Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.2004, Blaðsíða 45

Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.2004, Blaðsíða 45
DV Fókus LAUGARDAGUR 10. JANÚAR 2004 45 Meistarinn ng Mnrgrét Djöfullinn sjálfur Hermódur og Hádvör: Meistarinn og Margrét eftir Mik Suður í Hafnarflrði hefur Hilmar Jónsson rekið leikflokk í nær tíu ár sem upphaflega hét Hermóður og Háðvör en er þekktari sem Hafnar- fjarðarleikhúsið. Flokkurinn var í upphafl íjölmennari: hópur leikara; Leikhús Gunnar Helgason, Björk Jakobsdótt- ir og Erling Jóhannesson voru lengst af kjarninn í þessum hóp, ásamt Finni Arnarsyni myndlistarmanni. Gunnar, Björk og Finnur eru horfln úr hópnum: Björk fór með Selfófón til Reykjavíkur og er það annað dæmið á síðustu mánuðum um hve leikhúsum helst illa á rétti sínum; hitt er Rómeó og Júlía Vesturports sem fór mikla för til London án þess að minnst væri á framlag Leikfélags Reykjavíkur og íslenska dansflokks- ins til þeirrar sviðsetningar. Hafnarfjarðarleikhús er rekið á styrk frá ríki og bæ og hefur nýlega framlengt samning sinn við styrktar- aðila og jafnframt fengið nýtt hús- næði, en til þessa hefur kompaníið verið til húsa í gömlu frystihúsi við höfnina þar suður frá, löngum sal en lágum undir loft. Húsnæðið kom upphaflega til í neyð og hefur sett svip á allar sviðsetningar þar. Guði sé lof að leikstarfsemi verður þar hætt eftir ganginn á Meistaranum og Margréti sem Hafnarfjarðarleik- húsið frumsýndi í fyrrakvöld við góðar undirtektir vina og vanda- manna. Þeir gjafmildu Hafnarfjarðarleikhúsið er „sweatshop". Þar vinna allir undir viðurkenndum töxtum, þar færast menn hið ómögulega í fang og kom- ast oft upp með það - næstum. Leikhópar eins og þessi þrífast á hinum gjafmildu, vilja listamanna til að tjá sig og þroska með von um að eðlilega launuð verkefni komi í kjölfarið. Þannig bjó hópurinn til leikstjóra úr Hilmari, fleiri lista- menn hafa þarna sýnt hvað í þeim býr sem annars hefði ekki sést. Fjár- magnið sem hópurinn fær og aflar dugar til að koma einni sviðsetn- ingu í gang, rest er kláruð á fórnfýsi og stolnum tíma. Á sömu forsendum getur Hilmar kallað til áhugamenn til ýmissa starfa: frumsýning með fjölda bún- inga, níu fullburða leikurum, ótal gervum, leikmynd í sérhönnuðu rými, sjö manna statistahóp, tón- skáldi, ljósahönnuði og dansahöf- undi, að ógleymdri lúðrasveit, er af stærðargráðu sem stærri leikhús hika við. En þau þurfa líka að borga allt eftir töxtum. Hvað ríki og bær komast lengi upp með að standa svona að at- vinnurekstri er spurning. Á frum- sýningu voru þau sperrt Hafnfirð- ingarnir, ráðherrann og bæjarstjór- inn. Myndu þau láta sjá sig á öðrum vinnustað sem byggi við þannig rekstrarskilyrði nema til þess að loka honum? En það má alltaf monta sig af menningunni. Flókin fantasía Þetta er stórsýning og metnað- arfull tilraun til að koma flókinni og stórkostlegri sögu á svið. Og það skal ekki skafið af hópnum að vinnan skilar árangri: sýningin er skemmtileg, litrík, fjölbreytileg, full af glæsilegum og skínandi hug- myndum. Hér verður ekki dvalið við hvernig leikgerðin er í sam- ræmi við prentaða þýðingu sem nú liggur fyrir í þriðju útgáfu á ís- lensku. Sagan er mörgum kær en samtvinnuð er hún ævi skáldsins og þeim tíma sem skóp hana, án þeirra tengsla sem eru fáum kunn og gleymast, verður hún einungis skemmtileg fantasía, full af skringi- legum persónum, skopi, æsingi og drama. Sýningin er sett í aflangt rými sem torveldar, einkum í síðasta hluta, nánara samband áhorfenda og leikenda, en það er lengst af not- að af dirfskufullu hugviti og vel lýst. Hér má sjá eitt besta