Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 05.02.2004, Qupperneq 31

Dagblaðið Vísir - DV - 05.02.2004, Qupperneq 31
í DV Síðast en ekki síst FIMMTUDAGUR 5. FEBRÚAR 2004 3 7 Hvernig heimastjórnarpartí vildir bú? Púður í horfinn tíma Fyrir hundrað árum síðan fékk ísland heimastjórn. í ræðum höfðingjanna er þessum áfanga að þakka Hannesi Haf- stein, fyrsta ráðherra íslands, en hann fékk þetta víst í gegn árin þegar íslend- ingar voru upp til hópa fátækir smælingj- ar með hor. Eða þannig má skilja ræðurn- ar. Nú erum við hinsvegar á flottum bílum og ekkert svo fátæk og höfum öll skoðun á því hvernig til tókst, í afmælinu góða. Hefði viljað mark- vissa fræðslu „Ég hef lítið kynnt mér dagskrá afmælisins og sé í raun engan til- gang í því þar sem hátíðin er að mestu haldin í Reykjavík en ég bý á Akureyri," segir Hilda Jana Gísla- dóttir sjónvarpskona á Akureyri. „Ég hefði viljað að í tengslum við heimastjórnarafmælið væri reynt að virkja almenning og að meiri áher- sla hefði verið lögð á fræðslu til al- mennings og kynningarstarf í grunnskólum. Ef áhugi þjóðarinnar hefði markvisst verið vakinn með fræðslu og umræðu um þennan merka atburð, hefði verið enn skemmtilegra að halda góða hátíð fyrir alla þjóðina." Aðspurð um deilur forseta og forsætisráðherra hafði Hilda þetta að segja. „Þetta er einfaldlega kjánalegt mál. Deilur þeirra tveggja minna helst á sandkassaleik og gera lítið úr sjálfu tilefninu. Það er afar sorglegt ef fólk á eftir að minnast þessara tímamóta út frá þessu til- gangslausa rifrildi. Þessir menn verða að hafa manndóm í sér til virða hlutverk hvors a.nnars." „í stað þess að beina athyglinni svona mikið að persónu Hannesar Hafstein hefði verið meira spennandi að byggja á þeim boðskap um áræðni og framkvæmd- ir sem hann bar með sér inn í íslenskt samfélag,“ segir Jón Kaldal ritstjóri Skýs. „Mér sýnist semsagt of mikið púður fara í horfinn tíma í stað þess að horfa fram á veginn með hugmyndafræði Hannesar bakvið eyrað. Það hefði til dæmis verið kjörið að stilla afmælishátíðinni upp á þá leið að velta því fyrir sér hvað við íslend- ingar þurfum að gera til þess að næstu ár megi vera okkur jafn mikill gróskutími og fyrstu ár heimastjórnarinnar þegar framfarahugur og bjartsýni náðu að leika um allt þjóðfélagið,“ segir Jón og bætir við að ekki veiti af bjartsýninni miðað við þá flokkadrætti og geðvonsku sem hafa verið áberandi undanfarið. Formlegt og ætlað fáum Lögmaðurinn „Cullið tæki- færi gengut okkur úr greip- um, segir Heidrún Jónsdóttir. „I mínum huga er mikilvægt að við höldum upp á merka viðburði í Islandssögunni með skemmtilegri og fjölbreyttri hátíðardagskrá sem höfðar meira til fjöldans og þá ekki síður yngri kynslóðarinnar. Hátíðahöldin núna virðast hafa verið alveg á hinn veg- inn, formleg og ætluð fáum fremur en fjöldanum," segir Heiðrún Jónsdóttir fram- kvæmdastjóri lögmannsstofunnar Lex. „Ungar og upprennandi kynslóðir í landinu þurfa að þekkja sögu lands og þjóðar og hverjir helstu merkisdagar hennar eru. Og þá ekki síður hvaða áhrif slíkir atburðir höfðu á þjóðina til lengri tíma litið - koma þeim stundum aðeins út úr nútímanum sem er síbreytilegur, auðvelda þeim þannig að sjá söguna í samhengi. Hátíðahöld með þeim hætti sem við höfum séð síðustu daga skila að mínu mati slakari árangri - og gullið tækifæri til að skemmta og fræða ungu kynslóðina rennur okkur úr greipum." Vil látlausa hátíð Sjónvarpskonan „Hátiðin er að mestu haldin i Reykjavik en ég bý á Akureyri," segir Hilda Jana Gisladóttir. „Ég vil hófstillt og látlaust heimastjórnarafmæli,“ segir Valgeir Guðjónsson tónlistarmaður. „Allar umræður og deilur um afmælið í fjölmiðlum hafa verið ákveðið innlegg í skammdegið. Persónulega hef ég ekki myndað mér skoðun en það er erfitt þegar horft er á gár- ur á yfirborði án vitneskju um hvað leynist í djúpinu. Þjóðinni leið- ist að minnsta kosti ekki á meðan.