Akranes - 01.12.1944, Blaðsíða 22

Akranes - 01.12.1944, Blaðsíða 22
154 AKRANES báðum höndum í skegg Torfa og hnykkti honum upp af rúm- inu. Elín stóð upp náföl og færði sig nær. Rósa hélt dauðahaldi í pilsið hennar og grét hástöfum af hræðslu. — Ræðstu á hann föður minn, þrællinn — í hans eigin húsum? hrópaði Krákur og ætlaði að slá til Kristjáns, en hann miðaði ekki vel, svo að höggið hitti Torfa á aðra augna- brúnina. Var það mikið högg, en Torfi óviðbúinn, svo að hann riðaði og féll við. Kristján greiddi í sömu svipan Kráki högg beint framan á munninn, svo að blóðið lagaði úr vörum hans. Meira þurfti ekki til að berserksgangur rynni á Krák, því að hann var hinn mesti ofsamaður við vín. Sást hann nú hvergi fyrir, og börðust þeir í ákafa, félagarnir, og urðu undir til skiptis. Torfi fékk mjög ómjúka meðferð. Gat hann lítt var- ist eftir fyrsta höggið, og börðu þeir hann og spörkuðu í hann á víxl. — Það var nú í raun og veru hreint í ógáti, því að báðir voru eiginlega búnir að gleyma honum og hinu upp- runalega misklíðarefni. Elín reyndi fyrst að stilla til friðar og bjarga Torfa undan frekari áföllum, en það reyndist árangurslaust. Hún gat hvergi komist að. — Tók hún þá Rósu, bar hana út á hlað og lokaði hana inni í litlum hrískofa, sem þar stóð, sagði henni að vera ekki hræddri og bíða sín, þangað til hún kæmi aftur og opnaði. Að því búnu hljóp hún eins og fætur tog- uðu út að Fjósum til þess að sækja hjálp. Það vildi til, að ekki var langt að fara. Túnin lágu saman. 4. Rósa gat aldrei alla sína ævi gleymt þeirri angist, sem hún varð að þola þennan morgun, en út yfir tók þó, meðan hún sat lokuð inni í hrískofanum. Henni fannst líða meira en heil eilífð, áður en móðir hennar kom og opnaði. Hún var þá hætt að gráta, stóð einungis og starði beint fram undan sér í nafnlausri skelfingu. Henni varð fyrst fyrir að reyna að komast til pabba síns og leita trausts og skjóls hjá honum, eins og venja hennar var, ef eitthvað bar út af. Hún skaust því fram hjá mömmu sinni og að bæjardurunum. Elín bann- aði henni heldur ekki að fara inn í bæinn. Hún kom sjálf inn í hægðum sínum á eftir. Rósa þorði þó ekki fyrst að fara lengra en í baðstofudyrnar, svo kynleg og voðaleg sjón mætti henni þar: Torfi lá nú uppi í rúminu sínu. Hann var blóðugur í fram- an og annað augað nærri því sokkið. — En öllu ófegurra var samt að líta á það, sem á gólfinu var: Þar sat nágranni þeirra, hann Þorsteinn í Fjósum, sem hún þekkti svo vel, þvert yfir gólfið. Hafði hann „þann ærlega meðbróður“, Kristján Krist- jánsson, að baki sér og klemmdi hann upp við rúmstokkinn með herðunum. En við hinn rúmstokkinn lá Krákur endi- langur og þæfði Þorsteinn bóndi hann ómjúklega með fótun- um. Báðir voru þeir félagar alblóðugir í framan og skælandi. — Ekki nema það þó — að berja hann föður sinn! — Ekki nema það þó — að berja hann föður sinn! tautaði Þorsteinn bóndi í hvert skipti, sem hann sparkaði í Krák. — Hafðu nú sæll gert, Þorsteinn minn, mælti Elín hús- freyja hæglátlega eftir nokkra stund. — Það er nú aldrei að spyrja að handatiltektunum þínum. En nú held ég að bezt sé að lofa þeim að fara greyskinnunum. Þorsteinn bóndi glotti og leit á hendur sínar, sem bæði voru stórar og sterklegar. — Alveg eins og þú vilt, Elín mín, sagði hann. Svo reis hann á fætur og mælti: Standið þið þá upp og hypjið ykkur af stað, helvítis afskúmin! Og hann rak þeim sinn löðrunginn hvorum, um leið og þeir stóðu upp. Krákur þurrkaði af sér tárin og hypjaði upp um sig bux- urnar, sem farnar voru að færast niður; svo rétti hann „sín- um ærlega meðbróður“ vel úti látið kjaftshögg. — Þetta geturðu tekið eins og svolitla borgun fyrir hann föður minn! sagði hann. „Meðbróðirinn" var