Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1963, Page 16

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1963, Page 16
no TlMARIT VPl 1963 ins" — leyst þetta starf af hendi fyrir alla bæi og kaup- tún landsins utan Reykjavíkur. Þetta frumskipulag' er að jafnaði unnið í litlum mæli- kvarða (1:1000, 1:2000), svo litlum að mjög hæpið er að nota þessi skipulagskort við staðsetningu mannvirkja. Þessir uppdrættir eru nauðsynleg gögn til þess að hægt sé að vinna að mismunandi tæknimálum sveitarfélags- ins á grundvelli raunverulegra mælinga og hugmynda að heildarskipulagi staðarins í framtíðinni. Víðast hvar munu þó slíkir uppdrættir hafa verið einu tæknilegu hjálpargögnin, sem sveitarstjórnir hafa haft til þess, oft af eigin rammleik, að leysa margvís- legustu tæknileg vandmál, sem upp hafa komið. Heil byggðarlög hafa risið, þar sem verðmæti fyrir tugi eða hundruð milljóna króna hafa verið staðsett á hinn frumstæðasta hátt. Þegar þéttbýli eykst og gera skal endanlega uppdrætti af slíkum hverfum verður kostnaðurinn inargfaldur við það, sem hann hefði orðið, ef rétt hefði verið að farið í upphafi. Einsýnt er, að þar sem slíkt hefir átt sér stað er endurmæling nauðsynleg. Öll landmæling er dýrt og tímafrekt starf. Á síðustu árum hefir kortagerð eftir loftmyndum, svonefnd myndmæling, rutt sér mjög til rúrns. Fullyrða má, að sú aðferð muni henta mjög vel til þess að endurnýja og leiðrétta eldri uppdrætti. Við lausn skipulagsverkefna eru nauðsynleg, auk korta og nokkurrar þekkingar á staðháttum, margvísleg gögn, sem veita upplýsingar um atvinnuhætti og íbúafjölda, svo hægt sé á grundvelli þeirra að gera sér grein fyrir þróun staðarins í náinni framtíð. Skipulagslögin fyrir- skipa skipulagsgerð 50 ár fram í tímann, en sá tími er allt of langui' miðað við þá öru þi'óun, sem nú er í þessum málum. Við skipulagningu skal strax gera sér gi-ein fyrir þeim veitu-kerfum, sem um bæina þarf að leggja. Einn- ig skal gæta fyllstu varkámi í því að takmarka ekki um of ýmis athaínasvæði, t. d. hafnarsvæði í sjávarþorpum, þar sem vöxtur og viðgangur þessara staða byggist oft- ast einhliða á atvinnu vegna sjávarafla. Þegar frumskipulag hefir verið samþykkt, er nauð- synlegt að taka hvert byggingarsvæði eða reit fyrir sig, þar sem öll afstaða gatna, lóða og staðsetning mannvirkja er könnuð ýtarlega. Þannig ber að gera formlegan uppdrátt að hverri lóð á svæðinu, ákveða götubreiddir, boga og annað, sem binda þarf, til þess að grunnmynd hverfisins sé föst. Endurskoða skal heildar- skipulagið, þegar hver nýr reitur er tekinn til bygging- ar. Þar sem mikið er um byggingarframkvæmdir, ætti það að tryggja nægjanlega endurskoðun skipulagsins. Á öðrum stöðum, þar sem framkvæmdir eru hægari, er nauðsynlegt að endurskoðun fari fram með nokkurra ára millibili. Þannig er hægt að koma í veg fyrir mörg mis- tök, sem sífellt eiga sér stað, vegna breyttra aðstæðna, aukinnar umferðar o.s. frv. Nauðsynlegt er að færa öll mannvirki inn á kort jafnóðum og þau eru reist. Ann- ars gefa kortin ranga mynd og veita ófullnægjandi upp- lýsingar. Getur vanræksla á þessu orsakað margvís- legar skekkjur og mistök. Á síðari tímum hefir þótt nauðsynlegt að taka sífellt stærri og stærri svæði til skipulags í einu. Er þannig framkvæmt svo nefnt svæðaskipulag, sem tekur yfir nokkur sveitarfélög, sem vegna legu, atvinnuhátta og ýmissa annarra aðstæðna verða ekki