Akranes - 01.12.1944, Side 17

Akranes - 01.12.1944, Side 17
AKRANES 149 Hjónin Elín Yigfúsdóttir og Magnús Vigfússon valdar var Guðríður Þorvaldsdóttir frá Stórakroppi Jóns- sonar Þorvaldssonar frá Deildartungu. Elín var vinnukona á Hesti hjá sr. Janusi Jónssyni, er hún kynntist Þorvaldi. Munu þau hafa gift sig líklega 1880, og byrja þau búskap á Kistufelli, en flytja líklega að Arn- þórsholti 1886. Elín missir mann sinn 1888 og er þar ekkja til 1891, er hún giftist Magnúsi Vigfússyni, sem þá hafði verið ráðs- maður hjá henni árlangt. Þau Elín og Þorvaldur eignuðust fjögur börn. Fyrsta barn- ið misstu þau ungt. Þá misstu þau og fjórtán ára gamla stúlku. En þau, sem upp komust og enn eru á lífi eru þessi: Valdimar, fæddur 12. nóvember 1881 og Þóra, fædd 7. des- ember 1888. Árið 1895 hætta þau Elín og Magnús búskap í Arnþórs- holti, en fara í húsmennsku að Hvítárvöllum til Andrésar Fjeldsted. Þar voru þau ekki nema aðeins í tvö ár, en byrja á ný búskap á Grímastöðum, (næsta bæ) að hálfu móti Gísla smið Böðvarssyni. Þar búa þau aðeins eitt ár, en flytja þá hingað út eftir, að Austurvöllum og búa þar þangað til 1906, er þau selja Bjarna Gíslasyni hálfa eignina. En hálfa eign- ina hafði Vigfús sonur hans eignast löngu áður. Þetta sama ár 1906 byggir Magnús svo nýtt hús, rétt fyrir innan Marbakka og nefndi Jörfa og bjuggu þar æ síðan. Elín andaðist þar 1915, en Magnús 1922 og hafði þá verið til húsa hjá Gísla Jónssyni og konu hans Þóru dóttur Elínar, sem áð- ur er hér nefnd, frá því er kona hans Elín dó 1915. Elín var hin mesta myndarkona í sjón og raun, greind, bókhneigð og hin mesta búkona. Hún var ákveðin í skoðun- um og hispurslaus, en yfirleitt svo jafnlynd, að hún skipti vart skapi. Hún var greiðug og góð við þá, sem bágt áttu og nutu þess sérstaklega nágrannar hennar, er lítið höfðu á milli handa. Eins og áður er sagt, stundaði Magnús alltaf framan af sjóinn öðrum þræði. Átti hann þá stundum skip og stýrði því sjálfur. Seinna tók hann meira fyrir smíðarnar og þá sréstaklega skipaviðgerðir og bátasmíði eftir að hann flutti hingað alkominn aftur. Hann var mjög vel verki farinn þó ekkert lærði hann. Stóð hann jafnfætis mörgum þeim, sem lærðir voru í þessari grein. Magnús var „nettur“ maður um allt og bráðþrifinn með sjálfan sig og allt er hann gekk um. Hann var hinn mesti iðjumaður, en ekki atorku- eða afkastamaður að sama skapi. Ekki var hann heldur sérlega hagsýnn eða duglegur bú- maður. Var konan hans sjálfsagt honum fremri í þeim efn- um, enda sá hún víst meira um búskapinn bæði í sveitinni og við sjóinn, því að hann fékkst meira við smíðarnar bæði hér og þar. Magnús var nýtinn maður og sparsamur. Hann var léttlyndur með afbrigðum, kátur og kýminn og alveg sérstaklega barngóður. En minna bar á léttlyndi hans og glaðværð á hans eigin heimili. Er það altítt, að menn séu kátari utan heimilis. Eg þekkti Magnús vel seinustu tuttugu æviárin, og varð aldrei var í fari hans nema léttleika og græskulausrar kýmni. Hann smakkaði eitthvað vín, en hann mátti heita reglu- maður á það sem annað. Hann vildi ekki skulda meira en góðu hófu gegndi, og var hreinskiptinn. Magnús var maður í- minna lagi, en allvel að manni, léttur á fæti og hinn geðugasti að sjá og reyna. Ekki vissi ég til að Magnús væri neitt við opinber mál riðinn hér a. m. k. Hann var umtalsfrómur um menn og málefni, og tillögugóður ef því var að skipta. Þau hjón voru bæði tvö merkir og nýtir borgarar, sem vel má minnast, þótt ekki væri það fyr^ en á aldarafmæli Magnúsar. Gamansögur „AFI MINN HEFUR SÆMILEGA STÖ»U“. Það bar einhverju sinni við úti á Jótlandi, að tveir ungir hermenn börðu að dyrum á bóndabæ einum, þar sem konan var ein heima. Hún var að baka pönnukökur. Þeir báðu um mjólk að drekka. Konan býður þeim til stofu, og þeir þáðu það. Konan ber fyrir þá nóga mjólk og heitar pönnukökur. Þeir tóku hraustlega til matar síns, eins og títt er um heil- brigða unga menn. Þegar þeir fóru og þökkuðu fyrir sig, rétti sá stærri konunni tíu krónur fyrir veittan beina. Konan var óvön slíkri rausn, fór hjá sér, og spyr þá mjög ákveðið, hvort ungir hermenn hafi ráð á slíkri rausn. Þá segir piltur- inn: „Já, kona góð, það er óhætt. Hann afi minn hefur sæmi- lega stöðu, og gefur mér stundum skildinga.“ Þetta var Kristján prins, síðar konungur hinn X., með því nafni, en sá sem hann átti við var vitanlega Kristján IX.

x

Akranes

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.