Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.2004, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.2004, Blaðsíða 2
2 MÁNUDAGUR 19. JANÚAR 2004 Fréttir DV Endalaus einokun inokun og hringamyndun er ekki ný á íslandi, þótt meira sé talað um hana en I nokkru sinni fyrr. Alltaf eru það sömu, gömlu kolkrabbafyrirtækin, sem stjórna henni. Olíufélögin lækka sig, þegar Atlantsolía kemur inn á markaðinn og hækka sig strax aft- ur, þegar nýja félagið er búið með benzínið. Þannig hefur það alltaf verið. Þegar lággjaldafélög koma í millilandaflug, lækkar gamla einokunin sig á þeim leiðum, en ekki öðrum. Þegar lággjaldafélögin gefast upp, hækkar einokunin sig upp í gamla okrið. Þannig var þetta í grænmeti og bílatrygging- um, vöruflutningum og innanlandsflugi. Ráðherrar helmingafélags kolkrabbans og smokkfisksins hafa aldrei sýnt neinar áhyggj- ur af einokun og okri, hringamyndun og sam- ráðum í benzíni og grænmeti, vöruflutning- um og tryggingum og á ýmsum öðrum mikil- vægum sviðum. Þeir hafa áhyggjulaust látið heimska kjósendur borga brúsann. Nú segjast ráðherrar hins vegar hafa feikn- arlegar áhyggjur af upprennandi einokun og hringamyndun í atvinnulífinu almennt og sérstaklega í matvöruverzlun og fjölmiðlun. Þeir segja, að setja þurfi lög til að stemma stigu við illum öflum, sem hafa rutt sér til rúms framhjá kolkrabbanum. Þetta eru ekki alvöru sinnaskipti, heldur byggjast þau á, að ráðherrar geta ekki dulið gremju sína út af hnignun kolkrabbans. Sér- staklega svíður þeim að hafa glatað fyrri yfir- burðum í fréttamiðlun og misst tækifæri til að bæta sér það upp með því að eignast fjöl- miðla, sem misstu fótanna. Breytingin í fréttamiðlun er þó. ekki meiri en svo, að kolkrabbinn stjórnar enn rúmlega þriðjungi hennar í landinu, bláskjá og mogga, skjá eitt og sögu. Opnunin nægir bara til að hindra kolkrabbann í að stjórna því, sem þjóðinni er sagt vera í fréttum. En sú breyting svíður og Davíð veinar. Viðnám gegn einokun og hringamyndun er mikilvægt, þótt annarleg sjónarmið ráði sinna- skiptum valdamanna. Sérstaklega er brýnt að gera samskipti peningavalds og stjómmála öll- um almenningi gegnsæ. TU þess þarf lög um gegnsæjar fjárrciður stjómmálaflokka, fram- bjóðenda og annarra póhtískra afla. Hingað tU hafa einokun og hringamyndun, okur og samráð dafnað í skjóli leyndarinnar, sem hvflir yfir fjárreiðum stjórnmálanna. Kolkrabbinn og smokkfiskurinn hafa rekið flokka eins og pólitísk útibú, sem gæta annar- legra hagsmuna. Þetta lagast ekki fyrr en spil- in verða lögð á borðið. Núverandi valdhafar hafa aldrei tekið í mál, að spilin verði lögð á borðið. Þeir meina ekkert með nýjum orðum sínum um einokun og hringamyndun. Þeir eru sjálfir versta af- sprengi hennar. Þeir hafa alltaf varið hana, þegar á reyndi. Einokun og hringamyndun er sjálfur hornsteinn valdakerfis þeirra. Þetta má fá staðfest með sólskinslögum, sem draga tengsli fyrirtækja, stofnana og stjórnmála fram í dagsljósið. Jónas Kristjánsson Hið bjartsyna Frenab „Gestir verða jú að vera kurteisir, annarserþeii bara vísað En verða líka að bjartsýi Útgáfufélag: Frétt ehf. Útgefandi: Gunnar Smári Egilsson, ábm. Ritstjóran lllugi Jökulsson MikaelTorfason Fréttastjórar Kristinn Hrafnsson Kristján Guy Burgess DV: Skaftahlíð 24, Rvík, sími: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjóm: 550 5020 - Aðrar deildin 550 5749 Ritstjóm: ritstjorn@dv.is - Auglýsing- an auglysingar@dv.is. - Dreifing: dreifing@dv.is Setning og umbrot Frétt ehf. Prentvinnsla: ísafoldarprentsmiðja DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagna- bönkum án endurgjalds. Fyrsta barnið Á fréttavef Bæjarins besta, bb.is, kemur fram að fyrsti Vestflrðingurinn er loksins kominn í heiminn. En lítill drengur fæddist á fæðingardeild- inni á fsafirði síðast- liðinn þriðju- dag kl. 01.40. Strákurinn heftir ekki verið nefndur en vd 9 merkur og mæld- ist 49 sentimetrar á lengd. Foreldramir eru Jdhanna Torfaddttir og Hallddr Þdr Helgason sem búa á Hlfðarvegi 7 á Isafirði og er drengurinn fyrsta bam þeirra. Jd- hanna segir þeim mæðginunum líða vel í gdðu yfirlæti á sjúkra- húsinu á fsafirði. Hættir að styrkja tónlist Á Suðurland.net kemur fram að bæjarráð Ár- borgar hefitr ákveðið að framlengja ekki reglur um greiðslur vegna tdn- listarnáms í Reykjavík en á haustönn greiddi sveit- arfélagið með þremur tiigdr- um nem- endum í þremur tdnlist- arskdlum í Reykjavík. Samkvæmt reglunum sem samþykktar vom í bæjarráði eyddi sveitar- félagið um 356.800 f þessa nemendur. Þeir verða nú að borga brús- ann sjálfir. Ríkisstjórnin vann Popppunktur bryddar upp á þeirri nýjung að vera ekki með poppara í þeim þáttum sem sýndir em nú. Á laug- ardagskvöld mættu stjdm- arliðar stjdrn- arandstæðing- um. Kom á dvart hversu illa þau Mörður Ámason og Kolbrún ® Hallddrsddttir em að sér ^ í poppfræðum en þau ásamt Magnúsi Þdr Haf- £ steinssyni (sem þdtti með 2 endemum poppfrtíður). Z Það kom einnig á tívart " hversu frtíðir stjdrnarlið- | ar vom en lið þeirra skip- ™ uðu þau Guðlaugur Þdr Þdrðarson, Jtínína Bjart- t, marz og Sigurður Kári > Kristjánsson, en hann virkaði sem einskonar " liðstjdri stjdrnarliða og e spilaði þetta taktfskt. « Enda vann stjdmin og andstaðan hafði á orði ™ eftir dsigurinn að þetta t væri í sfðasta skipti sem « þeir bæm sigur úr bítum. ^ Guðmundur Magnússon sagnfræð- ingur og fyrrum Þjóðminjavörður og forstöðumaður Þjóðmenningarhússins heldur útí vefsíðunni Frá degi tíl dags. Þar fjallar hann um áhugamál sín, eink- um stjómmál og Eimskipafélagið, á nokkuð íjörlegan hátt. í gær veltí Guð- mundur fyrir sér grein sem Gunnar Smári Egilsson ritstjóri Fréttablaðsins skrifaði og birtist þá um morguninn í blaði hans. Gunnar Smári fjallaði þar annars vegar um „tilfinningavæðingu" og hins vegar „áhyggjuvæðingu" í sam- félagslegri umræðu en endaði reyndar á svotítið öðrum nótum þegar harrn sagði: „Vegna tals manna um pólitíska slagsíðu fjölmiðla vil ég opinbera þann draum minn að Fréttablaðinu auðnist að vera hvorld hægriblað né vinstriblað - heldur bjartsýnt blað. Ég held það myndi með þeim hættí best skera sig frá öðrum miðlum og auðga flóruna." Um þessi orð skrifar Guðmundur Magnússon: „Eftir langan og nokkuð torskilinn heimspekilegan texta um áhyggjur í Fréttablaðinu ídag (sem éghéltfyrst að Gunnar Dal hefði skrifað) en reyndist vera eftir lærisvein hans Gunnar Smára) kom þessi niðurstaða: Draum- urinn er að blaðið verði hvorki hægri- blað né vinstribiað heldur bjartsýnt blað. Bíðið nú við? Jú, hljómar spenn- andi. En svolítið einkennilega. Hvemig blað er bjartsýnt blað? Er það blað sem aðeins flytur skemmtilegar, uppörvandi ogglaðlegar fréttir og greinar? Er ekki hætt við að eitthvað verði út- undan í svoleiðis blaði? Og ef vísa á öllum fýlupokum á Mogganri, þar sem nógu margir em fyrir, verður það blað ólæsilegt. Er það kannski viðskiptahugmyndin (leyni- leg)? Riflast upp fyrir mér í þessu sam- bandi," heldur Guðmundur áfram, „ummæli sem sá væni drengur Einar Karl Haraldsson, fyrsti ritstjóri Fréttablaðsins, lét frá sér fara þegar