Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1963, Side 13

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1963, Side 13
TlMARIT VFI 1963 107 athyglin að hverahrúðri og barnamold. Af hverahrúðri er hvergi til verulegt magn og þvi síður að lega þess sé hagkvæm. Af barnamold eða kísilleir má sumsstaðar fá mikið magn, t.d. í Mývatni, en nám þess er víðast hvar eða hvarvetna mjög kostnaðarsamt, m.a. vegna þess, hve mikið vatn fylgir því, og getur það margfaldað flutn- ingskostnað þess á framleiðslustað. Af þessum ástæðum gerði hinn erlendi sérfræðingur, er mál þetta hafði tjl athugunar 1948, ráð fyrir innflutningi á kísilsandi til að fá hráefnin í sementið nægilega kisilsýrurik. Að sömu niðurstöðu komst verkfræðinganefndin í áliti sínu í júní 1949. Gerði hún ráð fyrir innflutningi á 6500 tonnum af kísilsandi til framleiðslu á 75 þús. tonnum af sementi. Stafaði að sjálfsögðu verulegur kostnaður af þeim inn- flutningi, en annars var ekki úrkosta, eins og málin stóðu á þeim tíma. Þær tvær steintegundir, er nú voru nefndar, eru hinar kísilsýruríkustu hér á landi, og lítið er um kísiisýruríkt berg hér. Ein er þó sú steintegundin, sem kemur allviða fram og er til muna kísilsýruríkari en basalt, og er það líparít. Mér er ekki kunnugt um, að ráðgerð hafi verið notkun þess til framleiðslu sements, er hér var komið sögu, enda hvergi notuð i því skyni. En mér fannst margt benda til að svo mætti verða og fannst það vissulega ómaksins vert að huga nánar að því, enda til mikils að vinna að losna við innflutning á miklu magni kísilsands. Því var það, að skömmu eftir að verkfræðinganefndin hafði skilað áliti sínu í júní 1949 og beðið var afgreiðslu málsins hjá ríkisstjóminni, að ég fór í rannsóknarleið- angur um Borgarfjörð og Hvalfjörð með jarðfræðingi og tók fjölda sýnishorna af steinum, sem helzt höfðu útlit fyrir að vera líparít. Að rannsókn þessara sýnishorna lokinni kom í ljós, að i Borgarfirði og Hvalfirði væri á nokkrum stöðum berg til muna kisilsýrurikara en basalt. Samsetning þessara steintegunda reyndist þó all- misjöfn og aðstæður til náms þeirra einnig mjög mis- jafnlega hagstæðar. Gat ég ekki betur séð en nota mætti sumar þessara steintegunda til framleiðslu sements sam- an við basalt- eða móbergsblandaðan skeljasandinn með góðum árangri og var síðar fallizt á þessi sjónarmið af sérfræðingum á þessu sviði. Með hliðsjón af samsetn- ingu og aðstöðu við nám steinsins var ákveðið að hag- nýta líparítið við Bláskeggsá í Hvalfirði. Hefur reynsl- an af notkun þess orðið hin bezta og að ýmsu leyti betri en ástæða var til að ætla í fyrstu. Þar með varð inn- flutningur kísilsandsins óþarfur. Jafnframt spöruðust vei-ulegar fjárhæðir í reksturskostnaði verksmiðjunnar og nú var hægt að framleiða sementið úr innlendu hrá- efni einu saman, þegar undan er skilið gipsið, sem inn þarf að flytja. e Hráefni þau, sem rotuð eru til framleiðslu sements á Akranesi, eru skeljasandur úr Faxaflóa og líparít frá Bráskeggsá í Hvalfirði, eins og kunnugt er. Hefur þvi nú verið lýst stuttlega, hver er forsaga þess, að einmitt þessi hráefni voru ákveðin til notkunar, er endanlega var í það ráðizt að byggja sementsverksmiðju eftir að það mál hafði verið til athugur.ar því nær óslitið í hálfa öld. Og er þá ekki úr vegi að fara nokkrum orðum um þessi mikilvægu hráefni hvort um sig. Skeljagróður í Faxaflóa er mjög mikill og vöxtur ör, og kann ég ekki tölu á þeim fjölda skeldýra, er þar vaxa, en í sandinum, sem dælt hefur verið upp í Faxaflóa, hafa fundizt