Dagblaðið Vísir - DV - 05.02.2004, Síða 10
10 FIMMTUDAGUR 5. FEBRÚAR 2004
Fréttir DV
Vatnsberinn
vafrar um
réttarsali
í Héraðsdómi Reykjavik-
ur hefur verið tekið fyrir mál
Þórhalls Gunnlaugssonar,
sem kenndur er við Vatns-
berann, gegn einum af sam-
föngum sínum á Litla-
Hrauni íyrir meinta líkams-
árás vorið 2002. Krafa Þór-
halls gengur út á það að ís-
lenska ríkið og Fangelsis-
málastofnun séu skaða-
bótaskyld vegna hinnar
meintu líkamsárásar. At-
burðurinn á að hafa gerst
hinn 13. maí 2002, innan
veggja Lida-Hrauns. Tildrög
eru óljós en samfangi Þór-
halls, sem er meðal stefndu,
ber hins vegar af sér allar
sakir og segir málið upp-
spuna Þórhalls. Sem kunn-
ugt er af fréttum er mál á
hendur Þórhalli fyrir hér-
aðsdómi nú en hann er sak-
aður um að hafa m.a. falsað
skuldabréf á dánarbú Agn-
ars W. Agnarssonar, manns-
ins sem hann myrti; að hafa
falsað tannlæknareikinga
meðan hann afplánar dóm
fyrir morðið o.fl.
Ráðherra
spurður um
dyrahald í at-
vinnuskyni
Kolbrún Halldórsdóttir,
þingmaður vinstri grænna,
hefur lagt fram skriflega íyr-
irspurn á þingi til Sivjar
Friðleifsdóttur umhverfis-
ráðherra um d
vinnuskyni.
Hún óskar
skriflegs svars
í fimm liðum,
meðal annars
um ræktun
sem ekki fell-
ur undir bú-
ijárhald. Hve
mörg dýr séu
á bak við hvert leyfi, starfs-
mannafjölda, eftirlit og
hvort yfirvöldum hafi borist
kvartanir vegna starfsemi af
því tagi. Þá spyr þingmaður-
inn hvort til standi að end-
urskoða reglugerð nr. 499/
1997, um dýrahald í at-
vinnuskyni, og ef svo sé hvar
sú vinna sé á vegi stödd.
Reikna má með að svar
berist innan þriggja vikna.
Halldór Blöndal, forseti Alþingis
Flalldór er allra skemmtileg-
asti maður á góðri stund, fjöl-
fróður, vel að sér og skáld-
mæltur. Afar trygglyndur,
hjartastór og má ekkert aumt
sjá.
Kostir & Gallar
Hann er fljótfærur og stund-
um gætir hjá honum vanstill-
ingar I skapi. Hann hefur fíls-
minni ef einhver gerir eitthvað
á hans hlut og man ótrúlega
vel gjörðir pólitískra andstæð-
inga.
Halldór er dómharður og al-
veg óhugnanlega frekur efsvo
ber undir. Fljótur upp og fljótur
niður. Það fer ekkert á milli
mála að honum leiðist ekki að
það skyldi vera haldinn fundur
í ríkisráði í fjarveru Ólafs
Ragnars og fjaðrafokið I kring-
um það.
Mikil átök urðu á Alþingi um frumvarp Valgerðar Sverrisdóttur um verndun
sparisjóðanna. Pétur Blöndal fór mikinn í ræðustól og sagði að með frumvarpinu
væri ráðist sérstaklega á sölu SPRON. Hann sakaði stuðningsmenn frumvarpsins
um óheiðarleg vinnubrögð og íhugar nú að fara í skaðabótamál við ríkið.
„Það er ekki ólíklegt að stofnfjáreigendur
SPRON fari í skaðabótamál ef salan til KB banka
gengur til baka,“ segir Pétur Blöndal sem fór mik-
inn á Alþingi í gær í umræðunni um lög gegn sölu
Sparisjóðs Reykjavíkur. Hann segir það alvarlegt
að verið sé að setja afturvirk lög sem kippi grunn-
inum undan þeim samningi sem gerður var milli
KB banka og SPRON á sínum tíma.
