Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.2004, Side 43

Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.2004, Side 43
DV Fókus LAUGARDAGUR 10. JANÚAR 2004 43 í fyrsta sinn saman i6ný R ósa Ingimarsdóttir og Gauthier ert opna listasýningu í Nýlistasafninu i dag. Þetta er i fyrsta skipti sem hstamenmrnir sina verk smi samtimis og sklptaþau sýningarýminu bróðurlega á milli sin. Miklar andstæður eru i verkum þeirra eins og fólk mun sjá efþað'leggur leið sina i Nýlistasafnið. Bandarísk stjnrnmál eru ein stór Ivgi Listakonan Guðný Rósa Ingi- marsdóttir mun kl. 16 í dag opna sýningu á verkum sínum ásamt Gauthier Hubert í Nýlistasafninu. Guðný Rósa og Gauthier eru bæði búsett og starfandi í Brussel en eru komin hingað til lands til þess að halda eina af sínum stærstu sýn- ingum til þessa. Þetta er fýrsta sýn- ing Gauthiers hér á landi en Guðný Rósa hefur áður sýnt verk sín á ís- landi, m.a. í Gallerí Hlemmi. „Þetta eru tveir ólíkir listamenn sem fást við ólík viðfangefni," segir Gauthier. „Guðný er mikið að vinna með eigin tilfinningar og minningar sín- ar t.d. um ísland eins og þekkti það áður. Hún fjallar um hluti sem hún man og vill ekki muna á meðan ég er að fást við allt aðra hluti að þessu sinni. Ég segi ákveðna sögu með verkum mínum sem þó eru hvert og eitt sjálfstæð heild. Það má í raun segja að mín verk séu póli- tísk ádeila og ákveðin kaldhæðni einkennir verkin. Þetta lýsir mín- urn persónulegu skoðunum á bandarískum stjórnmálum og meðal annars fjalla ég um þrjú ríki sem reyna að sameina sig í eitt. Verkið er í raun ein stór lygi,“ segir Gauthier sem mun einnig sýna verk eftir sjálfan sig sem hann hef- ur unnið hér á landi og verða ein- göngu sýnd á íslandi. „Þarna verður meðal annars mynd af þremur svörtum mönnum sem eru að baða sig í Bláa lóninu en það er byggt á póstkorti sem ég sá þegar ég kom fyrst til Islands og sýndi þrjár ungar og ljóshærðar konur í Lóninu.“ Opnun sýningarinnar verður í dag kl. 16 í Nýlistasafninu en sýn- ingin verður opin fram í miðjan febrúar. Verkin sem þar getur að líta eru einstaklega fjölbreytt, ljós- myndir, myndskeið, málverk og allt yfir í tónlistarbrot. Á morgun hefur síðan verið efnt til paliborðsumræðna sem eru opn- ar öllum sem áhuga hafa. Cel Cra- beels, myndlistarmaður frá Belgíu, Edith Doove og Eva Wittocx sýning- arstjórar frá Belgíu munu taka þátt í umræðunum ásamt fuíltrúum ís- lands sem verða Halldór Björn Runólfsson, Hlynur Hallsson, Ólaf- ur Elíasson og Þóra Þórsdóttir. Þar verður fjallað um ýmis málefni, m.a. stofnun allsherjar vefsvæðis fyrir íslenska myndlistarmenn sem Belgarnir furða sig á að ekki sé til. Vandasamt val nútímakonunnar • Hljómar leika á Kringlu- kránni frá klukkan 23. • Hljómsveitin Karma spilar á Players. ■fr - • Snillingarnir Gullfoss & Geysir sjá um stuðið í Leikhús- kjaílaranum. • Strákarnir í Buff leika og skemmta á Gauknumí kvöld. • Plötusnúðarnir Stebbi Steph og Maggi legó úr Gus Gus stjórna málurn á Kapital. • Rokksveitirnar Miðnes og Lokbrá spila á Grand Rokk. • Brimkló spilar á Nasa. • Dj Kári er við stjórnvölinn á Vegamótum. • Jón Gnarr opnar myndlistarsýningu sína í Frfldrkjunni klukkan 14. • Þrjár sýningar eru opnaðar í Listasafiú ASÍ klukkan 14. Þær eru „Kyrralífsmyndir frá plast- öld“ sem Rósa Gísladóttir setur upp, Margrét M. Norðdahl er með sýninguna „Annarra manna Staðaldur" og sýning á nokkrum portrettmyndum úr gifsi eftir Kristin Pétursson. • Myndlistar- maðurinn Snorri Ásmundsson opn- ar málverkasýn- ingu á Sólon klukkan 17. • Hafsteinn Michael opnar sjö- undu einkasýningu sína á Næstabar klukkan 17. • Sýning á nýjum verkum eftir Jón Sæmund Auðarson og Særúnu Stefáns- dóttur verður opn- uð í Safiii, Lauga- vegi 37, klukkan 17. Verkin eru sérstaklega unnin fyrir sýningarrýmið. „Sést eitthvað?" spurði Dr. Gunni í kvikmyndaumfjöllun sinni um Kaldaljós í hinum ágæta útvarps- þætti Skonrokk um daginn. Hann ætti að bregða sér á In the Cut, því þar sést alveg fullt. Það kemur á óvart að hin hingað til sakleysislega Meg Ryan skuli fara með aðalhlut- verkið í einni fyrstu Hollywood myndinni til að sýna munnmök í ná- vígi, þó þau atriði séu reyndar ein- ungis í evrópskri útgáfu myndarinn- ar. Það skal þó tekið fram að Megan er ekki