dæmi um sjón- varpsgeisla sem áhrifavald og ljós- gjafa sem sést hefur á sviði. Rými og birta eru meistaralega löguð að framgangi verksins og einföld en snjöll leikmynd vel nýtt. Fríður flokkur Tuttugu og sjö tilgreind hlutverk leikin af níu leikurum! I fyrri hluta verksins fær hópurinn að njóta sín til fulls í trúðslegum tflburðum, grá- um glettum og glefsum úr persón- um. Þar er margt frábærlega vel gert og jafn straumur í öllum gáttum. í síðari hluta, þegar lyktir eru £ nánd, er sýningin borin af færri kröftum og þá sést hvað hópurinn er misþroska. Sá sári og dramatíski tónn sem sleg- inn er verður á stöku stað tómur. Reyndar má segja að það vanti ein- hverja snerpu og skýrleika í seinni partinn allan. Hér verður að tala í þrenningum: Margrét, Elma og Sólveig njóta sín langbest framan af í örlitlum bútum, þær eru fjölhæfar og hressandi. Margrét ein situr svo eftir með stór- an part sem hún höndlar vel framan af en verður undir lok nokkuð kunn- ugleg í brögðum sínum. Strákarnir: Jón Páll, Hjálmar og Páll eru í sama mund órjúfanlegur partur í fínum fyrri hluta og gefa ekkert eftir. Páll og Jón að vaxa enn og Hjálmar kominn aftur á svið í fínu formi. Það rifjaðist upp hvað það var gaman að sjá hann á sviði í fyrsta sinn - hann er flinkur leikari og verður vonandi í vinnu á sviði áfram. Jesús, Kölski og Matteus Kristján Franklín hefur lengstan feril að baki sér í hópnum. Og það sést langar leiðir að hann hefur á ferli sínum tekist á við margan ódáminn: Djöfullinn hans er fágað- ur andi, glæsilegur og vel gefinn skratti. Þetta er fínlega balanseraður performans, frekar á lágu tónunum, og minnir mann á hvaða kraftur Kristján er, fái hann rúm til að leika. Egill Heiðar fær það erfiða hlut- skipti að vera góði maðurinn í hild- arleiknum og sleppur frá því. Hann skortir reynslu og kraft til að skila Jesú en sem Meistarinn veldur hann betur spilum sínum. Erling fer með stór hlutverk Besdomni og Matteus- ar. Þau eru bæði fuU örvæntingar og heimta ólíka aðferð í beitingu radd- ar og líkama, en verða of keimlík og túlkun á tímum hol. Hér bregst leik- hail Bulgakov. Leikendur: Erling Jóhannesson, Egill Heiðar Anton Pálsson, Mar- grét Vilhjalmsdóttir, Jón Páll Eyj- ólfsson, Hjálmar Hjalmarsson, Kristján Franklín Magnús, Elma Lísa Gunnarsdóttir, Sólveig Guð- mundsdóttir, Páll S. Pálsson. Leikstjóri: Hilmar Jónsson. Leik- mynd: Börkur Jónsson. Búningar: Þórunn María Jónsdóttir. Ljós: Egill Ingibergsson.Myndbönd: Gideon Kiers. Gervi: Ásta Haf- þórsdóttir. Dansar: Ólöf Ingólfs- dóttir. Tónlist: Margrét Örnólfs- dóttir. Frumsýning 7.janúar 2004. stjórinn sínum tryggasta samstarfs- manni en líklega er sambúð þeirra orðin of löng. Óþarfa smælingjasamúð Það er sem sagt vel þess virði að fara í Fjörðinn og sjá þetta spektakel. Það hefur lengi verið dálítil smæl- ingjasamúð í umfjöllun um þennan leikflokk. Hann verður að rísa yfir það. Skoðum síðast framlag fjögurra kvenna sem búa sýningunni hljóm, húð, föt og hreyfingu: Þórunni fyrst. Búningarnir hennar em æði, skondnir og sumir smart á sinn hátt, litabygging glæsileg og saumaskap- urinn hefur verið óheyrilegur. Ásta hefur gert maska í nokkrum sýning- um Hilmars og er listamaður á sínu sviði. Magga örnólfs er farin að semja lúðrasveitarmúsik! Tónlist sem setti yndislegan svip á sýning- una og gaf henni hafnfirskt útlit með fínum keim frá evrópskum blæstri á fjórða áratugnum. Þá er ónefhd Ólöf sem leiðir alfa í hreyfingu með mikl- um ágætum og skemmtilegri tilvís- un í Meyerhold. Allan hópinn leiðir Hilmar að niðurstöðu sem er vel viðunandi: stóran og stílfærðan ópus sem er trúr verkinu og sýnir röggsama og á köflum snjalla leikstjórn. Það er ekki ónýtt að eiga góðar konur að - eins og Meistarinn mátti reyna af henni Margréti sinni í leikn- um fræga af þeim hjúum í Hafnar- firði. Páll Baldvin Baldvinsson Stjörnuspá Sverrir Guðjónsson söngvari er 54 ára f dag. „Maðurinn finnur ef- laust fyrir þægilegri en stöðugri jarð- tengingu sem eflist hvern dag héreftirárið fram undan og innri ró sem ýtir undir friðinn sem býr í hjarta hans," segir í stjörnu- spá hans. Sverrir Guðjónsson VY Vatnsberinn tio.jnn.