Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1963, Qupperneq 10
104
TlMARIT VPI 1963
urinn stundum ekki verið óverulegur. Erfitt er að gera
sér nákvæmlega grein fyrir því, hve mikið landsmenn
hafi hagnazt á kaupunum vegna íslenzka sementsins, en
sízt er of hátt áætlað, þótt sagt sé, að landsmenn hefðu
þurft að verja 20 millj. kr. meira til sementskaupa und-
anfarin fjögur ár, ef hinnar íslenzku framleiðslu hefði
ekki notið við.
Um sementið sjálft, og ekki síður notkun þess, mætti
margt segja. En það verður að bíða síns tíma, og verð-
ur rætt um hvort tveggja ýtarlega annarsstaðar. Reynsla
manna af sementinu á undanfömum fjórum árum hefur
staðfest það, sem prófað er daglega og jafnvel oft á
dag í rannsóknarstofum verksmiðjunnar, að hér er um
mjög góða vöru að ræða, og mun sjaldan hafa borizt
betri vara til landsins. Fyllsta gagn er þó því aðeins
hægt að hafa af sementinu, að rétt sé með það farið,
en meðferðinni mun æði oft vera ábótavant. Það er og
til staðfestingar á gæðum vörunnar, að búið er að selja
hana á mjög vandlátum erlendum markaði um tveggja
ára skeið, og hefur aldrei verið yfir henni kvartað.
Framleiðsla sements innanlands hefur þvx orðið lands-
mönnum til góðs, þeir hafa fengið góða vöru fyrir sann-
gjamt verð og aldrei verið skortur á henni, eins og oft
vildi brenna við áður. Og í framtíðinni ætti að verða
enn meira gagn að þessari innlendu framleiðslu, bæði
beint og óbeint, og eru ekki tök á að rekja það nánar
hér.
•
Eins og að líkum lætur átti sú starfsemi, sem hér hefur
verið gerð að umtalsefni, sér langan aðdraganda, reyndar
mjög langan aðdraganda, og má jafnvel segja að til-
viljanir hafi ráðið því að verulegu leyti, að úr fram-
kvæmdum varð yfirleitt. Verður ekki hjá þvi komizt að
rekja þá sögu örlítið í höfuðdráttum, enda þótt það sé
mönnum enn í fersku minni, einkum þó síðasti þáttur-
inn.
Fátt hefur skort jafntilfinnanlega á þessu landi og
varanlegt byggingarefni, og hefur svo verið allt frá upp-
hafi Islands byggðar. Segja má með nokkmm sanni, að
hver kynslóð hafi þurft að byggja yfir menn og mál-
leysingja, og hefur ætíð þurft að vanda. til húsakosts
vegna þess, hve veðurfar er erfitt. Hafa Islendingar átt
við allt önnur kjör að búa í þessu efni en flestar aðrar
þjóðir, og hefur þessi mannvirkjagerð að sjálfsögðu tak-
markað mjög framkvæmdir á öðrum sviðum.
Á síðari hluta síðustu aldar var nokkuð farið að bera
á nýju byggingarefni erlendis, portlandsementi, og fyrir
siðustu aldamót hófst notkun þess hér. Má svo segja, að
því hafi verið tekið tveim höndum: og er innflutningur
þess kominn upp í 1750 tonn árið 1905. Var það geysi-
mikið magn á þess tíma mælikvarða. Framsýnir menn
sáu, að hér var fengið byggingarefni, sem úr mætti gera
varanlegar byggingar með hóflegum kostnaði hér á landi.
Og einmitt um þetta leyti, á fyrsta tugi þessarar aldar,
var fyrst gerð athugun á því, hvort framleiða mætti með
árangri sement hér á landi.
Athuganir þessar báru ekki árangur. Hvað valdið hef-
ur, er mér ókunnugt, en gera má ráð fyrir, að það hafi
verið hvort tveggja í senn: skortur á hentugum hráefn-
um til framleiðslunnar og ónógur markaður, einkum
þó hið fyrrnefnda, hið sama og síðar varð byggingu sem-
entsverksmiðju að fótakefli lengi vel.
Á næstu áratugum bar f ramleiðsla sements oft á góma,
einkum var hugað að hentugum hráefnum, er afla mætti
með nægilega auðveldum hætti, svo að það hentaði fram-
leiðslu sem þessari, en hvergi var auga á þau komið.
