Dagblaðið Vísir - DV - 05.02.2004, Side 29

Dagblaðið Vísir - DV - 05.02.2004, Side 29
DV Fókus FIMMTUDAGUR 5. FEBRÚAR 2004 29 Æskudýrkun fullorðinna tröllríður nú öllu og á sama tíma kvartar þetta fólk yfir lágu sjálfsmati barna sinna, sem þurfa að standast harðar kröfur um líkamsburð og klæðnað. En hvernig eiga börnin að vera sátt við að vera fimm kílóum of þung í fötunum sem keypt voru í Hagkaupum, á meðan mamma sýnir sílikonið í gegn- um DKNY-bolinn sinn og pabbi klæðist Armani og keyrir um á Audi TT? Paul McCartney Glft- ist konu sem er 25 árum yngri en hann, lét lita á sér hár og augabrúnir og flutti i nýtt hús við hliðina á tónlistarmanninum Fatboy Slim. og fara út með hundinn eftir vinnu, fara for- eldrarnir í Playstation áður en þeir mæta á hárgreiðslustofuna til að láta setja í sig nýjar strípur. Fullorðið fólk vill verða börn og böm vilja verða fullorðin. Eini munurinn á þessum tveim- ur þjóðfélagshópum virðist nú liggja í líffræðinni, því hugsun- arhátturinn er sá sami. Stúlkur ala börn upp úr tvítugu og for- eldrarnir aftur upp úr fertugu, þannig að mörg nýfædd börn sam- tímans eiga ófædd móður- eða föður- systkin. Nostalgían hefur skapað ringulreið þannig að brátt verða ömmur og afar jafngömul barna- börnum sínum. Madonna Lesbiskur barnabókahöfundur eða bara ringluð móð- ir? Einn daginn kyssir hún Britney Spears en hinn skrifar luin barnabók. Óvissa og óöryggi foreldranna Sálfræðingar segja þessa nostalg- íuhugsun miðaldra fólks svo sem ekki vera nýja af nálinni en hún hefur auk- ist mikið á síðustu árum. Meðalaldur tölvuleikjaspilara var t.d. árið 1990 18 ár en var árið 2000 orðinn 29 ár. Sala á barnabókum hefur aukist mikið á þessum tíma og sífellt fleiri barna- bækur hljóta verðlaun, einfaldlega vegna þess að það er fullorðið fólk sem er að lesa þær. Það sama má segja um tónlist og kvikmyndir. „Þessi hegðun ber vott um óöryggi og óvissu fólks um hvað það vilji gera í framtíðinni," segir breski sálfræð- ingurinn Frank Furedi. „Þegar for- eldrar eru farnir að blanda of miklu geði t.d. við vini barna sinna, farnir að hlusta á sömu tónlist og horfa sömu kvikmyndir, er það yfír- leitt vegna þess að þeim finnst eitthvað vanta inn í sitt eigið líf. Þannig hefur þunglyndis- sjúklingum í aldurshópnum 25-35 ára fjölgað um 10% á hverju ári síðustu ár og þetta virðist haldast í hendur." Það eru því ekki bara blessuð börnin sem eru að fara með alll til fjandans með fárán- lega háum kröfum um útlit og annað, þvf foreldrarnir eru alveg jafn slæmir. Þetta sanna dæmin, s.s. Madonna sem slefar upp í Britney Spears milli þess sem hún skrifar barnabækur, Tony Blair eignast börn upp úr fimm- tugu og spilar á Fender-gítarinn sinn, Paul McCartney giftist konu sem er 25 árum yngri og lætur lita á sér hár og augabrúnir. Á sama tíma byrjar Harrison Ford með stúlku sem er 20 árum yngri en hann sjálfur og kaupir sér Harley-mótorhjól, Bill Clinton fer í megrunarkúr, ferry Hall skilur við Jagger og byrjar með manni sem er 10 árum yngri en hún, á sama tíma og hún er aðalmódel fyrir nýju H&M unglingalínuna. Kyn- slóðirnar virðast vera áð skipta um hlut- verk. Tony Blair Nýbakaður fimmtugur faðir sem gengur um igallabux- um og spilar á raf- magnsgitar þegar Oowning-streetið er ekki fullt af lordum og oðrum tedrykkju- mönnum. Harrison Ford Hinn rumlega sextugi Ford ° / sambandi við konu sem er 20 árum yngri °g keyrir um á Harley Oavidson. Þau hlusta á Sigur Rós og lesa Harry Potter, ganga um í Levi’s bux- um og Adidas-skóm, spila Playstation og ferðast um á línuskautum. Þau borða á Grænum kosti, drekka diet- kók og horfa á klámmyndir. Svona halda margir að unga fólkið sé í dag, en því fer íjarri - þetta er fólkið sem er komið yfir fertugt en neitar að trúa því. Ringulreið