-i8. mk.) vv ---------------------------------- Ekki gefa fólkið sem þú elskar upp á bátinn þótt þú finnir ekki fyrir því jafnvægi sem eflir þig. Hlustaðu vel á lífsins hljómkviðu og reyndu að bera kennsl á það sem er gefandi. H F\SkmÍr (19. febr.-20.irws) Framkvæmdu án erfiða.Taktu ákvörðun innra með þér um að hætta að veita viðnám. Leyfðu hlutunum að vera eins og þeir eru en þegar þú opnar huga þinn fýrir öðrum sjónarmiðum og ert ekki bundin/n neinu lifna þrár þínar vissulega við. Hrúturinn (21.mrs-19.opm) Skilningur býr í hjarta þínu og > hann segir þér að þú ert fær um að fá það sem hugur þinn stendur til. Ekki leyfa þér að ímynda þér annað. Með því að efla eigið sjálfstraust er fólk fætt undir stjörnu hrútsins fært um að framkvæma aðeins með því að bera óskirnar fram. T Ö NaUtÍð (20. april-20. mai) n Gættu þess að vinna ekki of mikið, skemmta þér ekki um of eða gera of mikið úr hlutunum sem þú upp- lifir. Staða sólar segir þig þurfa að berj- ast fýrir rétti þínum en niðurstaðan verður þér vissulega hagstæð. Tviburarnirei.mil/-21.i1in/) Endanleg ákvörðun þín sem tengist febrúarmánuði 2004 kemur sér vel fyrir þig. Líttu fram hjá göllum ann-, arra, viljir þú öðlast sanna hamingju [ framtíðinni. Helgin færirfólki í merki tvíbura jákvæðar fréttir sem vekja það til umhugsunar. (22.júní-22.júli) ---------------------------------- Þér er ráðlagt að forðast að vera of góð/ur með þig og einblína á þinn innri styrk til hjálpar þeim sem þarfnast aðstoðar. Velgengni þín felst í að veita öðrum hjálp þína. Ljónið (23.júli-22. úgúst) Þú virðist hafa auga fyrir af- gerandi smáatriðum og ættir að huga betur að því sem hvílir á herðum ein- ,^ hvers sem tengist þér tilfinningalega (félagi eða fjölskyldumeðlimur). Meyjan (23. ágúst-22. sept.) Reyndu að draga úr bardaga- fýsn þinni og stefndu hægt en stað- fastlega að markinu sem þú hefur ávallt stefnt að. Skynsemi er einkunnarorð meyju fyrri hluta árs 2004. o Vogin (23.sept.-23.okt.) Þú státar án efa af afburða- hæfileikum þegar mannleg samskipti eru annars vegar og koma þeir sér vel fyrir þig næstu daga og vikur (helgin fram undan). Um þessar mundir ert þú^_» minnt/ur á að þótt þú standir betur að vígi er ekki þar með sagt að þú þurfir að færa þér það í nyt. ni Sporðdrekinn (24.0U.-21.1t&>j Ef þú kýst að draga þig burt frá aðstæðum, skaltu ekki hika við það. Þér er ráðlagt að hugsa þig vel um áður en þú klárar málið sem tengist þér á einhvern máta. Þú ert mikið að velta ^ þér upp úr umræddri líðan/máli sem er í raun ekki þitt áhyggjuefni. / Bogmaðurinn (22n0v.-21.desj Næstu dagar verða rólegir og þú nærð að hvíla þig milli þess sem þú tekst á við þitt innra jafnvægi sem er ágætt um þessar mundir. Minntu þig á hvaða áherslur skipta þig mestu máli og einbeittu þér að því sem er gefandi og jákvætt. Steingeitin 122.de.-19.jon.) Stjarna þín þrífst vissulega á umhyggju og ástúð og hafðu hugfast að framtíð þín er ekki fyrirfram ákveðin eða 1' föstum skorðum heldur fer hún eftir vali þínu og framferði. SPAMAÐl ÍR.IS Z

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.