Akranes - 01.12.1944, Blaðsíða 28

Akranes - 01.12.1944, Blaðsíða 28
160 AKRANES ANNÁLL AKRANESS Gjafir og greiðslur til blaðsins. Björn Hjaltested f. II. og III. árgang 50 kr. Sig. Magnússon skipstj. f. II. og III. árg. 40 kr. Petrónella Kristj ánsdóttir 50 krónur. Magnús Jónsson Borgarnesi f. III. árg. 30 kr. Guðm. Jónsson Rafnkellsst. f. III. 100 krónur. Ólafur Jónsson Sandg. f. I.—III. árg. 100 kr. Jón Benónýsson Vestm. f. III. árg. 50 krónur. Kristján Sighvatsson Rvík f. III. árg. 50 kr. Guðjón Bachmann Borgarn. f. III. árg. 25 kr. Frú Helga Björnsd. Borgarn. f. III. árg. 25 kr. Ragnar Jónsson Rvík f. II. og III. árg. 100 kr. Blaðið þakkar innilega þessa rausn og vel- vilja. Sjúkraskýlissjóði Akurnesinga hafa borist eftirtaldar gjafir:: Ónefndur kr. 15,00 afhent af settum bæjarfógeta Ármanni Snævar kr. 300,00, Þorleifur Sigurðsson og frú Nesi kr. 100.00. — Með þökkum móttekið. Akranesi 11. des. 1944 f. h. Sjúkraskýlissjóðs Akurnesinga Petrea G. Sveinsdóttir. Breyting á samgöngum enn. Borgnesingar hafa ákveðið að kaupa Laxfoss endurbyggðan fyrir 1,8 milljón kr. Þrátt fyrir lítinn samvinnuvilja um sam- göngumálin undanfarið, buðu þeir Akurnesing- um nú þátttöku í þessari dýru endurbyggingu hins gamla skips. Akurnesingar neituðu því, en vildu vera með þeim í félagsskap um bygg- ingu nýs „moderne“skips. Þeir töldu, að end- urbygging Laxfoss væri alltof dýr, og mundi tefja verulega fyrir þeirri lausn málsins sem breyttir tímar gera kröfu til. Akurnesingar sömdu því við Borgnesinga um að taka að sér ferðir hingað með fólk og flutning. Þeir þurfa sjálfsagt á öllu sínu að halda við rekstur hins dýra skips. Með hliðsjón af því er rétt og sjálf- sagt að „konkurcra" ekki við þá á þessari leið í bili. Kirkjutónleika hélt kirkjukórinn á Akranesi í kirkjunni hér nýlega. Söng kórinn 9 lög, en auk þess sungu frúrnar, Hulda Jónsdóttir og Sigríður Sigurðar- dóttir einsöng í 2 lögum hvor. Söngstjóri var Ólafur B. Björnsson, en við orgelið organistinn Bjarni Bjarnason. — Söngmálastjóri Sigurður Birkis hafði þjálfað kórfélaga i nokkra daga áður. — Söngurinn þótti takast vel þrátt fyrir fáar æfingar að þessu sinni. í kórnum eru svo góðar raddir að óvíða munu hér betri vera. Mundi það sannast ef hann æfði að staðaldri og fengi góða þjálfun. Nú er orðið þröngt fyrir dyrum. Af hernaðarástæðum er nú — a. m. k. í bili — búið að loka öllum fiskimiðum í hinni miklu „gullkistu“ Faxaflóa. Héðan hafa fáir bátar farið á sjó í haust og afli verið tregur. Allir aðilar sem þetta veiðibann verkar á, verða að krefjast þess einarðlega að því verði aflétt í byrjun venjulegrar vertíðar. Ekki ein- asta vegna sjálfra sín og sinnar afkomu, heldur engu síður vegna nauðsynjar alþjóðar. Afmæli. Bjarni Ólafsson Ólafsvöllum verður 70 ára 19. des. n. k. Frú Ólöf Guðmundsdóttir Tungu verður 50 ára 30. des. n. k. Lagnhciður Ásgrímsdóttir Neðri Teig varð 85 ára 1. des. s. 1. Sigurður Jörundsson Melstað varð 80 ára 28. nóv. s. 1. Matreiðslunámskeið. Ungfrú Rannveig Kristjánsdóttir, sem starfar á vegum Kvenfélagasambands íslands heldur hér um þessar mundir 4—5 mánaða matreiðslu- mámskeið að tilhutun Kvennadeildar Verklýðs- félagsins. Eru þar um 10 nemendur. Ennfrem- ur hefur ungfrúin haft hér 6 daga sýningarnám- skeið í matreiðslu fyrir Kvenfélag Akurnesinga og hafa 40—50 konur sótt það námskeið. Iínattspyrnufélag Akraness er nú 20 ára og minntist þess með hófi 4. nóv. s 1. Til þeirrar skemmtunar var vel vandað og fór hið bezta fram. Félagið gerði Ólaf Finsen fyrv. héraðslæknir að heiðursfélaga sínum. Hann er fyrsti maður sem kenndi leikfimi hér. Það var 1894. V estf irðingaf élagið hélt árshátíð sína 24. nóv s. 1. með mikilli prýði svo sem í fyrra. Fóru þar saman ágæt skemmtiatriði og háttvísi í hvívetna. Seiðurinn mikli heitir lítil bók sem Pétur Sigurðsson hefur saman tekið. Eru það smákaflar eftir ekki færri en 50 þjóðkunna og heimskunna menn. Þetta er ágætt rit en ákaflega ódýrt því það kostar ekki nema 5 krónur. Hjúskapur. Hinn 25. nóv. voru gefin saman I hjónaband af próf. Þorsteini Briem: Kristjana Jónsdóttir frá Skálholti og Sigurður Gunnarsson