Akranes - 01.12.1944, Qupperneq 14

Akranes - 01.12.1944, Qupperneq 14
146 AKRANES Ennþá stend ég 1 vináttuböndum við afkomendur Jóns Þórðarsonar, sem eru nú orðnir næsta margir, en fjölþætt- asti ættleggurinn er frá Guðrúnu á Mið-Seli. Þar má nú telja fimm ættliði frá Jóni Þórðarsyni í Hlíðarhúsum. Meðal þeirra má víða finna ættarlauka. Með tilvísan Jóns Þórðarsonar gat ég fundið Háholt, þar sem Einar Sigvaldason bjó. Hann hafði lengi verið meðal aflamanna, en þá kominn á efri ár. Virtist mér hann múrað- ur og búmaður á gamla vísu. Meðal annars átti hann gnægð harðfiskjar í hjalli sínum. Af þeim birgðum vó hann mér fimm vættir. Seldi hann vættina á tólf krónur, eftir gömlu lagi. En þótt krónur væru nefndar í því sambandi, voru þetta aðeins vöruskipti, því að smér, tólg og vaðmál tók hann einnig eftir gömlu verðlagi. Tveir fjórðungar af sméri eða fjórir fjórðungar af sauðatólg gilti þá sem vættarvirði. Ekki kunni ég þá að binda harðfisk svo að í lagi væri. En Einar var leikinn í því verki, þótt hann væri sjávarbóndi og batt með mér baggana fimm svo vandlega, að þar gæti eigi fallið úr fiskur. Því til tryggingar vafði hann riðli úr göml- um þorskanetum að síðustu um hvern bagga. Til samanburðar við þau flutningiatæki, sem nú eru í Reykjavík skal ég geta þess, að þá voru allir hlutir, sem áttu að færast úr einum stað í annan, bornir ýmist á herðum eða í höndum svo framarlega, að mannlegir kraftar gætu lyft þeim frá jörðu. Þessu dæmi varð ég að fylgja. Skreiðar- baggana tók ég einn eftir annan og bar þá á herðum mér frá Háholti og inn í pakkhús hjá Jóni Zímsen. Ég sá það undir eins, að ég fylgdi engum reykvískum siðareglum við þennan baggaburð, því að ég hljóp sem fætur toguðu þá leiðina, sem ég mátti vera laus og liðugur. Þá var venja í Reykjavík, að íbúarnir, sem kunnu sig og voru vel búnir, gengju hægt og rólega, eins og ekkert lægi á. Var það kallað á Reykjavíkur- máli að „spásséra“. Var sagt um hina, sem undir byrðunum gengu, að þeir væru að kjaga áfram. Þá var allt neyzluvatn Reykjavíkurbæjar borið í opnum fötum frá brunnum í húsin. Voru vatnsberarnir flestir aldr- að fólk og tötrum klætt bæði karlar og konur. Sýndust það köld kjör að vaga með vatnsfötur alla daga ársins og ár eftir ár. Svipmót flestra vatnsbera var líka æði kalt. Meðal allra þessara margbreytilegu vatnsbera var einn maður, sem stakk mjög í stúf við alla hina. Hann hét Sæfinnur Hannesson frá Hjalla í Ölfusi. Hver maður, sem mætti Sæfinni í fyrsta sinni, hlaut að falla í stafi af undrun yfir því að nokkur mannleg vera skyldi láta sjá sig þannig til reika og það á götum höfuðstaðarins. Sæfinnur sýndist í betra skapi en allir aðrir vatnsberar, sem þá sáust á götum bæjarins, þótt tötrar hans væru ömurlegri öllu öðru, sem fátækasti lýðurinn notaði til þess að skýla með nekt sinni. Við fyrstu sýn hlaut öllum að renna til rifja, er litu þennan vanhirta mann, með hár, sem náði niður á bak og skegg, sem var bæði sítt og rótmikið og flaksaðist í allar áttir, eftir því sem vindurinn blés. Ekki var að sjá, að greiða eða skæri hefðu verið borin í hár á Sæ- finni. Hann var jarpur á hár og bar engin ellimörk, fyrst er ég sá hann, þótt hann væri þá engum mennskum manni líkur. En þótt Sæfinnur ætti hvergi höfði sínu að að halla, nema í útiskúr innan um torfusnepla og ýmsar druslur, var svo að sjá, að einhver mannúðarneisti lifði enn í hjarta hans, því að með hlýlegum málrómi bauð hann góðan daginn þeim, sem við honum litu. Ekki reiddist hann heldur götudrengjum, sem voru að æpa til hans: „Sæfinnur með sextán skó, sækir vatn og ber heim mó.“ Fyrst þegar ég kom til Reykjavíkur, varð mér starsýnna á Sæfinn en nokkuð annað, sem fyrir augun bar og mátti hann teljast í þeim flokki manna, sem þá settu svip á bæinn. Myndastytta Bertels Thorvaldsens var þá að kalla nýkomin á Austurvöll. Þótti hún vegleg gjöf og bæjarprýði hin mesta. Þorsteinn Árnason, samfýlgdarmaður minn, bauð mér að koma með sér að skoða þetta listaverk, og gerði ég það. Ekki man ég eftir, að Þorsteinn hefði mikið út á myndina að setja, þótt hann væri glöggskyggn á galla. En til þess að gera þó einhverja athugasemd segir hann: „Nú er sungið. Albert kær á Ingólfsstrindi, um mann, sem aldrei hét því nafni, en hann hét Bertel.