aðgreind, þegar heildarskipulag er gert. Unnið er nú að slíku svæða- skipulagi á svæði, sem nær yfir Hafnarfjörð, Garða- hrepp, Kópavogskaupstað, Reykjavík og Mosfellssveit. Nokkuð hefir verið rætt um heildarskipulagningu alls landsins eða heilla landshluta. Er þá fyrst og fremst haft i huga að framkvæmd verði könnun á orku og auð- lindum þjóðarinnar, svo og aðstöðu til mannvirkjagerð- ar vegna samgöngubóta og reksturs atvinnutækja. Á grundvelli þessa mætti með skipulagsaðgerðum leitast við að tryggja skynsamlega fjárfestingu og nýtingu atvinnutækja. Einn er sá þáttur skipulagsmála, sem sífellt hefir orðið erfiðari viðureignar hin síðari ár, en það eru um- fei'ðamálin. Hin gífurlega aukning vélknúinna farar- tækja síðan í lok síðustu heimsstyrjaldar hefir á ýmsan hátt gjörbreytt þeim hugmyndum um gatnakerfi bæja og borga, sem þróazt höfðu um árabil. Höfuðvandamálin, sem við er að glíma eru: 1) Að byggja umferðamannvirki, sem leiða umferð- ina nægilega fljótt og öruggt milli áfangastaða. 2) Erfiðleikar vegna hins geysimikla svæðis, sem þarf vegna farartækja í kyrrstöðu. 3) Þau vandamál, sem skapast, sökum þess að um- ferðin gengur um of á hlut íbúanna. Uppi eru margar kenningar um lausn þessara vanda- mála, en flestar eða allar eru þær óviðráðanlegar vegna kostnaðar. Er þvi oft valin málamiðlun, sem er viði'áð- anleg fjárhagslega, en leysir vandann aðeins að nokkru leyti. Alvarleg vandamál skapast oft, þar sem mikil um- ferðaræð — oft þjóðvegur — liggur í gegnum þéttbýlt svæði. Þegar umferðin á þjóðveginum er að miklum hluta gegnumgangandi —- þ. e. á ekki erindi í viðkom- andi bæ nema að litlu leyti — er valin sú leið að leggja veginn umhverfis þéttbýlið. Dæmi um slíkt hér á landi er lagning Reykjanesbrautar umhverfis Hafnarfjörð. Vafasama má aftur á móti telja þá ráðstöfun að hefja gerð varanlegs slitlags á þessum vegarkafla, sem efa- laust var bezti malarvegur landsins, á meðan líf og limir íbúa annarra þéttbýlla hverfa, sem sami vegur liggur um, eru í yfirvofandi hættu. Ef mikill hluti umferðar þjóðvegarins á erindi í við- komandi bæ, er oftast reynt að brjóta hraðbrautum leið inn til viðskiptahverfisins og áfram út úr bænum. Við nýskipulagningu er meginreglan almennt sú, að byggðar eru aðalumferðaræðar, með tveim aðskildum akbrautum og eins fáum og velgerðum gatnamótum og tök eru á, oft á tíðum í tveim hæðum. Þá koma dreifi- götur og síðan hreinar íbúðargötur. Reynt er eftir föngum að losa íbúðargötur við um- ferð annarra en þeirra, sem erindi eiga í götuna sjálfa. Vegna bifreiðastæða hafa reglur verið settar um opin bifreiðastæði inni á lóðum. Er það höfuðnauðsyn að slíkum reglum sé framfylgt, því ella geta áætlaðar götur strax orðið of þröngar fyrir umferðastraumana. Á flestum stöðum utan Reykjavikur er framkvæmd skipulags og byggingareftirlit unnið af byggingarfull- trúum. Lög um byggingarsamþykktir fyrir löggilta verzl- unarstaði eru frá árinu 1905 og eru í alla staði úrelt. Frumvörp að nýjum skipulagslögum hafa verið lögð fyr- ir mörg þing undanfarin ár en aldrei náð fram að ganga. Vissulega er þörf nýrra skipulagslaga, en sízt minni þörf er nýrrar lagasetningar um byggingarmál. Augljóst er að sameining þessarar mála í einn lagabálk yrði mjög til hagræðis fyrir alla þá, sem um þessi mál fjalla. Gildandi byggingarsamþykktir munu flestar vera nær

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.