Allt mun þetta þó hafa verið laust í reipunum, unz komið
var fram á 4. tug aldarinnar. Þá var gerð öflug atrenna
til lausnar viðfangsefninu, fyrst gerð ýtarleg leit að hent-
ugustu hráefnxmum og á grundvelli þeirra athugana gerð
nákvæm áætlun um sementsverksmiðju. Var til þessa
fenginn erlendur sérfræðingur, er starfaði með íslenzkum
aðilum og ferðaðist víða um landið í þessu skyni sumar-
ið 1936.
Tekin voru til athugunar hráefni frá mörgum stöðum
víðsvegar xrm landið og það tekið til rækilegastrar at-
hugunar, er bezt þótti henta, magn hráefnanna athugað
og samsetning þeirra rannsökuð.
Kalkið til framleiðslunnar skiptir að sjálfsögðu mestu
máli, því að af því er langmest notað. Var að gaumgæfi-
lega athuguðu máli ráðgert að taka skeljasand í Pat-
reksfirði, þar sem nægilegt magn átti að vera fyrir
hendi til framleiðslu á 25 þús. tonnum sements í 100
ár. Átti að flytja skeljasandinn, sem inniheldur rúm 80%
af kalki, frá Patreksfirði til Gufuness, austan Reykja-
víkur, þar sem ráðgert var að reisa verksmiðjuna. Um
5% af hráefnum til framleiðslunnar átti að taka úr leir-
bökkum við Elliðaárnar, en til að auka kísilsýruinnihald
hráefnanna var ráðgert að sækja um 7% af hráefnun-
um austan frá Hveragerði, meðan hverahrúðrið þar ent-
ist, og að því búnu stóð til að nota hverahrúðrið frá
Geysi í Haukadal.
Var siðan gerð áætlun um verksmiðju, er notaði þessi
hráefni til framleiðslunnar. Var áætlunin í alla staði
vandvirknislega unnin, en í ljós kom, að framleiðslu-
kostnaður sements í þeirri verksmiðju, er ráðgerð var,
væri nokkru hærri en innflutt sement kostaði þá í
Reykjavík, enda þótt um fulla nýtingu afkastagetu verk-
smiðjunnar væri að ræða. 1 áætluninni var ekki reiknað
með kostnaði á flutningi sements til annarra landshluta,
en sá flutningur er ærið kostnaðarsamur.
Vegna hins háa framleiðslukostnaðar á sementinu varð
ekki úr framkvæmdum. Komu hér greinilega í ljós þau
atriðin, sem mörgu iðnfyrirtækinu verða að falli hér á
landi: kostnaðarsöm öflun hráefna og víðáttumikill
markaður, sem notar tiltölulega lítið magn hverrar vöru-
tegundar. Dreifingarkostnaður vörunnar, einkum flutn-
ingskostnaður hennar, verður því oft tiltölulega mjög
mikill, sérstaklega þó, ef um ódýra þungavöru er að
ræða. 1 því máli, sem hér um ræðir, kom dreifingar-
kostnaðurinn þó naumast til athugunar, þvi að öflun
hráefnanna var svo kostnaðarsöm miðað við verðmæti
framleiðslimnar, að ógerlegt var að hleypa fyrirtækinu
af stokkunum. En hráefni, sem betur lægju við til fram-
leiðslunnar og afla mætti með hagkvæmari hætti, voru
ekki tiltæk, svo vitað væri á þeim árum, þrátt fyrir
gaumgæfilegar athuganir þar að lútandi.
Þótt ekki yrði úr framkvæmdum að sinni var enn
haldið áfram athugunum á hráefnum, er betur lægju við
til framleiðslunnar eða væru hentugri að öðru leyti.
Beindist athyglin einkum að kísilsýrurikum steintegund-
um, er nota mætti saman við leirinn, en þó jafnframt
að skeljasandi á öðrum stöðum en þeim, er áður höfðu
verið athugaðir.
Á nokkrum stöðum fannst barnamold eða kísilleir,
sem stundum reyndist allkísilsýruríkur, þegar um þurr-
an leirinn er að ræða. En aðstæður allar við öflun hans
eru að jafnaði erfiðar. Þá var og rannsakaður allná-
kvæmlega sandur í önundarfirði. En ekki reyndist hann
eins kalkríkur og skeljasandurinn í Patreksfirði og ekki