Dagblaðið Vísir - DV - 05.02.2004, Side 13

Dagblaðið Vísir - DV - 05.02.2004, Side 13
DfV Fréttir FIMMTUDAGUR 5. FEBRÚAR 2004 13 Sukkað í Sandgerði Lögreglunni í Keflavík var tilkynnt um mann að brjóta sér leið inn í hús við Túngötu í Sandgerði s.l. þriðjudagsmorgun. Er lög- regla kom á staðinn var maðurinn fyrir utan húsið og reyndist með áverka á höfði. í ljós kom að til átaka hafði komið inni í húsinu. Þar voru tveir aðrir menn til staðar og var annar þeirra einnig með áverka á höfði. Þriðji maðurinn sem var til staðar í húsinu var handtekinn er á honum fannst lítill poki með meintu amfetamíni og einn hassmoli. Við leit í húsinu fundust síðan 33 hass- plöntur sem voru í ræktun. Við bifreið fundust svo munir í tengslum við inn- brot í 3 bifreiðar. Allir mennirnir, sem voru ýmist ölvaðir eða í annarlegu ástandi, voru handteknir og vistaðir í fangageymslu á lögreglustöðinni í Keflavík. Sumaropnun leikskólanna Fræðslunefnd Mosfells- bæjar vill koma til móts við foreldra með sumaropnun leikskóla bæjarins. Skóla- skrifstofu bæjarins hefur verið falið að kanna þörfina fyrir slíka sumarþjónustu. Koma á þjónustunni á að því tilskyldu að nægileg þátttaka fáist. Leikskólar bæjarins eru að öðru leyti lokaðir í júlí. Óánægðir með Hafró Sjómenn í Hollandi hafa slitið öllu samstarfi við haf- rannsóknastofnunina þar í landi og íhuga að ráða sína eigin fiskifræðinga til að mæla stofnstærðir. Þeir hafa misst trúna á opinbera vísindamenn og eru nú hættir að senda aflaupplýs- ingar til stofnunarinnar. Sjávarútvegsmiðillinn skip.is greinir frá þessu, en haft er eftir formanni sjó- mannasamtakanna í Hollandi að dýrt sé að greiða iyrir sitt eigið hrun. Sjómenn séu reiðir þar sem verið sé að nota upplýsing- ar um afla gegn þeim, en fiskifræðingar vilja loka Norðursjó fyrir öllum fisk- veiðum. Sjómenn á íslandi hafa löngum lýst efasemd- um um áreiðanleika Haf- rannsóknastofnunarinnar hér á landi en aldrei gripið til slíkra ráðstafanna. Sérfræðingar OECD hafa gert athugasemdir við útreikninga íslenskra heilbrigðisyf- irvalda á útgjöldum heilbrigðisþjónustunnar sem hlutfall af þjóðarframleiðslu. ís- land er nú skráð í 8. sæti hvað varðar útgjöld en ætti að vera í 13.-15. sæti Sérfræðingar OECD hafa gert athugasemdir við útreikninga íslenskra heilbrigðisyfirvalda á út- gjöldum heilbrigðisþjónustunnar sem hlutfall af þjóðarframleiðslu. Þegar tekið er tillit til athuga- semda OECD kemur í ljós að í stað þess að vera með áttundu dýrustu heilbrigðisþjónustu í heimi fellur fsland niður í 13,- 15. sæti og er landið þá á svipuðu róli og ítalir, Nýsjálendingar og Japanir. Athugasemdir þær sem hér um ræðir varða hlut öldrunarþjónstunnar. í viðmiðunarlöndum okkar er öldrunarþjónustan ekki tekin með sem heilbrigðisútgjöld, heldur félagsleg, ef hlutur læknis- og hjúkrunarkostnaðar er undir 50% af rekstri viðkomandi stofnunar. Á íslandi hefur þessu verið öfugt farið. Aðeins örfá lönd önnur eins og t.d. Slóvenía hafa haft sama hátt á og ís- lendingar þ.e. að flokka alla öldrunarþjónstu sem útgjöld til heilbrigðismála. Nú hyggjast íslensk heilbrigðisyfirvöld hinsvegar samræma sína út- reikinga við það sem gengur og gerist í viðmiðtm- arlöndum okkar. Póiitískt spil Ólafur Ólafsson formaður Félags eldri borgara í Reykjavík segir að athugasemdir OECD sýni að þau gögn sem heilbrigðisyfirvöld hérlendis.hafa notað til að sýna góða stöðu á topp tíu lista OECD hingað til hafi verið gölluð og því tímabært að færa þau til samræmis við það sem gerist í við- miðunarlöndum okkar. „Það var sérstök rann- sókn á vegum hagffæðinga OECD sem leiddi í ljós þetta misræmi," segir Ólafur Ólafsson „Nú er hlutfall okkar skráð sem 9,2% en ætti sam- kvæmt útreikingum OECD að vera rúmlega „Ég efast ekki um að hægt er að hagræða og spara innan heilbrigðis- kerfisins en siíkt verður að gera á réttum for- sendum en ekkimeð þólitísku sjónarspili 8% og þar með ættum við að 13. til 15. sæti á listanum." Ólafur segir einnig að sér virðist sem pólitískt hafi yfirvöld notfært sér rangar tölur til að sýna fram á að út- gjöld til heilbrigðis- mála hérlendis séu hærri en þau í raun eru samkvæmt þeim stöðlum sem gilda innan OECD. „Eg ef- ast ekki um að hægt er að hagræða og spara innan heil- brigðiskerfisins en slíkt verður að gera á réttum forsendum en ekki með pólitísku sjón- arspili," segir Ólafur Ólafsson. Ólafur Ólafsson for- maður Félags eldri borgara Sérstök rann- sókn leiddi I Ijós mis- ræmið Fjölskyldurnar tvær í Vigur í ísafjarðardjúpi sagðar vera að selja eyjuna Vigur metin á allt aðlOO milljónir Fjölskyldur bræðranna Salvars ogBjörns Baldurssona, sem eiga eyj- una Vigur í Isafjarðardjúpi munu vera að selja hana. Salvar segir þó of snemmt að segja til um hvort Vigur sé seld eða ekki; til þess sé málið of skammt á veg komið. Vigur er einn alvinsælasti ferða- mannastaður Vestfjarða og mikil náttúruperla. Eyjan sjálf er ekki frið- uð. Á hinn bóginn njóta þar ffiðunar gömul hús sem frá því um miðja nítjándu öld. Vigur mun vera um tveggja kíló- metra löng og 400 metra breið. Ábú- endurnir hafa stundað sauðfjárrækt auk þess sem þeir hafa sótt vinnu upp á fastalandið. Mikil hlunnindi eru af æðarfugli og lunda. Gríðarlegt kríuvarp er einnig í Vigur. Veitinga- sala er í Vigur á sumrin. Ekkert liggur íyrir um hugsanlegt söluverð Vigrar. Einstök náttúrufeg- urð og vinsældir eyjunnar er þó talið geta lyft verðinu verulega upp þannig að það gæti orðið allt að 100 milljónir króna. gar@dv.is Vigur Fjölskyldur tveggja bræðra hafa búið isátt og sam- lyndi i Vigur. Sagt er að verið sé að selja eyjuna en annar bræðr- anna segir og snemmt að stað- festa að svo sé.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.