Dagblaðið Vísir - DV - 05.02.2004, Side 9

Dagblaðið Vísir - DV - 05.02.2004, Side 9
J3V Fréttir FIMMTUDAGUR 5. FEBRÚAR 2004 9 fslensk erfðagreining Ekki vitað hverjirstóðu að skúffufyrirtæki iLúxemborg sem fékk hundruð milljóna króna iþóknun fyrir viðskipti sem fóru fram á íslandi. um rekstur félagsins, fjárhagslega stöðu og framtíðarsýn. Tengslin virðast því hafa verið nokkuð góð milli bankanna annars vegar og ís- lenskrar erfðagreiningar hins vegar. Þess vegna er eðlilegt að spurningar vakni um það hvaða hlutverk lúx- emborgska fyrirtækið Biotek Invest SA hafl haft í viðskiptunum. Leyst upp í gegnum Panama Lúxemborgska félagið Biotek In- vest SA var stofnað 29. júní 1999, eða hálfum mánuði eftir að íslensku bankarnir tilkynntu um kaup sín á hlutnum sem Biotek hafði það hlut- verk að selja. í stjórn félagsins sátu þrír lögfræðingar sem eru sam- kvæmt heimildum DV sérfræðingar í umsjón eignarhaldsfélaga í Lúxem- borg. í gögnum í Lúxemborg er hægt að finna samþykktir félagsins og bréf sem ganga milli lögfræðinga sem varða hlutafé og reikninga þess. 12. desember 2000 er greint frá því að Biotek Invest SA hafi verið leyst upp. Félagið sem leysti það upp, Damato Enterprises er skráð í Panama. í annarri færslu þar sem Damato Enterprises kemur íyrir, sem er þennan sama dag, 12. des- ember 2000, er fulltrúi þess Yves Schmit, sá hinn sami og skrifaði undir samningana við forsvarsmenn íslenskrar erfðagreiningar fyrir hönd Biotek Invest SA. Ekkert um bankasamning á Nasdaq í gögnum sem Decode genetics lagði fram til íjármálaeftirlits Banda- ríkjanna þegar félagið var skráð á Nasdaq, er engar upplýsingar að finna um samninginn sem undirrit- aður var í Listasafni íslands 16. júní 1999. Þar er hins vegar að finna samning milli Decode genetics og Biotek Invest SA frá 30. júní 1999. Undir þann samning skrifa Kári Stefánsson fyrir hönd Decode genetics og Yves Schmit fyrir hönd Biotek. Einnig er birtur viðauka- samningur frá 24. febrúar 2000 þar sem Hannes Smárason skrifar undir fyrir hönd íslenskrar erfðagreining- ar. Samningurinn sem er lagður fram á Nasdaq fól í sér að næði Biot- ek ákveðnum skilyrðum um verð á Tengslin virðast því hafa verið nokkuð góð milli bankanna annars vegar og ís- lenskrar erfðagrein- ingar hins vegar. Þess vegna er eðlilegt að spurningar vakni um það hvaða hlutverk lúxemborgska fyrir- tækið Biotek Invest SA hafi haft í við- skiptunum. hlutunum í Decode, fengi félagið 7% þóknun. Sérfræðingar sem DV hefur rætt við segja þetta háa þóknun miðað við það sem bankar voru að taka fyrir að sjá um hlutaijárútboð af þessu tagi. I gögnum Decode frá 28. mars 2001 er greint frá því að frá 30. júní til 8. ágúst 1999 hefði kaupandi í Lúxemborg séð um söluna á 5 milljón hluturn í Decode til ís- lenskra íjárfesta, uppfyllt skilyrði samningsins og fengið greidda um- samda þóknun, 5.250.000 dollara. DV spurði Hannes Smárason að því í síðustu viku hverjir hefðu séð um söluna til íslensku bankanna sumarið 1999 og hverjir stæðu að fyrirtækinu í Lúxemborg. Hannes vildi ekki ræða málið þá en sam- þykkti að svara spurningum blaðs- ins daginn eftir. Síðan hefur ekki náðst í hann og hann ekki svarað skilaboðum blaðsins. Upplýsinga- fulltrúi íslenskrar erfðagreiningar lofaði að bera málið upp við for- stjóra og aðstoðarforstjóra en það hafði ekki skilað