frá Hraungerði. Enfremur Margrét Einarsdóttir úr Reykjavík og Guðleifur Sigurðsson frá Lundi. Vestur-íslendingar þrá og vænta meira samstarfs og skilnings héðan að heiman en enn er. Það væri þeim ekki aðeins nauðsyn og ávinningur, heldur engu að síður einstaklingum hér og þjóðarheild. Von- andi fer það samstarf og skilningur í vöxt á báða bóga. — Þið sem eigið vini og vanda- menn vestra, haldið sambandi við þá með því að skrifa þeim, og á annan hátt. Kaupið og lesið blöð þeirra og rit eftir því sem þið getið. Ungmenni bæjarins ganga með mikilli atorku að byggingu íþrótta- hússins. Næsta sporið verður átak allra bæjar- búa um byggingu 1. fl. samkomuhúss fyrir öll félög og samkomur bæjarbúa. Takmarkið á að vera fullkomið hús og fallegar skemmtanir sem göfga og gera alhiða gagn. Dánardægur. 29. okt. s. 1. andaðist hér gamall góður dreng- ur og barngóður með afbrigðum, Einar Hannes- son í Kothúsum. Dugnaðarmaður, kátur og hress í lund. Kona hans var Jórunn Þorkels- dóttir, er andaðist 1918. Einar var fæddur 26. maí 1863. Unnendur blaðsins og ágætir stuðningsmenn, fjölgið kaupendum þess, svo fljótlega verði hægt að auka lesmál blaðsins með því að fella niður auglýsingar að mestu leyti. Báruhúsið selt. Núverandi eigandi Báruhússins hefur nú selt það Haraldi Böðvarssyni sem ætlar að nota það fyrir „Bragga". Þetta hús er búið að vera frá 1906 aðal- og einasta samkomuhús á Ákranesi. Þessum málalokum ber nú að ýmsu leyti að fagna, og ýtir sjálfsagt undir byggingu nýs sam- komuhúss. — Hið núja væntanlega samkomu- hús má vera stórt og vel úr garði gert ef það á að verða hlutfallslega betra og meira átak en þegar Báruhúsið var byggt 1905 og 1906 af fé- lagi sem ekkert átti til. (Þetta er náttúrlega ekki rétt. Þvi það átti til fórnfúsa félaga sem brutust í að byggja með rögg og prýði). Þakkarávarp. Við þökkum hjartanlega öllum þeim, sem sýndu okkur hluttekningu og samúð við and- lát og jarðarför Einars Hannessonar frá Kot- húsum. Aðstandendur. Hjónaefni. Ungfrú Sólveig Pálsdóttir Reykjavík, og Magnús Kristófersson, Götuhúsum. Aheit á Bjarnalaug. „Vinur“ hefur heitið á Bjarnalaug 50 kr. „Það gekk vel eftir" sagði hann. Kærar þakkir. — Ól. B. Björnsson. Saga vélbátaútgerðarinnar. Það er gott til þess að vita að nokkrir menn hafa nú tekið sér fram um að safna til, og rita um þennan mikilvæga þátt í atvinnusögu lands- ins. Það má nefnilega ekki seinna vera, því nú fer óðum að fækka þeim mönnum sem muna vel, eða voru viðriðnir fyrstu byrjun þessarar nýsköpunar. Allar upplýsingar um þetta efni — hvaðan sem væru af landinu — eru kærkomnar rit- stjóra þessa blaðs. Nýtt fyrirtæki er tekið hér til starfa, sbr. auglýsingu hér í blaðinu. Það tekur að sér fatahreinsun og press- un. Fyrirtækið er til húsa á Baugastíg 6 A og er eigandinn Þórður Hjálmsson. Þó nokkuð hefur verið gert að því að senda föt í hreinsun til Reykjavíkur. Má því telja víst, að nokkur þörf sé orðin fyrir slíkt fyrirtæki sem þetta. Góð hirða á fötum sparar fatakaup, auk þess sem í því felst mikil og auðsæ menn- ing að ganga vel til fara. Mikil framför. Þess var getið í síðasta jólablaði, að Guðm. Jónsson, sem þá var á förum til Ameríku, væri efnilegur söngmaður. Eftir að hafa nú heyrt Guðmund á ný, hefur spáin ekki verið út í bláinn, því mikið hefur honum farið fram á ekki lengri tíma. Ef allt fer með felldu, mun hann eiga mikla framtíð sem söngmaður. Áhcit á Akraneskirkju. Óþekkt kona 20 kr. Óþekktur 150 kr. Bj. 100 kr. Til minningar um Hallgrím Guðmundsson Söndum 200 kr. — Þakkir. — Viktor Björnsson. Ifvers vegna fæst ekki smjör? Vill ekki nýja stjórnin framkvæma nýsköpun- ina gagnvart mataræði manna, t. d. um smjör- framleiðslu, svo ekki þurfi a. m. k. eingöngu að leggja sér til munns smjörlíki, sem er nú mun ógeðslegra en nokkru sinni fyrr, og ef til vill ekki eins vitamínauðugt!!!! Næsta átak er eining allra félaga í bænum, ungra sem aldr- aðra um byggingu myndarlegs samkomuhúss til frambúðar. Hefjið undirbúning. Stöndum öll saman sem einn maður. Það er eina ráðið til sæmilegs ár- angurs.

x

Akranes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.