Akranes - 01.12.1944, Blaðsíða 9
AKRANES
141
HEIMILIÐ
III.
Konan er höfuðdjásn og prýði heimilsins
Góð kona er kjarni þess og innri eldur. Hún er uppistaðan
og ívafið af öllum þeim gæðum og göfgi, sem gerir það að
sönnu heimili. Hún gerir það að griðastað fyrir næðingum
lífsins. Hún gerir það að háborg menningarinnar. Hún gerir
það að sælustað. Hún leggur fram allt það, sem hefur varan-
legt gildi fyrir heimilið og þjóðfélagið, lífið. Þetta skilst of
fáum karlmönnum, því ekki kemur það ósjaldan fyrir, að
þeir hindra konuna í að njóta sín við þetta hennar mikils-
verðasta lífsstarf, sem heilbrigðar konur jafnaðarlegast þrá
að inna af hendi, svo sem köllun frá hinum hæsta. Vér segj-
um jú, að karlmaðurinn beri björg í bú, og sjái því fjárhags-
lega borgið. Það er mikils virði, en þó einskis vert, án þess
sem góð kona starfar samkvæmt framansögðu.
Margir húsfeður gegna vitanlega öllum skyldum sínum með
hinni mestu árvekni og prýði. Og þar sem þetta fer hvort-
tveggja saman, skapast hollt og heilbrigt heimilislíf, ósigr-
andi vígi drengskapar og dánumennsku í margvíslegri merk-
ingu talað.
Ef konan er fyrirmyndar kona, er hverju heimili venju-
lega borgið, því til sönnunar eru nærtæk dæmi og langsótt.
Án góðrar konu er ekki hægt að nefna heimilið því nafni.
Góð kona er trúuð. Hún gerir mikið úr litlu. Hún er nægju-
söm, þrifin og þolgóð. Hún er hinn góði engill heimilisins,
skjól þess og skjöldur í hinu innra mikilsverða starfi, sem
mest mótar manninn og gefur lífinu gildi.
Þetta eru engin slagorð eða hugarburður. Flettið upp í
heimsins sígildustu bókmenntum fyrr og síðar. Hvað segja
skáldspekingar vorrar þjóðar? Matthías segir í kvæði til
móður sinnar:
Þá lœrði’ ég allt, sem enn ég kann,
um upphaf og enda’, um Guð og mann
og lífsins og dauðans djúpin.
Mitt andans skrúð var skorið af þér,
sú skyrtan bezt hefur dugað mér
við stormana, helið og hjúpinn.
Enn segir hann:
Eg hefi þekkt marga háa sál,
ég hefi lœrt bœkur og tungumál
og setið við lista lindir;
en enginn kenndi mér eins og þú
hið eilífa’ og stóra, kraft og trú,
né gaf mér svo guðlegar myndir.
Einar Benediktsson segir:
En bæri ég heim mín brot og minn harm,
þú brostir af djúpum sefa. —
Þú vógst upp björg á þinn veika arm;
þú vissir ei hik eða efa.
I allieim ég þekkti einn einasta barm,
sem allt kunni að fyrirgefa.
Þannig segja miklir menn á öllum öldum, á öllum tungum,
að móðirin sé hámark hins bezta, sem þeir þekkja. Að þaðan
sé þeirra andans skrúð og eilífa von.
Hefur þjóð vor ráð á að láta nokkurt tækifæri ónotað til
þess að skapa tryggingu fyrir því, að komandi kynslóðir geti
vitnað um það sama, þó með öðrum orðum sé. Ekki einasta
i orðum, heldur í lífi og starfi með hverri kynslóð.
Kristleifur Þorsteinsson á Stóra-Kroppi:
A s j ó o g I a n d i
Þættir úr ferðasögum
I.
Svo má illu venjast, að gott þyki. Eldri kynslóðum þótti
það leikur einn að fara með lestir úr sveitum Borgarfjarðar
til Akraness og þaðan til Reykjavíkur á áraskipi. Ekki þóttu
slí-k ferðalög neitt annað eða meira en hvert annað starf, sem
ekki varð umflúið af þeim bændum, er í sveitum bjuggu.
