Dagblaðið Vísir - DV - 05.02.2004, Page 22

Dagblaðið Vísir - DV - 05.02.2004, Page 22
22 FIMMTUDAGUR 5. FEBRÚAR 2004 Fókus DV Að tileinka feril sinn því að túlka einn ákveðinn listamann komst kannski fyrst í tísku með Elvis eftir- hermunum. Stöðugt virðist fjölga í þeirra hópi, og meðal hinna þekktari eru Tortillelvis í hljómsveitinni Dread Zeppelin og hinn Mexíkanski El-Vis. Aðrar hljómsveitir sérhæfa sig í Bítlunum eða Stones, eins og The Beat-less, Beat the Meetles og Fab Feux, eða The Rolling Clones, The Strolling Bones ogThe Rollin Stoned. Sumir sækja þó í örlítið nýrri jarðveg: One Step Below eru skrefi fyrir neðan Madness, sem gáfu út plötuna One Step Beyond, 2U kemur til þín með U2 lög og 4-5-94 spilar Nirvana lög, en dagsetning vísar til dagsins sem Cobain dó. Sumar kannski útskýra sig sjálfar: Alike Cooper, Alanis More- orless, Essex Pistols og að minnsta kosti tvær hljómsveitir sem nefnast Bad Flair Day og eru tileinkaðar þungarokki 9. áratugarins. Surnar eftirhermuhljómsveitir hafa einnig annað undirþema. Til dæmis er Hells Belles stelpuband sem spfiar AC/DC lög, Mandonna er hljómsveit dragdrottninga sem spilar Madonnulög, og fyrirtækið Litde m- an útvegar dvergvaxnar eftirhermur, eins og Mini-Kiss og Mini-Elvis. Abba frá íslandi til Tyrklands Hljómsveitir sem spila lög eftir Abba hafa náð hvað mestum vin- sældum, og ber þar Björn Again höf- uð og herðar yfir aðrar grúppur. En margar aðrar eru til, svo sem Abbacadabra, Abbalanche og Abbamania, en sú síðastnefna hefur tekið sér titilinn „eina raunverulega Abbahljómsveit Skotlands." Sænski kórinn Rosvikskoren hefur haldið sýningar þar sem einungis eru flutt Abbalög, bandaríski kórinn San Francisco Gay Men's Chorus gaf út plötuna ExtrABBAganza, Tyrkir settu upp söngleikinn Swedish Style, sem íjallar um síðustu ár hljómsveitar- innar og ísraelska hljómsveitin I Can Boogie syngur ABBA lög á hebresku. Ekki eru þó allir á eitt sáttir, og eru dæmi um að menn haldi úti mjög hatursfullum áróðri gegn Abbaböndum á vefsíðum. íslendingar læra að herma eftir Ástralía, heimaland Björn Again, hefur lengi verið helsta vígi eftir- hermubandanna, enda úr alfaraleið og ekki svo oft sem stórstjörnur koma þangað. ísland er einnig úr al- faraleið, og er landinn heppinn ef hann fær að berja erlendar hljóm- sveitir sem hann hefur áður heyrt um augum oftar en einu sinni á ári. Því er kannski undarlegt að það skuli ekki vera til fleiri eftirhermuhljóm- sveitir hér. í upphafl rokksins á ís- landi var þó til flillt af þeim. Þannig spiluðu Dátar í fyrstu helst lög eftir The Kinks, og Zoo spilaði lög eftir The Who. Peter Townshend og félag- ar voru þekktir fyrir að eyðileggja hljóðfæri og allar græjur í lok tón- leika, en Zoo hafði ekki efni á að fórna nema einum og einum simbal við og við. Allar þessar hljómsveitir fóru þó brátt að spila eigin lög eða hættu ella. Djúpur Jimi Þó mikið hafi verið um ballbönd sem spiluðu lög eftir aðra varð það ekki fyrr en með Deep Jimi and the Zep Creams í kringum 1990 að aftur komu upp kóverhljómsveit hérlend- is sem einbeitti sér að einhverju tón- leistarþema öðru en því að