árangri þegar upp- lýsingafulltrúinn hvarf til annarra starfa. Síðan hefur blaðið komið skilaboðum til Kára og Hannesar í gegnum ritara en þeir ekki svarað þeim. kgb@dv.is Frá undirritun í Listasafni fslands Sigurður Gísii Pálmason, BjarniÁrmannsson, KáriStef- ánsson, Halldór J. Kristjánsson og Stefán Páisson skrifa undir stærsta hiutafjársamning sem til var á Islandi á þeim tima. Ekkert er að finna um þennan samning i gögnum Decode á Nasdaq. Gekk í skrokk á öldruðum vistmanni aðfaranótt föstudags Starfsmaður vistheimilis misþyrmdi 86 ára konu Starfsmaður á dvalarheimili aldraðra í Víðinesi gekk í skrokk á vistmanni, háaldraðri konu, aðfaranótt föstu- dags. Aðrir starfsmenn urðu vitni að því er starfsmaður- inn lagði hendur á konuna. Að sögn lögreglu var málið ekki kært til embættisins fyrr en í gær og er litið á þetta sem alvarlegan atburð. Rannsókn á málinu hefst þó ekki af fúllum þunga fyrr en í dag. Lögreglan hefur ekki skýringar á því að málið var ekki kært fyrir en langt var liðið frá atburðinum. Víðines er rekið af Hrafnistu. Lögmannsstofa kærir Kæran barst frá lögmannsstofunni Logos, en þar er Jakob Möller einn eigenda. Hann segir í samtali við DV að leitað hafi verið eftir ráðgjöf lögmannsstofunnar strax og málið kom upp. „Það var strax gripið til að- gerða á föstudag og manninum sagt upp störfum," seg- ir Jakob. Konan er fædd árið 1917 og er því á 87. ald- ursári. Fram kom í fréttum Sjónvarps í gærkvöld að tveir starfsmenn hjúkrunarheimilisins hefðu orðið vitni að því þegar starfsmaðurinn löðrungaði konuna aftur og aftur, í þremur lotum. Enn fremur kom fram að það stórsæi á konunni um allan líkamann. Maðurinn er næturvaktmaður í Víðinesi en konan þarf aðstoð við allar sínar þarfir og var maðurinn að fylgja henni á sal- ernið. Sjónvarpið greinir frá því að forsvarsmenn hjúkr- unarheimilisins hafi strax haft samband við landlækn- isembættið, eins og þeim beri lögum samkvæmt. Jafn- framt hafi ættingjum konunnar verið gert viðvart. Lög- mannsstofa Hrafnistu, Logos, hafi svo komið kærunni til skila í gær og bent á vitnin að atburðinum. 40 manns eru til heimilis í Víðinesi. Ekki náðist í forsvarsmenn Hrafnistu í gærkvöld vegna fundahalda og vildi starfs- fólk í Víðinesi ekkert tjá sig málið og bar við trúnaðar- skyldu. Kæra ofbeldi Vitni voru að atburðum og var manninum umsvifaiaust vikið úr starfi. Málið var kært til lögregu í gær. www.sumarferdir.is 575 1515 BÓKAÐU ALLAN SÓLARHRiNGINN cccccc i- Enn ein fjölskylduparadísin á Spáni. Sumarferðir kynna nýjan viðkomustað á Spáni. Calpe er aðlaðandi sjávarþorp sem býður upp á mjög marga skemmtilega kosti fyrir ferðamenn hvort heidur sem er til afslöppunar eða afþreyingar. Verð frá 52.600kr. Vefð á mann, rn.v’ 2 fulioróna og 2 börn i herbergí í .14 daga-og að bokað sé á *vw.$urnarferdir.is. Ve»ð m.v. 2 'fuiiorðna á sams tíma er69.200 á rnann. S(rnabt%unafgiaid er IftOO á fadjep. innífalið: fíug. fiugvailaskattar, gisting cg íslensk fararstjorn. Ný, vel staðsett og glæsileg íbúðagisting með öllum hugsanlegum þægindum á ströndinni við smábátahöfnina í Calpe. Vilji menn gera vel við sig og slappa af I fríinu þá er Barlovento hreint frábær kostur. Eitthvað sem við eigum öll skilið! mundu eftir MasterCard ferðaávísuninni sum “Y n FEimU u

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.