Flestir bændur fóru í slíkar lestaferðir tvisvar á ári og sumir
miklu oftar. Sjaldnast voru þessi ferðalög svo viðburðarík,
að í frásögur væru færandi. Þótt slys í ýmsum myndum ættu
sér stað bæði á sjó og landi á þessum leiðum, voru þau næst-
um undra fá, miðað við þær torfærur, sem við var að etja.
Einkum voru það sjóferðirnar milli Akraness og Reykjavíkur,
sem urðu stundum í frásögur færandi, þótt leiðin sé ekki
löng. Á góðu skipi, sem -róið var af samæfðum ræðurum, var
þetta tveggja stunda róður í logni, eða allt að því tvö þúsund
áratog. Menn réru sem næst því sextán áratog á mínútu. í
snörpum bitahöfuðsbyr var þetta hálfsannarstíma sigiing.
Það mátti því teljast leikur að fara á milli Akraness og
Reykjavíkur á áraskipi, þegar allt lék í lyndi með skip, menn
og veður. En ekki var því ætíð að fagna að byrlega blési, sízt
í haust- og vetrarferðum.
Þegar ég byrja á þessum þáttum, vakna ótal ferðaminning-
ar, sem ég get skrifað um af eigin reynd. í sjálfu sér geta
þær ekki talizt merkilegar, að öðru en því, að þær varpa
nokkru ljósi yfir löngu liðna tíma. Undantekningarlaust voi’u
það ætíð nefndar lestaferðir, þegar menn lögðu upp með
nokkra áburðarhesta í aðdráttaferð. En til skýringar voru
ferðirnar nefndar eftir þeim stað, þar sem viðskiptanna var
helzt að vænta, t. d. Reykjavíkurferð, Jökulferð, Akraness-
ferð og Brákarpollsfei’ð. Þá voru árstíðir oft nefndar til skýr-
ingar í sambandi við þessar ferðir, svo sem lokaferð, 11. maí,
Jónsmessuferð, 24. júní, og haustferð nálægt september lok-
um. Þá voru ferðirnar ennfremur nefndar, eftir því sem
flutt var að og frá heimilum. Skreiðarferð, ullarferð, rjúpna-
ferð, slógferð.
í slógferð fói’u aðeins þeir, sem bjuggu í námunda við ver-
stöðvar og sóttu nýjan trosfisk. Slík ferðalög þóttu aldrei bú-
sældarleg. Voru þeir, sem leituðu sér viðurværis með því
móti, oft nefndir búskussar, sem lifðu á sjóslöpum. Þó var
það blessað sjófangið, sem í neyðarárum bætti oft úr sárustu
þörfum. Minnist ég þess, er ég í harðindavori var á heimleið
úr veri. Kom ég heim að bæ, er við leið mína lá. Þetta var
að kvöldi dags. Húsbóndinn var í svokallaðri slógferð, og fór
ég fram hjá honum á heimleið. Húsfreyja bauð mér í bæinn.
Börn þeirra hjóna voi’u háttuð, en ekki sofnuð. Þegar ég hafði
kastað að þeim kveðju, reis lítill drengur upp í rúmi sínu og
sagði: „Var hún farin að veiðast?“ „Við hverja áttu, drengur
minn?“ spurði ég. „Við sleppuna,“ svaraði drengurinn. „Grá-
sleppan veiðist nú vel,“ sagði ég, „og pabbi þinn er hér á
heimleið með tvo hesta í taumi og annan þeirra fullklyfja af
grásleppu."
Við þessa frétt glaðnaði yfir litla drengnum, sem áður var
á milli vonar og ótta, hvort úr mundi rætast. Nú hallaði hann
sér rólegur á koddann í beztu von um góða saðningu næsta
morgun.
Á hungursárum hafa margar sögur þessu líkar endurtekið
sig í ýmsum myndum. Þótt slógferðir þættu aldrei búsældar-
merki, bættu þær oft úr brýnustu þörf.
Það þótti talsverð upplyfting frá daglegum heimilisstörf-