yfir 40 tegundir, sem örugglega mátti greina af kunnáttumönnum á því sviði. Æviskeið þessara skel- dýra er að sjálfsögðu mislangt, en að lokum deyr sér- hvert þeirra, fiskurinn rotnar og eftir verður skelin sem rekald á botni sjávarins. Sumsstaðar á þessum slóðum er dýpi um og innan við 20 m. Þar brýtur úthafsöld- una, og við öldubrotið kemst allt lauslegt á botni sjáv- arins á hreyfingu. Þar ægir öllu saman, dauðum skeljum, möl og grjóti. Skelin þolir minnst átök og brotnar og verður að sandi. En jafnframt molnar eitthvað úr möl- inni og grjótinu, og við það myndast basalt- eða mó- bergskorn, er fylgja skeljasandinum, þegar hann flyzt frá uppvaxtarstöðvunum. Á þeim slóðum í Faxaflóa, þar sem skeljasandurinn er tekinn, eru staðhættir þannig, að sjávardýpi er þar 30—40 m. örskammt utar en sandbeltið er svonefnt Syðra-Hraun, sem er móbergsklettur, þar sem dýpi er um og innan við 20 m. Þegar hafrót er á þessum slóð- um, berst mulin skelin inn fyrir klettinn á meira dýpi, þar sem brotsjóir ná síður til botns, hún er komin i var og sezt til botns. Þannig hefur myndazt skeljasandsbelti innan við móbergshrygginn frá um 25 m dýpi og niður á um 40 m dýpi. Hallinn á beltinu hefur skapazt af þeim aðstæðum, sem þarna eru rikjandi, og breytist ekki. Berist meira af skeljasandi á þetta belti en svarar til hins náttúrlega halla þess, flyzt hann á enn meira dýpi og er tekinn með norðurstraumnum, sem er sterkur á þessum slóðum, og flyzt með honum, sennilega norður undir Snæfellsnes. Sé tekinn sandur úr þessu belti, fyllist sú hola upp af nýmynduðum sandi í næsta eða næstu hafrótum. Þannig má gera ráð fyrir, að sandur sé ætíð jafnmikill á þessum slóðum, þótt af honum sé tekið, og muni svo haldast óbreytt, meðan allar aðstæður i Fló- anum breytast ekki, enda sé ekki tekið meira burtu en nýmyndun nemur. Ekki var þó við þessar myndunarhugmyndir skelja- sandsins stuðzt, þegar undirbúin var bygging sements- verksmiðjunnar, er nota skyldi þennan sand sem aðal- hráefni. Framkvæmdar voru mælingar á þykkt sand- lagsins í botninum, og kom í ljós, að sandlagið var mest 4 m að þykkt, en sumsstaðar aðeins hjóm ofan á klett- um. Á um 10 km2 svæði reyndist vera nægilegt sand- magn til tveggja alda fyrir þá verksmiðju, er fyrirhug- uð var. Aðstæður á þessum slóðum eru að ýmsu leyti einstæð- ar, og þótti því ekki rétt að hefja framkvæmdir við fyr- irhugaða verksmiðju fyrr en gengið hafði verið úr skugga um að ná mætti sandinum til lands með hóflegum til- kostnaði. Var þess vegna gerð tilraunadæling sumarið 1953 og þá mjög stuðzt við þær mælingar á sandmagn- inu, er gerðar höfðu verið tveim árum áður. Gaf sú til- raunadæling mjög góða raun, enda var hafizt handa um framkvæmdir skömmu síðar. Sandnámið í Faxaflóa fer fram með þeim hæfcti, eins og kunnugt er, að dælt er sandi með sérstöku dælu- skipi sumarmánuðina og birgðum safnað þann tíma til ársins. Flytur dæluskipið sandinn til hafnar á Akranesi og dælir honum frá bryggju upp í sandgeymslu verk- smiðjunnar, en úr sandgeymslunni er sandurinn tekinn jöfnum höndum eftir þörfum. Líparítið er numið úr hamrinum austan Bláskeggsár I Hvalfirði. Það er gosberg, sem hefur sprengt sér farveg UPP á yfirborðið milli basaltlaga, og er hamarinn vestan Bláskeggsár úr basalti. Líparítinnskotið nær fram að þjóðveginum, og liggur hann reyndar á stuttum spöl á líparitinu. Gangurinn er um og innan við 100 m að breidd eftir því sem séð verður, en nær hinsvegar alllangt upp

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.