Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.2004, Síða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.2004, Síða 37
DV Sport LAUGARDAGUR 10. JANÚAR 2004 37 Hæstu stykir frá upphafi Ellert B. Schram. forseti ISÍ~ með þá Stefán Konráðsson, framkvæmdastjóra sambands- ins, á hægri höndog Lárus Blóndal, formann Afrekssjóðs ÍSÍ, á vinstri hönd- tilkynnti igær um afreksstyrki til sérsambanda og iþróttomanna fyrir árið 2004. DV-mynd Hari ICE íþrótta- og ólympíusamband íslands tilkynnti í gær hverjir hljóta styrk úr Afrekssjóði sambandsins fyrir árið 2004. Samtals var úthlutað 71 milljón króna til sérsambanda og íþróttamanna og hefur styrkurinn aldrei verið hærri en i ár. 71 ástæöa til atreka N KI fþrótta- og ólympíusamband íslands var í jólaskapi í gær þegar sambandið úthlutaði 71 milljón króna í afreksstyrki frá Afrekssjóði sambandsins, Ólympíufjölskyldunni og Styrktarsjóði ungra og framúrskarandi efnilegra íþróttamanna. Þetta er stærsta upphæð sem ÍSÍ hefur úthlutað í styrki til afreksstarfs frá upphafi. Það var völlur á Ellerti B. Schram, forseta íþrótta- og ólympíu- sambands íslands, þegar hann tilkynnti blaðamönnum um styrkveitingar til sérsambanda fyrir árið 2004 úr Afrekssjóði ÍSÍ, Ólympíufjölskyldunni og Styrktar- sjóði ungra og framúrskarandi efnilegra íþróttamanna. Styrk- upphæðin, sem rennur til 71 einstaklings og 25 landsliðs- MILLJÓNAFÓLKIÐ Eftirtaldir einstaklingar hlutu afreksstyrk sem nemur meira en milljón fyrir árið 2004: Bjarni Skúlason, júdó 1.440.000 Jón Arnar Magnúss., frjáls. 1.440.000 Rúnar Alexanderss., fiml. 1.440.000 Vala Flosadóttir, frjáls. 1.440.000 Þórey Edda Ellsd., frjáls. 1.440.000 Örn Arnarson, sund 1.440.000 Sara Jónsdóttir, badm. 1,375.000* *Sara er sérstaklega styrkt af Alþjóða badmintonsambandinu. verkefna, nemur 71 milljón króna og hefur aldrei verið hærri heldur en nú. Ellert sagði að það væri gleðiefni fyrir sambandið að geta stutt við bakið á afreksíþróttafólki með þessum rausnarlega hætti. Ellert sagði að Afrekssjóðurinn legði til 52,5 milljónir, Ólympíufjölskyldan, sem samanstæði af fimm stórfyrirtækjum, legði til 5,7 milljónir og Styrktarsjóður ungra og efnilegra íþróttamanna legði til 11,6 milljónir. 400 umsóknir „Okkur bárust umsóknir upp á 400 milljónir og það segir okkur að þörfin fyrir styrki sem þessa er alltaf að aukast." Ellert sagði jafnframt að stafastyrkirnir svokölluðu, A-, B- og C-, hefðu hækkað frá fyrra ári. „Framkvæmdastjórn ÍSÍ sam- þykkti á fundi sínum í gær að hækka styrki til einstaklinga. Þeir sem hljóta A-styrk fá nú 160 þúsund á mánuði f stað 120 þúsunda áður, þeir sem eru á B-styrk fá 80 þúsund í stað 60 áður og þeir sem fá C-styrk verða með 40 þúsund á mánuði í stað 30 áður,“ sagði Ellert í gær. Sex fá A-styrk Sex íþróttamenn fengu A-styrk, sem er hæsti styrkurinn sem hægt er að fá. Það eru stangarstökkvararnir Vala Flosadóttir og Þórey Edda Elísdóttir, tugþrautarkappinn Jón Arnar Magnússon, júdómaðurinn Bjarni Skúlason, fimleikakappinn Rúnar Alexandersson og sundgarpurinn örn Arnarson. Lárus Blöndal, formaður Afrekssjóðs ÍSÍ, sagði á blaðamannaundinum að sjóðurinn hefði mikla trú á þessum sex einstaklingum sem hlotið hefðu A- styrk. „Við bindum miklar vonir við þessa sex eintaklinga enda hafa þau öll náð framúrskarandi árangri. Við vonum að þessi styrkur verði þeim frekari hvatning til dáða og geri þeim kleift að undirbúa sig enn betur fyrir ólympíuleikana," sagði Lárus. 20 milljónir til HSÍ Handknattleikssamband fslands er stærsti einstaki styrkþeginn en sambandið fékk 20 milljónir króna fyrir A-landslið karla sem tekur þátt í EM í Slóveníu í þessum mánuði og „Við bindum miklar vonir við þessa sex eintaklinga enda hafa þau öll náð framúr- skarandi árangri. Við vonum að þessi styrk- ur verði þeim frekari hvatning til dáða og geri þeim kleift að undirbúa sig enn betur fyrir óíympíu- leikana." síðan ólympíuleikunum í Aþenu í ágúst. HSÍ fékk þrettán milljónir frá Affekssjóði ÍSÍ en sjö milljónir frá Ólympíusamhjálpinni. Þetta er í annað sinn sem HSÍ fær þessa upphæð frá Ólympíusamhjálpinni og sagði Stefán Konráðsson, framkvæmdastjóri íþrótta- og ólympíusambands íslands, að það væri mjög sjaldgæft að sérsambönd fengju þennan styrk tvívegis en á sama tíma væri það afskaplega gleðilegt. oskar@dv.is STYRKIRTIL SAMBANDA Iþrótta- og ólympiusamband íslands úthlutaði gær 71 milljón í afreksstyrki til sérsambanda innan hreyfingarinnar. Styrkirnir koma úr Afrekssjóði fS(, Ólympíufjölskyldu ÍSÍ og Styrktarsjóði ungra og framúrskarandi efnilegra íþróttamanna. HSl 20.500.000 FRl 8.550.000 ssl 7.726.000 KSl 5.000.000 KKf 4.300.000 SKl 4.140.000 BSl 3.513.000 FSl 3.080.000 JSf 2.700.000 GSl 1.700.000 DSf 1.500.000 TKl 1.390.000 BTÍ 1.190.000 (F 1.000.000 TSÍ 770.000 ISS 600.000 BLl 540.000 S(L 470.000 KLÍ 440.000 STl 440.000 Skylminganefnd 300.000 Skvass 100.000

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.