Akranes - 01.12.1944, Blaðsíða 23
AKRANES
155
Landbrotið hér er ógurlegt
Landbrotið hér er alvarlegt mál. Aðgerðalítið hefur verið
horft á afbrotið frá ári til árs. Á stundum hefur að vísu ver-
ið á þetta bent, og um þetta rætt, en allar aðgerðir orðið að
engu. Þegar nú „uppgangur“ Akraness er orðinn svo mikill
sem á síðustu árum lítur út fyrir, vonar maður að úr rætist
— verulega — í þessu nauðsynjamáli sem ýmsum öðrum.
Þetta er stórmál fyrir Akranes. Það er víst ekki úr vegi að
það sé rifjað upp fyrir þeim sem yngri eru, hve þetta af-
brot landsins er ört og alvarlegt.
Krókarnir.
Land það, er að Krókunum liggur tilheyrði áður fyrr aðal-
lega þrem býlum: Traðarbakka, Bjargi og Bakka. Þetta land
hefur verið varnarlaust fyrir ágangi vinds og sjávar frá ó-
munatíð, þar til nú fyrir nokkrum árum, að nokkrir menn,
sem eignuðust lóðir frá Trðarbakka og Bjargi, hafa gert varn-
argarða af steinsteypu fyrir framan það. Eiga þeir allir þar
fyrir heiður og þökk.
Frá Bjargsklettum að norðan, og vestur á Grenjatá, hefur
bakkinn lengst af verið varnarlaus eins og áður segir. Er á-
takanlegt — sérstaklega fyrir kunnuga, — og fyrir þá, sem
hafa horft á þetta alla tíð — að sjá hvernig landið hefur far-
ið, og hugsa til, hvernig það fer, ef ekkert verður að gert. Eg
hefi um síðastliðin 50 ár fylgzt vel með þessu mikla land-
broti. Hefur það verið hægt um vik, þar sem ég er fæddur og
uppalinn á Bjargi, og hef átt hér heima alla tíð. Á þessum
slóðum höfðum við bræður — og börn yfirleitt — alla okkar
útgerð og siglingar — í sandinum. — Þarna var vitanlega siglt
milli landa. Löndin voru stórir klettar og björg föst í bakk-
anum eða ofurlítið frá honum.
Sérstaklega man ég eftir einum stórum steini, sem var al-
veg við bakkann. Hann höfðum við fyrir Reykjavík. Þessi
steinn, var nú í janúar 1944 8 metra frá bakkanum. Mér virð-
ist mest bera á þessu landbroti síðan um síðustu aldamót.
Þó er ekki víst að svo sé, heldur það hve vel ég hef getað
fylgzt með þessu á þessu tímabili, og ef til vill af því hve
ég hef komizt við af því að sjá „land mitt og leikvelli“ eyðast
og verða að engu.
Meðan ég var ungur hafði ég ekki nógu glögga hugsun á
því, sem hér var að gerast, þegar stórar landspildur — torf-
ur — hrundu úr bakkanum eftir stórflóð, norðanrok og á-
gang vinda og frosts. Nú í seinni tíð hef ég séð hvað gerzt
hefur og hvað gerist, ef ekkert er að gert. Eftir mælingum
mínum nú, er Vesturgatan 30—40 metra frá bakkanum — á
Bjargslóð —, og standa þarna 12 vönduð íbúðarhús fyrir neð-
an veginn ásamt mörgum gripa- og geymsluhúsum, sem sum
standa á bakkabrún. Fyrir ofan þessa nefndu götu, standa á
þessu svæði margar helztu byggingar bæjarins, svo sem kirkj-
an, barnaskólarnir, leikfimishúsið, sundlaugin, allar á Bjargs-
lóð. Er þetta því harla alvarlegt umhugsunarefni, sérstaklega
fyrir þá, sem fylgzt hafa með því, sem hér hefur verið að
gerast og minnst hefur verið hér á. Manni verður á að spyrja:
Til hvers er verið að byggja fagrar framtíðar byggingar á
þessum stað?
Hafa ráðamenn þessa bæjar, og Akurnesingar yfirleitt gert
sér grein fyrir því, hve stutt er milli norður- og suðurbakkans
á Skaganum? Frá bakkanum fyrir neðan Nýhöfn og að Hala-
kotsbakka að sunnan eru 240 metrar þvert yfir. Á þessu
sama svæði eru þrjár aðalgötur bæjarins, allar helztu bygg-
ingar, fyrir utan mörg ágæt og vönduð íbúðarhús.
Af því sem hér er sagt, sjá allir, að fari 8—10 metrar á
hverjum 40—50 árum verður ömurlegt um að litast eftir 4—
5 mannsaldra, þó ekki sé lengra. Eg hef það fyrir vana að
ganga ofan í Bjargsfjöru eftir hvert stórflóð á haustin, og sé
þá í hvert sinn stór og „djúp sár“, sem landið fær.
