Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.2004, Síða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.2004, Síða 36
36 LAUGARDAGUR 10. JANÚAR 2004 Sport DV Fjögur efstu lið Intersport-deildarinnar í körfubolta eru komin í undanúrslit bikarkeppni KKÍ og Lýsingar og stefnir því í ein sterkustu undan- úrslit keppninnar frá upphafi. Grindavík (1. sæti), Njarðvík (2.), Snæfell (3.) og Keflavík (4.) verða í pottinum í karlaflokki þegar dregið verður í undanúrslitin á mánu- daginn. Sakna Shaq og Karí Malone LA Lakers hefur nú tapað fjórum leikjum í röð __jí NBA-deildinni í körfubolta og sex af sjö síðan Karl Malone meiddist. Hvorki Malon (hné) eða Shaquille O'Neal (kálfi) hafa verið með í síðustu þremur leikjum sem hafa tapast á „sannfærandi" hátt. „Þið þekkið mig,“ sagði þjálfarinn Phil Jackson og beindi orðum sínum itil þess fjölda blaðamanna sem stóð fyrir framan hann. „Ég held að þetta sé bara .jjott fyrir liðið og hjálþi okkur að ná upp góðri einbeitingu á ný. Við vorum kannski of öruggir eftir þessa frábæru byrjun," sagði Jackson en Lakers vann 18 af fyrsta 21 leik sínum en hefur síðan tapað 8 af 11. Gordan Strachan, stjóri Southampton, ætlar ekki að framlengja samning sinn Þarf á hvfld að halda Gordon Strachan, hinn litíki knattspyrnustjóri Southampton, mun ekki framlengja samning sinn við félagið þegar hann rennur út í vor, samkvæmt fréttum frá Englandi. Enska blaðið The Daily Express heldur því fram að Strachan ætli að taka sér eins árs ffí til að hlaða batteríin að nýju. Ekki er talið að ástæðan sé sú að Strachan hafi sinnast við Rupert Lowe, stjórnarformann Sout- hampton, heldur eingöngu sú að hann þarf á hvíldinni að halda. Strachan, sem hefur gert frábæra hluti hjá Southampton síðan hann tók við liðinu fyrir rúmum tveimur árum, hefur þráfaldlega verið orðað- ur við knattspyrnustjórastöðuna hjá Leeds, auk þess sem forráðamenn Tottenham hafa haft augastað á rauðhærða Skotanum. Beðinn að hugsa málið Strachan kom Southampton í bikarúrslitin á síðasta tímabili og hefur náð að byggja upp sterkt lið hjá félaginu. Heimildir herma að Strachan hafi tilkynnt Lowe þessa ákvörðun sína fyrir jól en Lowe hafi beðið hann að hugsa þetta fram yfir áramót. Strachan gerði það og ætl- ar sér ekki að halda áfram. Þetta verður mikið áfall fyrir Southampton sem hefur tekið stórstígum framförum undir stjórn Strachans. Hann tók við liðinu sex vikum eftir að hann var rekinn frá Coventry og fann sig strax vel hjá félaginu. Litríkur stjóri Strachan hefur verið einn litríkasti knattspyrnustjórinn í deildinni og hafa ummæli hans eftir leiki oft verið óborganleg. Hann hefur sterkar skoðanir en skýtur sér aldrei undan ábyrgð og hefur fyrir vikið aflað sér virðingar og vinsælda enskra fjölmiðla- manna. Það verður svo sannarlega sjónarsviptir að honum úr stjórastóli Southampton, bæði fyrir fjölmiðla og stuðningsmenn Southampton. oskar@dv.is ekki best Það var mikil spenna í Madison Square Garden í New York í fyrrinótt þegar „nýtt og endurbætt" lið borgarinnar spilaði sinn fyrsta heimaleik eftir breytingarnar sem færðu liðinu meðal annars einn besta leikstjórnanda deildarinnar, Stephon Marbury, sem og Penny Hardaway sem gerði garðinn frægan á árum áður við hlið Shaquille O'Neal hjá Orlando Magic. í ofanálag var Jeff Van Gundy mættur í heimsókn með sína menn f Houston og Patrick Ewing sem aðstoðarmenn en Van Gundy þjálfaði New York á árunum 1995 til 2001 og Ewing var helsta stjarna liðsins á síðustu tveimur áratugum. Leikurinn var hins vegar martöð fyrir Knicks. Stephon Marbury var manna ánægðastur með að vera skipt til New York, sinnar heimaborgar. Byrjun hans með liðinu hefur þó ekki verið upp á marga fiska, tvö töp og aðeins 14 stig samtals í þessum tveimur leikjum, en Marbury hefur skorað yfir 20 stig að meðaltali í leik á ferlinum. „Ég gat ekki ímyndað mér að þetta yrði svona slæmt. Við megum samt ekki dvelja of lengi við þessa leiki því ég er sannfærður um að liðsmórallinn og stuðningurinn gerbreytist þegar við vinnum fyrsta leikinn saman," sagði Marbury eftir leikinn en hann misnotaði 9 af 12 skotum sínum og skoraði aðeins sex stig í leiknum, sem Houston vann með 32 stigum á útivelli, 79-111. Houston komst í 23-2 í upphafi leiks og þá fóru áhorfendur Knicks að snúast gegn sínu liði sem þarna tapaði fjórða leiknum í röð og situr nú í fimmta sæti „lélegasta" riðils deildarinnar, Adantshafsriðilsins, en aðeins eitt lið í riðlunum hefur náð að vinna helming leikja sinna, nágrannaliði frá New Jersey. „Skelfing, hreinasta hörmung. Við lékum eins og ókunnungir í vörn og sókn,“ lét Don Chaney, þjálfari New York, hafa eftir sér eftir leikinn en hann þurfti að filusta á áhorfendur kalla „Rekum Chaney", nánasf allan tímann. „Þetta voru góð og réttmæt köll því við vorum skelfilega lélegir, “ bætti Chaney við en sérfræðingar deildarinnar telja flestir að dagar hans séu nánast taldir og líklegt sé að Isiah Thomas haldi áfram að hrista upp í liðinu, taki jafnvel sjálfur við stjórninni niðri á gólfinu, en Thomas hefur verið iðinn við kolann fyrstu mánuði sína sem formaður Knicks. Eitt er víst: Ædi New York-liðið sér inn í úrslitakeppnina þarf það að fara að vinna leiki - og það hið fyrsta. ooj@dv.is **c v j; íÆ •jöl 'f' '. %• 'T’: Jj , /■ K. I Byrjunarliðið á bekknum Byrjunarlið New York Knick sést hér samankomið á bekknum þegar leikurirm gegn Houston var tapaður. Marbury er annar frá hægri á myndinni. Reuters

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.