckurn stað í raun- veruleikanum. Það er sífellt verið að auka allt eftirlit með borgurunum, sem í mörgum tilvikum er til bóta. Reglugerðirnar sem við fáum og verðum að starfa eftir er einnig mik- ið að fjölga; svo sem þær sem koma í krafti EES-samningsins. Hvað þær varðar finnst mér stundum gleymast að þær henta alls ekki inn í íslenskan veruleika og þjóðfélag," segir Árni. Hann bætir við að þetta reglu- gerðarflóð þýði að lögreglumenn þurfi að sérhæfa sig hver á sínu sviði til þess að kunna sæmileg skil á regluverki samfélagsins. Sé það mik- ilvægt svo hvert og eitt mál rati sína réttu leið í kerfinu. (nýjum hlutverkum Tökur á kvikmyndinni Opinber- un Hannesar fóru fram snemmsum- ars í fyrra. Árni segir að sér hafi þótt gaman að glíma við þetta verkefni. „Mér fannst líka gaman og lær- dómsríkt að vinna með Hrafni Gunnlaugssyni, sem er afar svip- sterkur persónuleiki og maður með miklar meiningar. Kvikmyndaleikur er alveg nýr heimur fyrir mér,“ segir Árni, sem einnig sést á mótorhjóli í Svínasúpunni sem er sýnd á Stöð 2. „Það koma alltaf öðru hvoru svona beiðnir um að lögreglan leggi kvikmyndatökum lið. Þær fara fyrir framkvæmdastjórnina hér - sem tekur afstöðu til þessa og hvort fallist sá á aðkomu embættisins að þeim. Hins vegar viljum við fylgja tækjun- um okkar, við setjum ekki verðmæt mótorhjól í hendurnar á utanað- komandi." Árni bætir við að í starfi lögreglu- mannsins komi upp ýmsar sér- kennilegar aðstæður. „Oft þurfa menn að geta brugðið sér í nýtt lilut- verk og taka þátt í heilu leiksýning- unum til þess að ná valdi á þeim veruleika sem blasir við. En líklega er það nú svo að í öllum störfum þurfum við að setja upp einhverja grímu eða bregða okkur í annað hlutverk en okkar daglega til að ná tökum á hlutunum." Höfum hetjuímynd Árni Friðleifsson er búinn að starfa tæp sextán ár innan Lögregl- unnar í Reykjavík. Var fyrsta kastið í almennu deildinni, en hefur frá 1991 verið f mótorhjólasveit umferðar- deildar. Er nú yfirmaður sveitarinn- ar, sem sextán manns skipa. „Mótorhjól eru afskaplega góð löggæslutæki. Hægt er til dæmis að komast áfram á hjólunum í umferð- aröngþveiti þegar allar leiðir eru bíl- um lokaðar. Stundum höfum við líka haldið að lögreglumenn á mót- orhjólum séu aktaðir öðruvísi en aðrir; það virðist fylgja þessu ein- hver hetjuímynd. Ekki þá síst á með- al krakkanna. Við þekkjum það lika neðan úr bæ að á góðviðrisdögum á sumrin finnst erlendum túristum mikið sport að láta taka af sér mynd- ir með okkur. Við erum því til í myndaalbúmum fólks vítt og breitt um heiminn," segirÁrni og brosir. Öll skilningarvit opin Við sitjum með Arna í kjallara lögreglustöðvarinnar við Hverfis- götu þar sem mótorhjóladeildin hef- ur bækistöðvar sínar. Hjólin eru fímm, öll af gerðinni Harley Davids- son og það elsta er þriggja ára, en flest yngri. „Það hefur oft verið sagt að mótorhjólin séu eitthvert áhættusamasta starfíð innan lög- reglunnar. Sjálfur tel ég það ekkert fjarri lagi. Á síðustu misserum hafa okkar menn lent í þremur óhöpp- um, þó svo ég hafi blessunarlega sloppið sjálfur," segirÁrni. Hann segir að grunnreglan fyrir lögreglumenn á mótórhjóli sé alltaf að stóla fyrst og síðast á sig sjálfan. Hafa öll skilningavit galopin og sjá helst alltaf næsta leik fram í tímann. Vera meðvitaður um hætturnar sem séu hvarvetna. „Fari menn eftir þessu er nokkrum áfanga náð. Ég segi líka að þetta geri menn líka að betri öku- mönnum svona almennt talað." Öll með mótorhjólapróf Árni á fjögur alsystkin og eru þau öll með mótorhjólapróf; en þeirra á meðal er Siv Friðleifdóttir umhverf- isráðherra. „Ég tók prófið fyrstur - en síðan komu systkini mín í kjölfar- ið. Við fjögur höfum aldrei farið öll saman út að hjóla, en stundum tvö eða þrjú. En vonandi gefst tækifæri til þess einhverntímann," segir Árni Friðleifsson. Maðurinn á mótorhjól- inu, löggan í kvikmyndinni, leikar- inn í lífinu og riddari götunnar. sigbogi@dv.is „Segi líka það hafi verið mótorhjólið sem slíkt sem var lánað í þessa kvikmynd, enda þó svo mér bregði þarna fyrir. Fjölbreyti- teiki, svo sem að leika í kvikmynd, er það sem öðru fremur ein- kennir starf lögreglu- mannsins og kannski það sem gerir þenn- an starfsvettvang heiUandi."

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.