Dagblaðið Vísir - DV - 05.02.2004, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 05.02.2004, Blaðsíða 18
e \ kws: aAvúRW .1 1 8 FIMMTUDAGUR 5. FEBRÚAR 2004 Sport DV 1 Ósáttur Birkir Ivar Guðmundsson, markvörður Hauka, skilur ekkert Istjórn Hauka sem hafa ekki lenguráhuga á að hafa Viggó Sigurðsson I vinnu. Óskiljanleg ákvörðun Birkir ívar Guðmundsson, markvörður Hauka, var felmtri sleginn er DV Sport náði tali af honum í gær og hann var vart búinn að átta sig á því hvað hefði gerst. Talað hefur verið um að ein ástæðan fyrir brottrekstri Viggós sé sú að leikmenn hafi verið óánægðir með Viggó. Við það kannast Birkir ívar ekki. „Þetta kom leikmönnum algjörlega í opna skjöldu. Þetta kemur verulega á óvart. Ég kannast síður en svo við það að leikmenn hafi verið eitthvað óánægðir með Viggó. Leikmenn hafa ekki fundað um málið og það hefur aldrei komið upp sú staða að við höfum þurft að funda eitthvað sérstaklega um Viggó. Hópurinn hefur aldrei tekið þá ákvörðun að vilja Viggó í burt,“ sagði Birkir ívar sem gjarna hefði viljað halda Viggó hjá félaginu sem og aðrir félaga hans í Haukaliðinu. Vildi halda Viggó „Ég get ekki talað fyrir hönd annarra en ég hefði persónulega viljað hafa Viggó áfram. Ég talaði við nokkra lykilmenn í liðinu á þriðjudagskvöldið og þeir voru nánast meira hissa á þessari ákvörðun en ég,“ sagði Birkir ívar og bætti við að leikmenn hefðu ekkert verið hafðir með í ráðum áður en ákvörðunin um að reka Viggó var tekinn. „Ég kannast ekki við það. Ég var í það minnsta ekki spurður álits á málinu sem og hópurinn í heild sinni," sagði Birkir Ivar. Mjög ósáttur Það mátti greinilega heyra á Birki ívari að hann var óánægður með þessa ákvörðun og hann fór heldur ekkert í felur með það. „Ég er mjög ósáttur með þessa ákvörðun. Eg vildi halda Viggó. Hann er maðurinn sem fékk mig til félagsins á sínum tíma og við höfum átt mjög ánægjulegt samstarf," sagði Birkir ívar en ástæðan að baki þessari ákvörðun er honum hulin ráðgáta. „Ég hreinlega hef ekki hugmynd um af hverju þessi ákvörðun var tekin. Hún kemur þar að auki á mjög skrítnum tímapunkti en við eigum að spila tvo hörkuleiki um helgina. Liðið hefur spilað nokkuð vel í vetur þótt þátttakan í Meistaradeildinni hafi aðeins komið niður á árangrinum í deildinni. Á móti kemur að deildin hér heima er í sjálfu sér ekki að byrja almennilega fyrr en á föstudag. Þá byrjar alvörubaráttan." Getum ekkert gert Birkir segir að leikmenn muni eflaust ræða málið sín í milli á næstunni. „Við hljótum að Setjast niður á næstunni og fara yfir málin. Það verður bara að koma í ljós hvað kemur út úr því en svo spyr maður sig náttúrulega að því hvað getum við gert? Það er búið að taka ákvörðunina." henry@dv.is Páli boðið starfið Það var nóg að gera hjá forráðamönnum handknattleiks- deildar Hauka í gær en fyrir hádegi reyndu þeir að fá Viggó Sigurðsson til að stýra liðinu út leiktfðina en eftir að hann gaf þeim endanlegt afsvar snéru þeir sér aö Páli Ólafssyni, aðstoðarmanni Viggós, og buðu honum að stýra skútunni út þetta tímabil. „Ég heyrði í forráðamönnum félagsins í dag og þeir buðu mér að stýra liðinu út þessa leiktíð," sagði Páll í samtali við DV Sport í gær. „Ég mun samt ekkert gefa þeim svar fyrr en á morgun [í dag. innsk. blm.). Ég vil fá að hugsa málið í einn dag hið minnsta.'1 Viggó mælti með Páli Ekkert hefur verið rætt um það hver muni aðstoða Pál ef af yrði að hann tæki við liðinu. „Málið er bara ekki komið svo langt. Nú snýst þetta bara um að bjarga okkur út úr þeim vandræðum sem við erum komnir í,“ sagði Páll en Viggó Sigurðsson lýsti því yfir í gær að hann teldi Pál vera rétta manninn til þess aö klára tímabilið. „Ég myndi aldrei gera lengri samning en út þetta tímabil. Ég held að það sé eðlilegast í stöðunni að ég taki við liðinu í stað þess að ráða inn nýjan mann á þessum tímapunkti Eiður þögull Bölvanlega gekk að ná tali af Eiði Arnarsyni, formanni handknattleiksdeildar Hauka, ' í gær en engar skýringar hafa enn fengist frá Haukum varðandi það af hverju þeir ákváðu að láta Viggó fjúka. Þegar blaðamaður DV Sports náði loks í Eið hafði hann lítið að segja. „Ég hef ekkert um málið að segja á þessari stundu en þið munið heyra frá mér fljótlega." Svo mörg voru þau orð. henry@dv.is „Mér finnst einnig furðulegt að þeir skyldu haida að ég hefði áhuga á að klára tímabilið vitandi það að ég nyti ekki trausts stjórnarinnar sem og einhverra ieikmanna. Það er furðulegt að þeir hafi trúað því að ég myndi sitja áfram eins og ekkert hefði í skorist." . .. . -A

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.