nostalgíunnar Æskudýrkunin virðist alltaf vera að aukast. Ef litið er inn í tískuvöru- verslun er ekki óalgengt að sjá tvær stúlkur vera að skoða föt saman. Eru þær vinkonur? Kannski systur? Nei, þær eru mæðgur en það þarf svo sem enginn að skammast sín fyrir mis- skilninginn því mamman er í flegnari bol en 16 ára dóttirin, helmingi sól- brúnni og með mun strekktara andlit. Sumir foreldrar virðast ekki sætta sig við gang lífsins og að þeirra tími sé liðinn. I stað þess að sjá um heimilið Dcmi Mooie Ásamt hinum unga elskhuga sinum, Ashton Kutcher Stjörnuspá Jónas Kristjánsson, ritstjóri Eiðfaxa, er 64 ára í dag. „Hann ætti að taka sinn tíma og ekki hika við að starfa í þágu fólks af sanngirni og auð- mýkt," segir í stjörnuspá hans. Jónas Kristjánsson VV Vatnsberinn (20.jan.-1s.febrj 'vY ----------------------------------- Miklar líkur eru á að þú náir langt þegar draumar þínir eru annars vegar, ef þú temur þér háttvísi gagnvart náunganum og tileinkar þér að fyrirgefa öðrum mistök sín. Rasaðu ekki um ráð fram þegar frjármál eru annars vegar. H F\skm\t (19.febr.-20mars) Hvar sem þú stígur niður fæti Ijómar umhverfið sannarlega. Þú getur orðið hvað sem þú vilt, hafðu það hug- fast. Vinnugleði einkennir stjörnu fiska en á sama tíma birtast hér stórir draumar sem ekki mega gleymast. Hrúturinn (21. mars-19. aprii) Líkamleg áreynsla hleður orku- stöðvar hrútsins svo um munar en á sama tima ættir þú að byggja upp þlna eigin sálarró með því að vera sérstaklega vak- andi fyrir því jákvæða sem þú upplifir. ^ Nautið (20 apríl-20. mal) Ákveddu hvert þú stefnir í raun og veru, óháð öllu sem í kringum þig er. Bjóddu kraftinum heim því stjarna nauts- ins er fær um slíkt í febrúar. Þú laðar ef- laust um þessar mundir að þér kraftaverk- in og það sem kallast heppni. nTvíburarnirpí . mal-21.júnl) Þú ert án efa afkastamikil/l um þessar mundir því kraftur þinn er mikill hér þegar stjarna þín er skoðuð. Hlustaðu gaumgæfilega næstu daga á það sem þú upplifir og treystu því sem þú heyrir þeg- ar sjálfið lætur þig vita hvað er þér fyrir bestu. Kttbb'm (22.júní-22.júll) Settu líkamlega velferð þína framarlega í forgangsröðina þessa dag- ana. Stjarna krabbans þarfnast daglegrar hreyfingar og útrásar á einhvern hátt svo skapið þvælist ekki fyrir henni. Ljónið(2ijii//-?2.^úst) Þú birtist hérna spámanni sem manneskja sem er sífellt á hlaupum. Stjarna þín þráir hvíld á einhvern hátt og skipulag þegar óklárað verkefni er annars vegar. 115 Meyjan (21 ágúst-22. septj Þér er ráðlagt að bera fram ósk- ir þínar með því að segja einfaldlega frammi fyrir sjálfinu og jafnvel öðrum hvað þú þráir. Ekki hika við að trúa á eigin getu til að skapa framtlð þlna. Q Vogin (2lsept.-23.okt.) Gleymduekkiaðaðrirleggja jafn hart að sér og þú þegar nám eða við- skipti eru annars vegar. Stjarna vogar ætti að endurskoða lífsgildin sem hún lifir en hún er eflaust meðvituð um að þótt hún bjargi ekki heiminum er hún vissulega fær um að leggja fram sinn skerf. Sporðdrekinn (2iokt.-21.n0v.) Hér bíða tækifæri eftir því að vera uppgötvuð og framkvæmd en þú átt það stundum til að forðast þau og trúna á getu þína til afreka. Þegar þú hefur sæst við sjálfið eflist orka þín og ekki síður framkvæmdasemin. / Bogmaðurinnp2.nw.-2!.ítej Þér er ráðlagt að hugsa ein- göngu jákvætt og einbeita þér að því góða I fari náungans. Líðan þín breytist vissulega með árstíðunum þar sem hugs- anir þínar og viðhorf til umhverfisins ein- kenna þig á mismunandi vegu. Steingeitin (22.des.-19.janj Vertu meðvitaður/meðvituð um í hvað þú eyðir tíma þínum og með hverj- um, næstu daga og vikur. Reyndu fyrir alla muni að segja hvað þér býr í brjósti þegar fjölskylda þín er annars vegar. SPÁMAÐUR.IS Z

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.