nú svo beygð- ur og bugaður, að hann bar ekki við að taka á móti, heldur lagði á flótta út úr bænum. Krákur fór á eftir honum. En við baðstofudyrnar sneri hann sér við: — Þú verður nú samt að kannast við, að rétt er kennt hjá mér, faðir minn! kallaði hann og fór út. 5. Rósa staulaðist inn að rúmi pabba síns. Hún sá, að hann átti eitthvað bágt og vildi hugga hann. En hann var þó svo einkennilegur útlits, fannst henni, að hún var hálffeimin við hann. Allt í einu uppgötvaði hún, að hún klemmdi hendina utan um eitthvað, sem lá í lófa hennar. Hún opnaði hendina, og í lófa hennar lá ennþá skínandi fagur tambakshringur — hring- urinn, sem Krákur hafði keypt í Skagavíkur-kaupstað um lestatímann handa unnustunni, sem brást honum, og hann nú hafði gefið Rósu til ævinlegra jarðteikna um frændsemi þeirra. Hún hafði ósjálfrátt kreppt hnefann um hringinn og haldið honum í lófa sínum, alltaf meðan öll ósköpin gengu á í bænum og síðan, meðan hún næstum því var gengin af vit- inu af angist úti í hrískofanum. Hún var alveg búin að gleyma hringnum og varð nú undrandi, þegar hún uppgötvaði hann aftur. — Hún hafði aldrei áður eignast svona fallegan og merkilegan hlut, og nú sýndi hún pabba sínum hringinn hon- um til hughreystingar í bágindum hans. Hann leit á hringinn og brosti, klappaði henni á kinnina og brosti aftur og sagði, að hann væri fallegur — og að Krákur hefði verið vænn að gefa henni svona fallegan hring. Rósa tók vel eftir þessu . . . Kannske var nú Krákur ekki svo fjarska vondur, þegar allt kom í kring, hugsaði hún. — Það var líklega hinn karlinn, voðalegi „Ljótikarlinn“, sem með honum var. Hann var áreiðanlega afar vondur. Hún hafði líka séð, að Krákur barði „Ljótakarlinn“. Það var alveg mátu- legt. — En hvers vegna hafði hann Þorsteinn á Fjósum spark- að í hann Krák með fótunum og slegið honum utan undir, ef hann var ekki vondur? Og nú mundi hún það — hún hafði líka séð, að Krákur barði hann pabba hennar . . . Jú, hann var nú víst heldur vondur samt . . . En svo sagði nú pabbi hennar, að Krákur hefði verið vænn að gefa henni svona fallegan hring . . . Nei, hún botnaði ekkert í því — botnaði eiginlega ekkert í neinu af þessu. Það var allt undarlegt, sem fullorðna fólkið sagði og gerði — nema helzt hann pabbi hennar. — Hann var oft alveg eins og hún sjálf — en ekki alltaf samt . . . Hana langaði til að spyrja frekar um þetta allt. En hún kom sér ekki að því — mest af því að hann pabbi hennar var svo undarlegur í framan . . . Þorsteinn bóndi á Fjósum kvaddi nú og fór. — Og þau Elín og Torfi þökkuðu honum bæði fyrir liðveizluna. Rósa fékk að fara upp í rúmið til fóta hans pabba síns og leika sér að hringnum sínum. Þar sat hún og hafði ósköp lítið um sig. — Hann pabbi var lasinn og þurfti að hvíla sig og sofa. Elín kom inn að rúminu — og nú fyrst skoðaði hún hring- inn. — Er hann ekki fallegur, mamma? spurði Rósa. Og Elín, sem aldrei á sinni lífsfæddri ævi hafði átt svo mikið sem tambakshring, varð að játa, að hringurinn væri alveg ljóm- andi — og sjálfsagt úr skíru gulli. — Það var svo sem auð- séð, að þetta var gullhringur, sagði hún — eins og hann líka glóði! Hún sagði, að Rósa mætti leika sér að hringnum sínum í dag. En svo skyldi hún geyma hann fyrir hana. Hún ætti að eiga hann, þegar hún yrði stór, sagði Elín — og þá gæti hún borið hann á sínum heiðursdegi. — Gullhringur var þó alltaf gullhringur, sagði Elín, hvernig svo sem nauturinn að honum væri . . . Og Rósa naut þess í fyrsta sinn, að eiga hringinn „Kráksnaut11 . . . Örlögin eru stundum svo undarleg. — Hringnum glataði hún aldrei, meðan hún lifði, enda þótt hann hyrfi henni sjónum . . . F. Á. B.

x

Akranes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.