Akranes - 01.12.1944, Blaðsíða 8

Akranes - 01.12.1944, Blaðsíða 8
140 AKRANES Frú Ingiríður Jóhannesdóttir og Bergþór Arnason Ungur má en gamall skal. Mjög fer nú að fækka því fólki, sem fullþroska var og hafði fyrir nokkru byrjað búskap um það leyti, sem ég fyrst man eftir mér. Margt af því var hið mesta kjarnafólk. Vinnusamt, þrautseigt og búið hinum beztu dyggðum á gamla vísu. Dyggðum, sem var og verður hyrningarsteinn undir velferð og velfarnaði hvers þjóðfélags, sem vill standa traustum fót- um og vera sjálfs sín herra. Ein úr þessum hópi er sú kona, sem nýlega er látin, og ég vildi mæla hér eftir með nokkrum orðum. Fátt af þessu fólki átti nokkurn kost lærdómsframa eða prófa í nokkurri mynd. En margt af því hefur staðist reynslu- próf lífsins með heiðri og sóma, og svo er um Ingiríði á Berg- þórshvoli. Hún var fædd í Háuhjáleigu í Akraneshreppi hinum forna, 3. júlí 1855. Foreldrar hennar voru Jóhannes Bjarnason og kona hans, Ingiríður Nikulásdóttir. (Mun hún hafa verið systir Brynjólfs í Gerði). Þau bjuggu víða á Nesinu: Á Innra- Hólmi ,Reyni og Staðarhöfða, og þar missti Inga föður sinn, er hún var 13 ára gömul. Eftir lát föður síns var henni komið að Lambhúsum til Guðríðar Einarsdóttur, ekkju Magnúsar Sigurðssonar, þar sem hún var í tvö ár. Næstu sex árin var hún hjá Magnúsi Vigfússyni smið, síðar á Austurvöllum, og fyrri konu hans Halldóru Sigurðardóttur. (Magnús var sonur Guðríðar í Lambhúsum). Þá fór hún til Jóns Guðmundssonar í Garð- húsum, og var þar í átta ár. (Jón í Garðhúsum fór síðar til Ameríku. Árið 1885 byrjar Ingigerður búskap á Háteig, með ungum manni, Bergþóri Árnasyni, sem síðar varð maður hennar. Þá voru þau nokkur ár á Austurvöllum, eða þangað til þau byggðu 1896, sitt gamla litla hús, sem Inga var í alla tíð síðan. Bergþór var fæddur í Stóra-Lambhaga, en þar bjuggu for- eldrar hans, Árni Bergþórsson og kona hans Málfríður. Son- ur þeirra var og Ólafur, faðir Einars kaupmanns Ólafssonar hér. þeir viðurkenni að þeir séu Guðs ættar, og sé ætlað hlutverk að vinna. Það hlutverk að vera samverkamaður Guðs í því að skapa nýja jörð, hlúandi að þeirri fullvissu, að við leiðar- lok hér, sé enn lítill áfangi farinn af því lífi, sem fyrir hönd- um er. Með lífi, starfi og dauða þess barns, sem jólin eru helguð og við tengd, birtir fyrst í mannheimi. Þá lengist dagur og sólin hækkar sinn gang. Ef mennirnir veita viðtöku þeim boð- skap eins og beztu börn, er von um frið handa friðvana mannkyni. Allt þetta myrkur, ófrelsi og eymd er að kenna mönnunum sjálfum. Mönnum, sem einir þykjast allt geta, og öllu stjórnað vel. Þeim mönnum, sem þvinga menn til þess að tilbiðja sig, í stað þess herra, sem einum ber mátturinn og dýrðin. Bergþór var vel greindur, og hinn mesti myndarmaður. Hann var aldrei heilsuhraustur, þjáðist lengi af sullaveiki. Bergþór las mikið og fylgdist vel með, og var afbragðs heim- ilisfaðir. Eingöngu stundaði hann sjó á opnum skipum, og var lengi formaður fyrir Hallgrím í Guðrúnarkoti, Níels í Lambhúsum o. fl. Á engu heimili hér mun hafa verið ofið eins mikið af vað- máli sem á Bergþórshvoli. Því segja mátti, að Bergþór færi aldrei úr vefstólnum. Inga vann og mikið úr ull alla tíð. Bergþór andaðist 15. marz 1936. Mikið er hér nú öðruvísi umhorfs, en þegar Ingigerður flutti hingað 1868. Þá var hér enn ekkert timbur- eða stein- hús, engin verzlun, enginn barnaskóli eða n^kkurs konar samkomuhús. Enginn læknir, presturinn sat þá í Görðum. Þá var hér engin kennsla hafin, nema hvað Sigurður Lynge fékkst við lítilsháttar tilsögn í skrift, reikningi og kristnum fræðum. Það sem alveg sérstaka athygli vakti við þessa konu, var hin einstaka stilling, látleysi, prúðmennska, góðvild og göfgi. Eg fullyrði, að enginn maður hefur nokkru sinni séð hana skipta skapi, eða heyrt hana hafa stór orð. Það er náttúrlega alveg fjarri lagi að minnast á stór orð í hennar eftirmælum, svo jafnlynd kona, sem hún var, og aldrei talaði hátt, hvað þá meira. Þá má og hiklalst fullyrða, að til hennar hefur enginn maður borið kala, hvorki lengri eða skemmri tíma, og mun það fátítt mjög. Hún talaði ekki illa um aðra, aftur á móti mun hún ósjaldan hafa dregið í efa eða dregið úr slíku umtali, ef hún var áheyrandi að slíku, og ef til vill með hægðinni, (sem ekki var hægt að komast hjá að taka eftir) vakið athygli á hvort nú mundi ekki ofsagt vera. Á Bergþórshvoli var aldrei um efni að ræða, en hjónin voru innilega samhent og nægjusöm. Þau voru óvenjulega veitul, þótt ekki væri af miklu að miðla. Heimilið var kyrr- látt og hlýtt, og því vel þeginn og kærkominn griðastaður gesta og gangandi, enda voru þar margir gestkomandi, sér- staklega sveitafólk. Húsið þeirra var ekki stórt eða háreist, en hjartarúmið, velvildin og tryggðin var ótakmörkuð. Því var við brugðið, hve Inga bjó til góðan mat á gamla og góða íslenzka vísu. Hefur það vitanlega ekki verið til að draga úr gestaganginum. Hér var áður bent á nokkra áberandi eiginleika í fari Ingi- ríðar á Bergþórshvoli. Til viðbótar mætti hér minnast á þrek hennar og sérstaklega góða heilsu alla tíð. Það mun ekki vera hægt að segja, að henni hafi orðið nokkurn tíma mis- dægurt, að undanskyldu að hún lá í mislingum árið 1882. Rósemin, stillingin og góðviljinn var yfirgnæfandi í fari hennar. Það eru miklir og góðir kostir, sem eru gulli dýrri fyrir viðkomandi heimili hans, bæ og alla byggð. Hjónin á Bergþórshvoli eignuðust þrjú börn. Jóhannes, er dó á 1. ári. Árna fiskimatsmann í Ráðagerði, sem giftur er Sigríði Guðnadóttur, og Ingiríður á Ökrum, ekkja eftir Guð- jón Þórðarson á Vegamótum. Ó. B. B.

x

Akranes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.