“ Valgeir segist að öðru leyti vona að hátíðahöldin í tilefni þessa merka atburðar nái sínum tilætlaða árangri, sem sé að minnast merkra tfmamóta í sögu þjóðarinnar og sjálstæðisbaráttu hennar. Sjónvarpsmógúllinn „Væri fyrirgefið á stundinni," segir Pálmi Cuðmundsson. Fyrirgefið á stundinni „Eins og mér finnst hátíðin hafa tekist í meginatriðum vel og vera þjóðinni til sóma að þá er jafn hallærislegt að forseta lýð- veldsins sé ekki boðið. Ólafur Ragnar hefur mætt við minna tilefni og þess vegna finnst mér ómögulegt að hann sé ekki á svæðinu," segir Pálmi Guðmundsson, markaðsstjóri sjónvarpssviðs Norðurljósa. „Einnig ber að hafa í huga að forsetinn gerði doktorsritgerð um þetta málefni sem gerir þetta mál enn furðulegra. Þeir sem gerðu þessi mistök eiga að koma fram og biðja forsetann og aðra afsökunar. Fólk gerir alltof lítið af því að viðurkenna mistök sín. Þetta væri fyrirgefið á stundinni ef menn kæmu hreint fram.“ Veðurfræðingurinn „Hefði viljað sjá forsetann vera við- staddan afmælið,"segir Sigurður Þ. Ragnarsson. Nægursnjórí íslenskum fjöllum „Ég hefði viljað sjá forsetann vera við- staddan afmælið, enda eru þetta mikil 1 tímamót,1' segir Sigurður Þ Ragnarsson | veðurfræðingur á Stöð 2. „Forseti íslands er jú æðsti handhafi framkvæmdavaldsins og það hefði sett mikinn hátíðarbrag yfir afmælið hefði hann séð sér fært að mæta. Hvað rík- isráðsfundinn varðar tel ég það vera öllu minna mál og óþarflega mikið gert úr honum. Það er líka einkennilegt hvað forsetinn tekur j þetta nærri sér þar sem hann ákvað nú sjálfur ; að vera fjarverandi á afmælinu." Sigurður bætir því hinsvegar við að allar I umræður um þetta mál séu ágætar, enda veki : þær fólk til hugsunar um hvernig stjórnskipan j landsins sé háttað. „Þetta hristir upp í fólki og það er alltaf jákvætt. Fjölmiðlar hafa auðvitað velt fyrir sér ýmsum vinklum á málinu og skapað skemmtilega umræðu," segtr Sigurður. Bætir við að vonandi hafi skíðaferð forsetahjónanna verið ánægjuleg, en að sama i skapi megi benda á að nóg sé af snjó í íslen- skum fjöllum og það hefði óneitanlega verið j ánægjulegt að sjá forsetann spóka sig þar. Barnagleði ( „Afmæli eru fyrir börn. Og eiga að vera það,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarfulltrúi. „Ég veit til þess að fjöldi skóla og leikskóla hefur unnið verkefni í tengslum við hundrað ára afmæli heimastjórnar. Ég held að það hefði miklu skemmtilegra að senda heilsu- bætandi gulrótarköku með hundrað I kertum í hvern þeirra heldur en að | halda uppstríluð hóf fyrir fáa útvalda. j Gleðin hefði án efa verið óskiptari. Kannski hefði ekki heldur verið vit- laust að gefa út myndasögu eða tölvu- leik í tilefni tímamótanna. Ég veit ekki hvort það verði biðröð á bókasöfhun- um eftir Sögu stjórnarráðsins, eins ágætt framtak og það getur þó án efa talist. Ein hugmynd þarf heldur ekki að útiloka aðra. Ætli afmælisnefndin gerði ekki best í því að leggjast í bakst- ur?“ I

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.