Þá skulum við ganga vestur með bakkanum að Grenja-
merkjum. Frá þessum áður nefndu Bjargsklettum og að
Grenjalóð, eru ca. 400 metrar. Á öllu þessu svæði hefur á 40—■
50 árum brotið af frá 6—9 metra. Alltsaman ræktuð tún eða
kálgarðar, sem þannig hefur hrunið í sjó, fyrir framtaksleysi
og deyfð. Þá koma Grenjarnar. Þær eru nú í janúar 1944 110
metrar á lengd. Ásmundur á Háteig, sem andaðist hér í des-
ember s. 1. 93 ára að aldri sagði mér að þegar hann kom
hingað 1860, hafi verið lagður planki af Grenjum út á Vestur-
flös, og gengið eftir með fiskbörur. — Þar var þurrkaður
fiskur fram yfir síðustu aldamót. — Nú eru þarna fullir 40
metrar frá Flösinni á Grenjabakkann. Má af þessu sjá, að
hér hefur eyðileggingin verið stórfelld svo sem annars stað-
ar. Á þessum parti hefur uppblástur mátt sín meira en sjáv-
argangur Norðurbakki Grenjanna er víðast hvar rúml. meter
á hæð. Þó eru sumstaðar þau skörð í hann, að bakkinn er al-
gerlega horfinn. Telst mér svo til, að á 50—55 árum hafi af-
brotið verið 8 metrar alla leið frá Grenjatá til Dráttarbraut-
arinnar. Ef til vill mun þó afbrotið hafa verið örara áður.
Gunnhildur Halldórsdóttir ljósmóðir á Bakka, sem andaðist
hér 1891, þá um áttrætt, sagði, að þegar hún var lítil telpa,
hafi klettur sá verið rétt við bakkann, sem nú er 30 metra frá
honum.
Þegar menn nú lesa þessa staðreynd, segja vitanega allir:
Mikil ósköp er að heyra, hve afbrotið er gífurlegt. En enginn
hefur gert neitt. Enginn gerir neitt til að aftra þessu gífur-
lega landbroti.
Að sunnanverðu við Grenjarnar er þetta ekki betra. Þar
hefur þó verið gerð nokkur tilraun til að hefta þetta mikla
afbrot. Þessi tilraun var gerð í samráði við verkfræðing, en
mistókst samt svo átakanlega að undrun sætir.
Mér telst svo til, að á þessum sömu 50—55 árum hafi brotn-
að af 12—15 metrar. Þarna mæðir sjórinn mest á og þarf því
varnargarðurinn að vera djúpt grafinn. Um líkt leyti og þarna
var steypt fyrir Grenjarnar voru þar fyrir sunnan steyptir
þrír garðar niður fjöruna vestanvert við Dráttarbrautina.
Þeir voru notaðir til að sjeypa á ker til bryggjugerðarinnar
á sínum tíma, og til að renna þeim á til sjávar. Við þessa
garða myndaðist þarna mikill straumur og frákast um flæði.
Svo mikið að þetta hefur dregið þarna frá og grafið undan
alla möl og sand á stóru svæði, og þannig haft hinar alvar-
legustu afleiðingar. Garðurinn sprungið og fallið, — sem vera
átti aðal-landvörnin — þarna og hefði getað orðið það, ef
þetta nýrra mannvirki hefði ekki orðið því að falli. Þyrfti því
að brjóta þetta tilgangslausa mannvirki niður til þess að hitt
gæti staðið, ef endurrreist yrði.
Eg’ætla þá að staðnæmast örlítið lengur hér á Grenjunum
og rifja upp nokkrar endurminningar frá þessum fagra ynd-
islega stað í gamla daga. Því þá var hann einn allra fegursti
staður á Akranesi, og er þá mikið sagt. Meðan Grenjarnar
voru lítt skemmdar, var þaðan fagurt að líta á yndisfögru
vorkvöldi, horfandi yfir Skagann með Akrafjall og Esjuna í
baksýn. Grenjarnar voru þá allar sléttar og grasi grónar,
slegnar á hverju sumri allt til 1920. Þá voru Grenjarnar aðal-
leikvöllur allra Akurnesinga, eldri og yngri. Þar komu menn
saman til að glíma. Þar voru haldnar brennur, álfadans,
handboltaleikir o. fl. Þar var oft gaman og gl^Jtt á hjalla án
fjárútláta eða óreglu. Nú er þetta orðið svo að segja eitt
sandflag af mannavöldum — setuliðsins —, vinds og sjávar-
g'angs, sem oflítið hefur verið gert til að hefta. Grenjarnar
eru nú þannig ca. 20 metrum mjórri en þær voru, þegar ég
fyrst man eftir mér.
Frá Dráttarbrautinni að Nýjabæjarklettum hefur mikið
brotið af. Þegar ég réri hjá Einari á Bakka 1904—1906 var
stakkstæði — fyrir neðan veginn — mun það hafa verið 4—
5 metrar á breidd og var notað til aðgerðar. Þar fyrir fram-
an var hlaðinn grjótgarður. Nú er þetta stakkstæði allt far-
ið, en aðeins steypt fyrir framan vegkantinn alla leið suður
eftir. Fyrir neðan veginn þarna vestur eftir stóðu venjulega