skemmta fólki, og spiluðu þeir lög eftir þær hljómsveitir sem nafnið var sett saman úr. En það var meira en það sem minnti á hippatímann því sonur Rúnars Júl var á trommum. Þegar hljómsveitin hafði safnað saman fé með tónlist fallinna súpergrúppna fóru þeir til New York með aurinn og tóku upp plötu með frumsamdri tónlist; Funky Dinosaur. Risaeðlan funkaði sig ekld inn í hjörtu Banda- ríkjamanna, og bandið kom heim og gaf út eina aðra plötu áður en þeir lognuðust útaf. Stebbi, Eyvi og Birgitta Haukdal Aðrar hljómsveitir fylgdu í kjölfar- ið á 10. áratugnum. Jafnvel menn sem höfðu getið sér gott orð á öðrum vettvangi tóku þátt í eftirhermuhark- inu. Richard Scobie lék Bono í hljómsveitinni U3, sem spiluðu U2 lög á Astró. Stórstjörnurnar Stebbi og Eyvi komu fram með Simon og Gar- funkel prógramm. Hótel ísland setti upp sýningar tileinkaðar ákveðnum hljómsveitum. í Abba sýningu birtist ung söngkona að nafni Birgitta Haukdal mörgum í fyrsta sinn, og á sýningu tileinkaðri Queen birtist Ei- ríkur Hauksson í fyrsta sinn í langan tíma, sem flaug reyndar hingað frá dvalarstað sínum í Noregi fyrir hverja sýningu. Einnig hafa verið sýningar tileinkaðar Bee Gees og El- vis er heldur ekki dauður úr öllum æðum, og hefur norski söngvarinn DeepJimi Siggi Eyberg og félagar þén- Gildrumezz Gildran breytti um nafn og uðuum tima vel á eftirhermubransanum einbeitti sérað Creedence Stebbi og Eyvi Eiga það til að bregða sér i gervi Simon og Garfunkel Þýska hljómsveitin Die Herren skemmtir á NASA á fimmtudag og föstudag með lögum eftir U2, og taka líklega talsvert minna fyrir greiðann en Bono og félagar. Þær eru þó að- eins ein afmörgum hljómsveitum sem herma eftir frægum böndum. Kover-bönd eru að ryðja sér rúms á íslandi. Nýtt trend í uppsiglingu. Kjell Elvis sungið þar, jafnframt því sem að önnur Elviskvöld hafa verið haldin. Steinn Ármann hefur einnig stundum komið fram sem Elvis. í sumar lék hann víkinga Elvis á Vík- ingahátið, og um þessar mundir fer hann á kostum í leikritinu Eldað með Elvis. Creedence á Kaffi Reykjavík Þó eru það enn gömlu súpergrúppurnar sem heilla mest. Gildran trekkti að fleiri en hún hafði gert í langan tíma þegar hún breytti nafninu í Gildrumezz og spilaði ein- ungis lög eftir Creedence Clearwater Revival, og gáfu jafnvel út plötu með efni þeirra. Dúndurfréttir hafa verið að gera það gott undanfarið með lögum eftir Pink Floyd og kvöld hafa verið haldin til heiðurs Deep Purple og Black Sabbath, þar sem Eiríkur Hauksson birtist eina ferðina enn. Eitt nýjasta eftirhermubandið, Feel Freeman, spilar lög eftir hina tiltölu- lega ungu Red Hot Chili Peppers. Sumir spila lög listamanna sem aldrei hafa náð miklum söluhæðum, en eiga þó sterka aðdáendakjarna. Hljómsveitin Misery Loves Company hefur við og við spilað Tom Waits plötur í heilu lagi á Sirkús og Central í miðbænum, og blaðamaður hefur reyndar gefið út plötu með Leonard Cohen lögum á íslensku. Hann getur vottað fyrir það að maður ríður ekki alltaf feitum hesti ífá slíku ljárhags- lega, og því þarf oft að bæta það upp með áhuganum. valur@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.