Akranes - 01.12.1944, Blaðsíða 15

Akranes - 01.12.1944, Blaðsíða 15
AKRANES 147 Svafa Þórleifsdóttir skólastjóri Á síðast liðnu vori sagði Svafa Þórleifsdóttir lausu skóla- stjórastarfi sínu við. barnaskólann á Akranesi, sakir heilsu- brests. Tekur hún að sér léttara starf. En samkvæmt beiðni skólanefndar gegndi frú Svafa skólastjórastarfinu til 30. sept. síðast liðinn. í septembermánuði skipaði kennslumálaráðherra Friðrik skólastjóra Hjartar, á Siglufirði, skólastjóra við barnaskólann á Akranesi, og fluttist hann hingað nokkru fyrir mánaðar- lokin. Með október hófst kennsla í öllum deildum skólans, og var barnaskólinn settur 1. okt. Skólasetning fór að þessu sinni fram í kirkjunni. Var þar fjöldi fólks saman kominn til þess að heilsa nýja skólastjór- anum og kveðja hinn fráfarandi skólastjóra. Friðrik Hjartar setti skólann með skörulegri ræðu til barn- anna og aðstandenda þeirra. Formaður skólanefndar bauð nýja skólastjórann velkominn og óskaði að skólanum mætti vel farnast undir stjórn hans. Beindi hann síðan máli sínu til fráfarandi skólastjóra, frú Svöfu, og þakkaði henni í nafni skólanefndar fyrir vel unn- ið starf. Nemendur frú Svöfu hér á Akranesi, vottuðu henni þakkir fyrir starf sitt og færðu henni álitlega peningagjöf. Bæjar- stjórn Akranesskaupstaðar hafði og samþykkt fjárveitingu í viðurkenningarskyni henni til handa, og var sú upphæð einn- ig afhent henni við skólasetninguna. Kennarar barnaskólans færðu fráfarandi skólastjóra vand- að gullúr í þakklætisskyni og skólanefnd Flateyjarbók. Áður hafði Kvenfélag Akraness sýnt frú Svöfu Þórleifs- dóttur þakklæti sitt fyrir 16 ára formannsstörf og félags- konur fært henni peningagjöf. Svafa Þórleifsdóttir hefur verið skólastjóri barnaskólans í síðast liðin 25 ár og auk þess beitt sér af miklum áhuga fyrir ýmsum öðrum menningarmálum Akurnesinga um aldarfjórð- ungs skeið. Við komu hennar færðist nýtt líf í unglingaskóla þann, er U. M. F. Akraness stofnaði á sínum tíma. Hún stjórnaði hon- um svo, að vinsældir hans fóru vaxandi. Kom sá skóli að góðu gagni og bætti úr brýnni þörf þangað til gagnfræða- skólinn var stofnaður. En unglingaskólinn undirbjó framar öllu jarðveginn fyrir stofnun hans. Frú Svafa hefur og stutt margt ungmennið til framhalds- náms með hvatningu, góðum ráðum og einkatilsögn, eftir því sem tími hennar og heilsa leyfði frekast. Svafa Þórleifsdóttir var hinn ötulasti ungmennafélagi, með- an sá félagsskapur var með blóma hér á Akranesi. Hún stjórn- aði um mörg ár barnastúkunni, og var lengi í stjórn Sjúkra- samlagsins, meðan það átti við mesta örðugleika að stríða í byrjun. Hún var 15 ár í stjórn Hjúkrunarfélags Akurnesinga, eða þangað til Sjúkrasamlagið gat ráðið sér hjúkrunarkonu. Hún gekkst fyrir stofnun kvenfélags hér á Akranesi og var formaður þess frá upphafi. Hefur það haft mikilvæg störf með höndum undir stjórn hennar. Hún var um langt skeið einn af tryggustu félögum kirkjusöngflokksins hér í bæ og tók þá stundum að sér organistahlutverkið, ef á lá. Þannig hefur frú Svafa verið ósérhlífinn og fjölhæfur menningarfrömuður á mörgum sviðum á meðal vor. Frú Svafa tekur nú að sér mikilvæg störf fyrir Landssam- band íslenzkra kvenfélaga. Þakka Akurnesingar henni óeigin- gjarnt aldarfjórðungsstarf hér í bæ og óska henni alls góðs í hinum nýja verkahring. Ragnheiður Ásgrímsdóttir. Neðri-Teig. Lífið er stmidum erfiður skóli Það má segja að við, sem fædd erum á milli 1890 og 1900 vitum næsta lítið um þá margvíslegu eymd og erfiðleika, sem kynslóðirnar á undan okkur hafa átt við að búa í þessu landi. í æsku, á manndómsárunum og einnig í elli sinni. Við, sem fædd erum á áðurnefndu tímabili förum þó mun nær um erfiðleika í þessu efni, heldur en þeir, sem ekki eru fæddir fyrr en 1910 eða svo. Svo miklu munar einmitt hér, að í mörgum tilfellum má segja að hvítt sé svart. Svo gagnólíkur var aðbúnaður allur og möguleikar á ekki lengri tíma. Hér verður með örfáum orðum minnst á eina af þessum ágætiskonum, sem kannað hefur að marki harðneskju þessa skóla. Konu, sem hefur gert meiri kröfur til sjálfrar sín en annarra, og af sjálfsaga og eigin þrjózku í þessum efnum, ef til vill gengið feti framar en hún hefði átt að gera. Þessi kona er Ragnheiður Ásgrímsdóttir á Neðri-Teig, og varð 85 ára 1. desember síðast liðinn. Ragnheiður er fædd á Helluvaði í Þingeyjarsýslu 1. des. 1859. Hún fluttist til Grindavíkur með foreldrum sínum, er hún var aðeins fimm ára gömul. Þar var hún með þeim til fimmtán ára aldurs, en fór þá í vistir hingað og þangað, síðast að Innrahólmi til Ánra Þorvaldssonar og giftist hún þaðan 24. júní 1890, Sigurði Sigurðssyni, — sem líka var þar vinnu- maður, — en hann var ættaður frá Lambhaga. Þau byrjuðu þegar búskap í Nýjabæ, sem er eitt kotið í túnfætinum á Innrahólmi. Þegar þetta var, átti Ragnheiður inni í búinu hjá Árna um 30 krónur, en Sigurður um 70 kr. Var þetta allur eigindómurinn og fyrir það var keyptur matur og nauðsyn- legustu hlutir. Kotinu fylgdi hinsvegar ein kýr og fjórar ær, en einhvernveginn festu þau kaup á einni hryssu til viðbótar. í byrjun leit nú ekki illa út um búskapinn, því að tvö höfuð voru á hverri kind. Lömbin voru átta undan þessum fjórum ám, en þau drápust öll úr pest um haustið. Um veturinn varð ónýtt annað júgrið undir kúnni vegna slæmrar ígerðar. Sama veturinn lét hryssan fylinu, svo að ekki leit þetta eiginlega vel út með afkomuna. Bóndinn fór til sjávar á vertíðum, en þær gátu stundum brugðist líka. Fyrsta barnið fæddist næsta sumar, þá var bóndinn að vinna af sér eftirgjaldið. Hann kom og var heima fyrsta sólarhringinn. Systir konunnar á Innra-Hólmi var ljósmóðirin, sem var hjá Ragnheiði og heimsótti hana eins og venja er til. En þar fyrir utan lá Ragnheiður þar sem hún var komin, nema hvað vinkona hennar úr næsta koti leit til hennar við og við. Ragnheiður segist hafa legið í rúminu í viku, (en þó sögðust

x

Akranes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.