blaðið hóf göngu sína. Eitthvað í þá vem, að þar sem blaðið kæmi óbeðið inn um lúgur allra landsmanna, ætl- Fyrst og fremst aði það ekki að flytja fréttir sem kæmu fólki í uppnám eða stuðuðu það. Getur ekki einhver hjálpað mér að rifla þetta nákvæmar upp? Hann talaði um blaðið sem gest á heimili fólks - og gestir verða jú að vera kurt- eisir, annars er þeim bara vísað á dyr. En verða gestir líka að vera bjartsýn- ir? Hér em ærin umhugsunarefrú með sunnudagskafBnu?" Guðmundur lét þessar hugleiðingar sínar um grein Gunnars Smára ekki nægja, heldur bjó líka til skoðanakönn- un þar sem hann spurði lesendur vef- síðu sinnar: „Telurþú að bak við áform um BJARTSÝNT Fréttablað búi LEYNI- LEG viðskiptaáætlun um að gera Moggann að vettvangi ólundar og ön- ugheita?" Fjórir svarmöguleikar voru gefnir: 1) Svarið liggur íaugum uppi. 2) Þetta er ekki nógu bjartsýn spurning. 3) Nei, Jón Ásgeir er búinn að segja að Fréttablaðið ætli ekki að útbreiða hugmyndir um réttlæti. 4) Veitekki, Ookkslínan erekkikom- in. Við hér á DV veltum spumingunni lengi fyrir okkur en völdum loks síðasta svarið og kusum. í ljós kom að 33% svarenda í könnunni vom sama sinnis; það vantaði flokkslínuna áður en spumingunni yrði svarað. En 67% höfðu talið að svarið lægi í augum uppi, sem væntanlega þýðir að svarið sé já. Að vlsu vorum við aðeins þriðji aðilinn sem þátt hafði tekið í þessari skoðana- könnun Guðmundar. Tvær aðrar skoðanakannanir eru líka birtar á síðu Guðmundar. Önnur er ósköp blátt áfram: „Errétt að þjóð- in fái að vita hvað Davíð og Jóni Ás- geiri fór á milli í Stjórnarráðinu á föstudaginn?“ og eru svarmöguleikar þessir: „Já, vegna þess að þeir hafa deilt opinberlega “ - „Nei, svona sam- töl eru prívatsamtöl." Afgerandi meirihluti eða 67% telursamtalið ekk- ert erindi eiga við almenning en 33% vilja fá að vita hvað þeim fjandvinum fór á milli. Þarna höfðu öllu fleiri kos- ið, eða alls tólf. Hin skoðanakönnunin snerist um þá hugmynd Guðmundar sjálfs, sem hann fékk eftir að hafa horft á SilfurEg- ils á laugardaginn og látið sér leiðast yftr karpi um kvótamál, að áhorfendur gætu stöðvað umræður íþættinum og neytt Egil Helgason tilað snúa umræð- unni að öðru með því að Senda SMS- skilaboð inn íþáttinn. Spurning Guðmundar var þessi: „Er rétt að áhorfendur Silfurs Egils fái að segja STOPPmeð SMS boðum og stöðva þannig leiðinlegar umræður í þættinum?" Svarmöguleikar voru þessir: 1) Já, það ernútímalegt oglýðræðis- legt. 2) Veit ekki, ætla að bíða og heyra hvað Gunnari Smára fírmst. 3) Nei, pupullinn á ekki að skipta sér afgáfnavitunum. Hér höfðu ails átta manns kosið og völdu 50% - eða fjórir - fyrsta kostinn, tveimur fannst ótækt að „pupuliinn“ væri að skipta sér af „gáfnavitunum “ en tveir vildu bíða eftir áliti Gunnars Smára. Fyrst talið hefur borist að skoðana- könnunum og stjómmálaafstöðu fjöl- miðla, þá getum við nefrit að á vef ungra jafiiaðarmanna, Pólitfkis, er skoðanakönnun um okkur! „HiðnýjaDVer... 1) OfdýrL 2) Of hægrisinnað. 3) Ekki að standa undir væntingum. 4) Mjög gott 5) Ofvinstrisinnað." Ekki fylgir sögunni hveisu margir hafa kosið í þessari könnun en niður- stöðumar em þær að 54,3% segja okkur vera of hægrisinnuð, 37,1% telja blaðið mjög gott en hin svörin þijú fá hvert um sig 2,9% atkvæða. Ef við gerum ráð fýrir að 2,9% þýði eitt svar - eins og okkur þykir ekki ósennilegt - má reikna út að um það bil 18 einstaklingar standi á bak við svar númer tvö og um það bil 12 bak við svar númer fjögur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.