Varðandi möguleg skaðabótamál stofnfjáreig-
enda segir Pétur það ekki ólíklegt að hann verði í
þeim hópi. „Þetta er
samt mál sem ég
þarf að hugsa,“
segir Pétur, „alveg eins og hver annar stofnfjáreig-
andi."
Græðgin leitt Pétur á
villigötur
„Eg fagna því ef Pétur
ætlar að kæra r£kið,“ segir
Lúðvík Bergvinsson, þing-
maður Samfylkingarinnar,
en hann stóð í hörðum
deilum við Pétur á Alþingi í
gær. „Menn eiga auðvitað
að leita réttar síns ef þeir
teija á sér brotið en ég held Lúðvík Bergvinsson ai.
að þetta mal sým okkur að þingismaaur Égfagna
ef menn eiga peninga þvt ef Pétur ætlar að kæra
og hugmyndaauðgi ríkið.
getur fátt stoppað
þá." Inntur eftir því hvað hann ætti eigin-
lega við, sagði Lúðvík: ,Ætli græðgin hafi
ekki einfaldlega leitt Pétur á villigötur."
Klárlega afturvirkt
Eiríkur Tómasson lagaprófessor tek-
ur undir þá skoðun Pétur Blöndals að
verið sé að setja afturvirk lög. „Frum-
varp Valgerðar
er klárlega aftur-
virkt en það er
ekkert í lögum
sem bannar slíka
lagasetningu,"
Eiríkur. Bæði Lúðvík og
Pétur Blöndal óskuðu á
Alþingi í gær eftir skýrum
svörum frá Valgerði Sverr-
isdóttur um hvort frum-
varpi hennar væri sérstak-
legabeintgegokaupumKB
banka a SPRON. Engin svor vjrkt
fengust frá Valgerði en
Lúðvík segir það aiveg skýrt af hans hálfu að ver-
ið sé að stöðva kaup KB banka á SPRON.
.Auðvitað er frumvarpinu beint
þessari söiu en því játaði
ekki," segir
Lúðvík. „Kenningar
eru uppi um að
efhúntali af-
dráttar-
Eiríkur Tómasson laga-
Val-
laust um málið gæti það gefið höggstað á ríkinu en
ég get ekkert staðfest um það." Lúðvík segir mál-
flutning Péturs Blöndals og Eiríks Tómassonar
um afturvirkni laga hjákátlegan. „Þetta er einfald-
lega ekki rétt því salan á SPRON hefur ekki enn
gengið í gegn og mun ekki gera fyrr en 10. febrúar
á fundi stofnfjáreiganda," segir Lúðvik og bendir á
þá augljósu staðreynd að 10. febrúar hefur ekki
enn runnið upp og þangað til sé ekkert að því að
setja ný lög.
Óánægja stjórnarmanna
Það er því ljóst að frumvarp Valgerðar gengur
nær eingöngu út á það að stöðva sölu SPRON, þótt
orðalagið sé almennt. Þeir sem eiga hagsmuna að
gæta varðandi söluna sitja nú eftir með sárt ennið
og Árni Þór Sigurðsson, forseti borgarstjórnar,
sendi frá sér ályktun í gær þar sem kemur fram að
honum flnnist nú rétt að hætta við að breyta
SPRON í hlutafélag.
Hildur Petersen, stjórnarmaður í SPRON,
harmar það að ekki var hægt að halda áfram með
söluna. „Mér hefði þótt vænlegt fýrir þjóðfélagið
að SPRON hefði verið selt,“ segir Hildur. „Auðvit-
að eru stofnfjáreigendur óánægðir en ég tel ekki
miklar líkur á því að ég muni fara í skaðabótamál."
