Akranes - 01.12.1944, Qupperneq 11

Akranes - 01.12.1944, Qupperneq 11
AKRANES 143 leizt girnilegast. „Nú eru hamratröllin flúin,“ bætti Þorstemn við. „En ég vil ekki hafa Skessuhorn lengur óbyggt. Ég vil hafa einn prest í Borgarfjarðarsýslu og láta hann búa á Skessuhorni og predika þaðan yfir sýslubúum.“ Þessi níst- ingskalda hugmynd Þorsteins þótti mér þá ekki svara verð, svo fjarri lá hún öllu raunverulegu. Nú er ég aftur á móti farinn að halda, að spásagnarandi hafi hrifið huga Þorsteins þá stundina. Nálægt hálfri öld síðar en þetta bar við, höfðu þau undratæki fundizt upp, að flutningur frá einum stað, heyrðist ekki einungis um eina sýslu, heldur næstum því um hálfan hnöttinn. Vegurinn yfir Skarðsheiði var á köflum ýmist með keldum eða klungrum, en vaninn hafði kennt lestamönnum að una slíku vel, því að fagurt var .um að litazt af Skarðsheiði. Af norðurbrún heiðarinnar blasir við Borgarfjarðarhérað allt norður til Holtavörðuheiðar, en af suðurbrún allur Faxaflói milli Garðskaga og Snæfellsness. En á samfelldu gróðurlendi eru bæir Leirár- og Melasveitar á dreif frá heiði til hafs. Einnig sést Hvalfjörður, Akrafjall og Skipaskagi. Allt þetta blasti nú við mér af heiðarbrúninni. Fannst mér sjóndeildar- hringur þessi bæði víður og fagur í vorsólar skini. Leirá, sem hafði verið höfðingjasetur um margar aldir, varð nú fyrst á vegi okkar niðri á undirlendinu, skammt frá heiðinni. Jón skáld Thoroddsen var síðasti stórhöfðinginn, sem þar hafði búið, en nú var hann látinn fyrir tíu árum. Þar á Leirá bjuggu nú Þórður Þorsteinsson frá Hurðarbaki í Reykholtsdal, og kona hans, Rannveig Kolbeinsdóttir frá Hofsstöðum í Hálsasveit, Árnasonar. Þeir voru bræður Kol- beinn og Jón stúdent, sem bjó á Leirá næst á undan Jóni Thoroddsen. Enginn kotungsbragur var á Þórði á Leirá um þessar mund- ir. Nú var hann búinn að kaupa Leirá ásamt nokkrum fleiri jörðum, sem undir hana lágu. Hafði hann þegar reist þar timburhús. Var hann af sumum talinn eigi minni höfðingi, þótt hann væri ómenntaður bóndi, heldur en ýmsir, er þar höfðu áður búið og borið tignarnafn. Leirá var fyrsti bær- inn, sem við komum að, eftir að við fórum frá Reykholti. Þórð á Leirá hafði ég þekkt frá því að ég var á barnsaldri. Þá bjó hann á Sturlureykjum. Þar á Leirá var nú líka Þórð- ur Grímsson, Reykdælingur, maður glaður, reifur og skemmt- inn. Áður hafði hann verið þar skrifari hjá Jóni Thoroddsen sýslumanni. Hafði hann meðal annars afritað fyrir hann Mann og konu, þess vinsælu skáldsögu. Það var eitthvað hressilegt við að koma til Þórðar á Leirá, þótt á honum væri jafnan mikið fas með hurðaskellum og há- reysti. Að gömlum sveitamanna sið fórum við fjörur síðustu veg- ar kaílana til Skipaskaga. Þegar til Skipaskaga kom, varð þetta litla, en að sumu leyti snotra fiskiver, nýr heimur fyr- ir mínum augum. Bæirnir, sem stóðu reglulaust á víð og dreif, voru næstum allir úr torfi og — að örfáum undan- teknum — miklu fátæklegri en meiri hluti bæja í efri byggð- um héraðsins, er þá voru einnig undantekningarlaust allir úr torfi. Ein tilraun í hreinlætisátt auðkenndi þá alla bæi á Skipaskaga. Það var hvítleitur skeljasandur, sem stráð var þar um öll gólf. Þetta var þá venja hjá bændafólki, sem bjó við strendur Faxaflóa. Þótt ég hefði aldrei komið fyrr á Akranes og fáa bændur litið þar áður, þekkti ég þó flesta af afspurn. Allir Borg- firðingar áttu viðskiptavini á Akranesi einkum á Skipaskaga. Þar réri líka fjöldi sveitamanna hvert vor, flestir úr Borgar- firði. Þessi miklu viðskipti juku góða kynningu og hnýttu bræðrabönd. Þegar rætt var í sveitum um afburðamenn, var ýmissa Skagabúa minnzt. Halldór Einarsson á Grund var þá að margra dómi mesta glæsimenni á Skaga og flestum íþrótt- um búinn. Stóðu honum fáir snúning í glímu. Níels Magnús- son í Lambhúsum og Jón Ásbjörnsson í Melshúsum voru taldir rammir að afli. Tómas á Bjargi var talinn frábær for- maður. Mátti vart milli sjá, hver fremstur stóð í