í því tiltekna atriði, en við fáum hins vegar að sjá hana fitla við sig og sem munnmakaþiggjanda aft- anfrá. Þeir sem horfðu á When Harry Met Sally og fannst vanta öll grófu kynlífsatriðin ættu loksins að fá eitt- hvað fyrir sinn snúð. Það skal þó tek- ið fram að Billy Crystal kemur hvergi nálægt. Mögulega gengur Meg það til að gera endanlega útaf við krúsídúlluímyndina, sem hefur fleytt henni áfram í hverri rómantísku gamanmyndinni á fætur annarri, en hún er orðin langþreytt á. Hún lék geðsjúkling í Restoration, áfengis- sjúkling f When a Man Loves a Wom- an og harðskeyttan hermann (ræksj) í Courage Under Fire, en komst þó ekki hjá því að vera krútt í þeim öll- um. Mögulega er það þess vegna sem hún hefur tekið sér á hendur hlutverk kynóðrar kennslukonu í « ' m '|É Leikstjóri: Jane Champion Handrit: Jane Champion eftir sögu Susanna Moore Sýnd í Sambíóunum og Háskólabíó karlaleit, mögulega vegna þess að hún er orðinn 42 ára gömul og telur þetta vera síðasti séns til að sýna allt áður en það verður of seint, ef til vill það sama og Madonna var að hugsa þegar hún gaf út Sex bókina. Leikstjórinn Jane Campion held- ur hér áfram að rannsaka sálarlíf og kynferði kvenna, eins og hún hefur gert í The Piano (skosk og mállaus kona fer til Nýja-Sjálands, er föst í ástíausu hjónabandi, spilar á píanó, sefur hjá Harvey Keitel), Holy Smoke (áströlsk kona fer til Indlands, verður heilluð af gúrúinum sínum, gengur í sértrúarsöfnuð, sefur hjá Harvey Keitel) og Portrait of a Lady (amerísk kona fer til Evrópu, gengur í ástlaust hjónaband með John Malkovich, en ákveður loks að hún sé ástfangin af einhverjum Martin Donovan sem liggur á dánarbeði, Harvey Keitel fjarri góðu gamni). In the Cut Meg Ryan sýnir heldur betur á sér nýja hlið i ágætri kvikmynd. Áhorfandinn er kannski litlu nær um sálarlíf kvenna (nema að þær virðast girnast Harvey Keitel), en kvikmyndir Campion eru alltaf þess virði að horft sé á þær. Og In the Cut er engin undantekning. Meg Ryan þarf að velja á milli þriggja rnanna. Einn þeirra er læknanemi sem er hugfanginn af henni og góður við hundinn sinn, en lítið karlmenni eins og gerist og gengur um góðhjartaða menn, enda kemur á daginn að mamma hans klæddi hann í stelpuföt þegar hann var lítill. Annar er hinn reffilegi Mark Ruffalo, sem er harðskeytt lögga með tattú og mottu, kann að gefa jafnt sem þiggja þegar kemur að munnmökum, og hefur þar að auki aðgang að handjárnum sem eru til ýmissa hluta brúkleg. Þriðji kosturinn er svo yngri maðurinn, hinn vöðvastælti nem- andi hennar Sharrieff Pugh. Mögu- lega á hver þessara manna að representera þær þrjár manngerðir sem nútímakonan þarf að velja á milli. En sá hængur er á að einn þeirra er lfldega fjöldamorðingi sem hefur drepið flestar nágrannakon- urnar í hverfinu, og þá vandast valið Kynlífið í myndunum er sjaldn- ast fallegt og þeim mun síður strippararnir á neðri hæðinni. Ástin kemur hér hvergi nærri, þetta er fremur eins og þörf sem enginn get- ur ráðið við og gerir alla óham- ingjusama. Stundum virðist sem Campion eigi erfitt með að sameina hina ýmsu þræði sögunnar, erótík- ina, morðin, áhuga aðalpersónunn- ar á ljóðagerð, en f heildina litið gengur þetta þó upp, og tekst að koma manni á óvart fram á lokamínútu. Sérstaklega var gaman að sjá að riddarinn á hvíta hestin- um kemur ekki til bjargar, heldur liggur handjárnaður við niður- rennslið heima í eldhúsi, og loka- skot myndarinnar er frábært. Áhugaverð tilbreyting frá karlaveldi kvikmyndanna. Þess má svo til gamans geta að Hilmar örn Hilm- arsson allsherjargoði samdi tónlist myndarinnar. valur@dv.is • Klukkan 17 verða tvær nýjar sýningar opnaðar í Gallerf Skugga, Hverfisgötu 39. Sólveig Bima Stefánsdóttir sýnir 9 mál- verk undir yfirskriftinni „Reiðtúr á nykri“ og HuldaVUhjálmsdótt-^, ir, Húdda, sýnir málverk, skúlp- túr og innsetningu. • íris Linda Ámadóttir opnar sýningu á Póstbamum í Póst- hússtræti klukkan 17. • RósaSig- rún Jónsdóttir opnar sýningu í Gallerí Hlemmi. Verk hennar heitir „Um fegurðina" og sam- anstendur af 10 þúsund saman- saumuðum eyrnapinnum og vídeói. • Þýski myndlistarmaðurinn Ingo Fröhlich opnar sýningu í Gailerí Kling og Bang, Laugavegi 23 klukkan 18.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.