Hildur segir samt að hún telji líkur á að einhverjir
aðrir muni gera það en vifl ekki tjá sig frekar um
þau mál.
Pétur er eyland
Frumvarp Valgerðar verður vafalaust samþykkt
með miklum meirihluta á Alþingi. Þverpólitískur
vilji er hjá öllum flokkunum um að standa vörð
um sparisjóðina og eru menn sammála um að
verndun SPRON skipti þar höfuðmáli. Ef SPRON
falli út úr sparisjóðsfjölskyldunni sé grundvöflur
sparisjóðanna brostinn. Þó er útlit fyrir að einn al-
þingismaður muni greiða atkvæði á móti frum-
varpinu, og það er Pétur Blöndal, sem hefur að
mati fjölda þingmanna alltof mikiOa hagsmuna að
gæta til að geta fjallað um málið á eðlilegan hátt.
Lúðvflc Bergvinsson segir að hann sé mjög
ánægður með samstöðuna sem rfld um þetta mál á
þingi og að hann hafi gert litla könnun á göngum
Alþingis um hvarþingmenn standi. „Eini maðurinn
sem ég rakst á og var á móti frumvarpinu, var Pétur
Blöndal," segir Lúðvflc. „En hvort þessi könnun
hefur verið vísindalega rétt á eftir að koma í ljós."
simon@dv.is
Óvissa með heimahjúkrun í höfuðborginni
Hætta á að starfsmenn gangi út í apríl
Starfsfólk heimahjúkrunar ganga út í apríl Sama staða komin upp og fyrirréttu ári þeg-
ar samningum um bilastyrk var sagt upp. Heilsugæslan vill að starfsfólk noti blla sem teknir
eru á rekstarleigu.
Tæplega fimmtíu starfsmenn
heimahjúkrunar munu ganga út og
láta af störfum þann 1. apríl næst-
komandi, en þá rennur úr gildi
samningur sem starfsfólkið gerði
við Heilsugæsluna í Reykjavík um
heimahjúkrun.
Fyrir ári var sama staða uppi en
frá og með áramótum 2003 var öll-
um sagt upp aksturssamningi sem
gilt hafði allt frá 1990. Til stóð að
þann 1. apríl í fyrra fengju allir
starfsmenn bíl til umráða í vinn-
unni. Því mótmælti starfsfólk
heimahjúkrunar og sagði aksturs-
samninginn hluta af sínum kjörum
sem ekki væri hægt að segja ein-
hliða upp.
Kristjana Guðjónsdóttir, sjúkra-
liði hjá heimahjúkrun, segir að
Heilsugæslan hafi afturkcillað
breytingarnar þá, en þess í stað
hafi verið ákveðið að allir nýir
starfsmenn fengju bíl til umráða í
starfi. „Við töldum það ágætis
lausn og þannig kæmu bflarnir
smátt og smátt inn með endurnýj-
un starfsfólks. Þess í stað kýs yflr-
stjórn Heilsugæslunnar að fara
svona að, en við lítum svo á að
samningum okkar hafi verið sagt
upp og göngum að öllu óbreyttu út
þann 1. apríl,“ segir Kristjana.
Hún segir að það hafi gengið vel
að koma á breytingum með þeim
hætti að nýir starfsmenn ynnu eft-
ir nýjum samningum og með öllu
óskiljanlegt að HeUsugæslan skuli
endurtaka leikinn frá því í fyrra.
„Það hvarflar að manni sú hugsun
að þeir hafi dregið allt til baka í
fyrra vegna væntanlegra kosninga.
í ár er ekki kosið til þings," segir
Kristjana.
Guðmundur Einarsson, fram-
kvæmdastjóri Heilsugæslunnar í
Reykjavík, vildi ekki tjá sig um mál-
ið en vísaði á Þórunni Ólafsdóttur
hjúkrunarforstjóra sem ekki náð-
ist í.