þeim listum, er sjómenn þeirra tíma æfðu á áraskipum. Um þessar mundir voru þessir bændur nafnkenndastir á Skipaskaga auk þeirra, sem nefndir eru hér að framan: Hall- grímur Jónsson, hreppstjóri í Guðrúnarkoti, Guðmundur Guð- mundsson í Lambhúsum, Helgi á Sýruparti, bróðir Guð- mundar, Árni Vigfússon í Heimaskaga, Erlendur Erlends- son í Teigakoti, bróðir Tómasar á Bjargi, Magnús skipasmið- ur á Traðarbakka, bróðir Níelsar í Lambhúsum, Jón Pálsson son í Hákoti, Ingjaldur í Nýlendu og þeir mágar, sem voru þá meðal yngstu bændanna, Ásmundur Þórðarson á Háteigi og Ólafur Bjarnason á Litlateigi. Urðu þeir nafnkenndari síðar. Ennfremur vil ég nefna Gunnlaug Jónsson í Sjó- búð, Gísla Einarsson á Hliði og Guðmund Björnsson í Efsta- bæ. Þetta voru allt formenn á áttæringum, aðrir á sexmanna- förum. Sumir þeirra gerðu út tvö skip, en fáir fleiri. Skagabúar voru þá óskiptir sjómenn, öruggir og einhuga. Landbúnaður þeirra sat á hakanum. Ekki var þess getið, að þeir væru lærdómsmenn á bókleg fræði. Aflabrögð og hreysti- verk sátu þar í fyrirrúmi. Eins manns heyrði ég þó getið þar á Skaga, sem talinn var flestum fremri að listhneigð og bók- vísi. Það var Sigurður Lynge í Heimaskaga. *) Hann var söngmaður góður, ritaði fagra hönd og hafði löngun til heims- spekilegra hugleiðinga. Eitthvað átti hann við barnakennslu. Þá var annar maður þar á Skaga, sem vakti á sér eftirtekt. Hann hét Einar Ingimundarson og bjó í Halakoti með Sigríði Hákonardóttur, sem þá var ekkja. Einar þótti skyggn, eða jafnvel talinn göldróttur. Þegar mönnum hurfu hlutir, hvort þeir voru smáir eða stórir, var leitað til Einars í þeirri von, að hann gæti bent á hinn fingralanga. Þótti hann nokkuð viss í þeim sökum. Gripdeildir voru þá fátíðar á Skipaskaga. Mér þótti Einar í Halakoti greindarlegur, skemmtinn og ekki galdramannslegur. Hann var bróðir Guðmundar Ingimunds- sonar bónda á Ölvaldsstöðum í Borgarhreppi, söngmannsins mikla. Nú var þyngsta þrautin eftir fyrir okkur lestamennina. Þeg- ar komið var á Skaga vantaði okkur far til Reykjavíkur, en þangað var ferðinni heitið. Erlendur í Teigakoti átti góðan áttæring, er Elliði hét. Oft hafði Erlendur lánað sveitamönn- una þetta skip til Reykjavíkur, þegar einhver var í förinni, sem gat tekið að sér formennsku. Væri það ekki, fór hann sjálfur með. Fjórar krónur kostaði sjálft skipið, en átta krón- ur, þegar formaður fylgdi. Sjaldan voru sveitamenn svo fljót- ir að ljúka erindum í Reykjavík, að þeir kæmust til baka næsta dag. Fóru þá vanalega þrír dagar til ferðarinnar, þótt veður hindruðu ekki, sem hent gat. Nú gaf Erlendur ekki kost á sér til suðurferðar, þótt til hans væri leitað. Vorvertíð stóð sem hæst og var hverri fleytu ýtt á flot til fiskifanga. Horfðist ekki vænlega á fyrir okkur með far til Reykjavíkur. Kem ég að því síðar, þegar ég er búinn að sjá mig dálítið um meðal Skagabúa og minnast á eitt og annað í sambandi við þá. Allir sveitamenn áttu gistivini á Skaga og fóru umsvifa- - laust að bæjum þeirra, þegar þangað kom og sprettu þar af lestum sínum. Guðmundur á Auðsstöðum gisti hjá Jóni Páls- syni í Hákoti, Þorsteinn Árnason hjá Guðbjarna Bjarnasyni í Skarðsbúð, en ég hjá Tómasi Erlendssyni á Bjargi. Þess má geta, að Guðbjarni var þá formaður á sexmanna- fari og meðal hinna aflasælli þar á Skaga. Guðbjarni hafði á undanförnum árum, oft bætt úr þörfum Þorsteins með sjó- fang. Þorsteinn, sem var í eðli sínu ríklundaður maður og skil- vís, taldi sig standa í þakkarskuld við Guðbjarna. Nú hafði hann smíðað tóbaksbauk, sem hann færði Guðbjarna að gjöf. Baukur þessi var hinn mesti minjagripur, smíðaður úr rost- ungstönn og silfurbúinn. Mátti hann teljast prýðilega gerður af ólærðum smið og mikils virði. Þótti Guðbjarna gjöf þessi góð og meiri en svo, að hún yrði fullborguð. Nú er þessi sex- *) Sigurður Lynge var móðurbróðir séra Jóhanns L. Jóhannssonar á Kvennabrekku.

x

Akranes

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.