“ Ekki reyndi. ég að ná tali af Reykjavíkurbúum öðrum en þeim, sem ég átti erindi við og nefndir eru hér að framan. Einkum reyndi ég að ganga á snið við höfðingjana, sem voru þá flestir auðþekktir af klæðaburði. Ég hélt, að ég yrði að sýna þeim meiri lotningarmerki, en ég væri maður til. Ekki heppnaðist mér þó að vera nógu varfærinn í þessum efnum. Meðan ég var að bjástra við að koma harðfiski mínum í geymsluhús, kom til mín maður nokkuð við aldur, með gul- rautt alskegg. Hvorki var hann hærður né lotinn. Þessi mað- ur fór að skoða fiskinn, dást að gæðum hans og spyrja mig, hver seldi hann og með hvaða verði. Úr þessu gat ég leyst ófeiminn, því að nú hugði ég, að ég stæði gagnvart manni úr bændastétt, sem mundi þó vera heldur af betra taginu. En þegar maður þessi vildi tala fleira við mig, herti ég upp hugann og spurði: „Hvað heitir þú, og hvaðan ert þú?“ Hann svaraði: „Ég heiti Páll Melsted og á heima hér í Reykjavík." Þetta gat mig ekki grunað, að ég stæði þar gagnvart einum af nafnkenndustu höfðingjum, sem þá voru í Reykjavík og var nú allri minni dirfsku lokið, en engin merki sá ég til þess, að ég hefði móðgað manninn, sem hélt áfram að tala við mig og kvaddi mig síðan mjög vinsamlega. Páll Melsted var þá sextíu og sex ára, en unglegur eftir aldri. Hann lifði þrjátíu og tvö ár eftir þetta. Þegar við félagar höfðum lokið erindum næsta dag, ýttum við fram skipi okkar og bárum á það allt, sem við höfðum meðferðis. Var þá enn hið sama logn. Einhverjir, sem komu fram á bryggjuna, fóru að ráða okkur frá því að leggja frá landi á þessu lekahripi, við ættum að setja það upp aftur og fá annað skip að láni. Guðmundur Þorgrímsson svaraði því með hægð og sagðist vera vanur að skila því, er sér væri lán- að. Róðurinn var þungur eins og daginn áður, en slysalaust náðum við landi á Skaga. Jónas Lýðsson, sá er skipið átti, var ungur maður og ó- giftur og dvaldi hjá móður sinni, Sigríði Hákonardóttur. Hann var þá formaður og einn af mestu aflamönnum á Skaga. En eigi var þá eftir af ævi hans nema hálft ár.*) Þá um haustið réðst hann formaður fyrir Arinbjörn Ólafsson í Tjarnarkoti í Njarðvíkum, en drukknaði ásamt allri skipshöfn nokkru fyrir jólin. Það var í norðanveðri og þótti það hin mesta ofdirfska að leggja frá landi í slíku veðri. Meðal þeirra, er með Jónasi Lýðssyni fórust, var Jóhannes móðurfaðir Jóhannesar Er- lendssonar, bónda á Sturlureykjum í Reykholtsdal, og Pétur Jónsson frá Bæ í Bæjarsveit, bróðir Kristjáns Jónssonar graf- reitsvarðar í Duluth í Bandaríkjunum. Skip það, sem Jónas Lýðsson lánaði okkur í þessa Reykja- víkurferð, hefur að líkindum aldrei verið sett á flot eftir þetta. Hesta mína átti ég geymda í Görðum hjá séra Jóni Bene- diktssyni, sem þar var þá prestur. Tveir synir prests, Bjarni og Þórarinn, gættu þeirra og vísuðu mér á þá, er ég fór að hugsa til heimferðar. Mig minnir, að beit og vöktun væri tíu aurar fyrir hestinn yfir sólarhringinn, og fargjaldið báðar leiðir milli Akraness og Reykjavíkur aðeins sjötíu og fimm aurar. Hafði ég þó fjóra hestburði í fari mínu. Get ég þess hér til samanburðar við núgildandi verðlag. Úr þessari ferð, sem gekk slysalaust, var ég kominn heim aftur eftir dagstæða viku. Um þessar mundir var eigi gert ráð fyrir skemmri tíma til slíkra ferða. Nú eru lestaferðir í verstöðvar og kaupstaði óðum að falla í fyrnsku og ýmis vinnubrögð í sambandi við þær gleymast með öllu. Er því ekki úr vegi, að að eitt og annað sé ritað um þær og fleira af því tagi, sem snerti íslenzka atvinnuvegi til lands og sjávar. Með það fyrir augum hef ég skráð ferðasögu þessa, sem gerð- ist fyrir sextíu og sex árum. *) Albróðir Jónasar Lýðssonar var Guðmundur móðurfaðir Jakobs bónda á Hömrum í Reykholtsdal.

x

Akranes

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.