Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1963, Qupperneq 17

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1963, Qupperneq 17
TlMARIT VFl 1963 111 samhljóða byggingarsamþykkt Reykjavíkur. Eru þær í mörgum atriðum úreltar og brýn þörf endurskoðunar þeirra til samræmingar við nútima þekkingu og vinnu- tækni. Mjög hefir það viijað brenna við víða um land, að lóð- um hefir verið úthlutað án þess að þær geti talizt bygg- ingarhæfar. Lóð telst fyrst byggingarhæf, þegar gata hefir verið lögð að henni og möguleiki skapazt til þess að tengja vatns- og skolplagnir hússins við veitukerfi sveitarfélagsins. Af þessum sökum hafa oft skapazt alvarlegustu vandamál svo sem, að hús hafa ekki náð sjálfrennandi frárennsli, kjallaragluggar og jafnvel að- alinngangar færzt í kaf eða byggja hefir þurft gífur- legustu tröppur til þess að komast inn á aðalhæð húsa. Gatnagerð. Göturnar eru í margföldum skilningi slagæðar þétt- býlisins. Á yfirborði þeirra líður umferðin og í jörðu niðri liggja leiðslur allra þeirra veitukerfa, sem flytja íbúum hin margvíslegustu þægindi, sem fram til síð- ustu ára hafa einskorðazt við þéttbýlið. Það mun vart álitamál, að gatnagerð mun vera sá þáttur í tæknimálum sveitarfélaga, sem minnst hefir verið gaumur gefinn hérlendis. 1 stærstu bæjunum hefir þó nokliuð verið unnið að varanlegri gatnagerð, en mikill meir;hluti gatnanna er þó með malarslitlagi. Hin mikla útþensla og öri vöxtur þessara bæja, sam- fara sífelldum fjármagnsskorti, mun ráða mestu um, að þessar framkvæmdir hafa setið á hakanum. Augljóst er hinsvegar, að i þéttbýli er gerð gangstétta og varan- legra akbrauta jafnsjálfsögð frá menningarlegu sjón- armiði og skolp- og vatnsleiðslur að húsunum. Á síðustu árum hefir noltkur hreyfing verið í þá átt að hefja aðgerðir til bóta, t. d. hefir Reykjavíkurborg gert áætlun um varanlega gatnagerð á öllu gatnakerfi borgarinnar. Nokkrir staðir, bæði kaupstaðir og kaup- tún, hafa og sýnt lofsverðan áhuga. Á vegum Sambands íslenzkra sveitarfélaga hefir verið stofnað félagið Gatnagerð s/f. Keypti það á s.l. ári valtara og vél til malbiltsgerðar. Þá má og nefna sérstaka fyrirgreiðslu Sementsverksmiðju ríkisins með sement til gatnagerðar. Ég vil nú gera nokkra grein fyrir venjulegum gangi mála við undirbúning og framkvæmd varanlegrar gatna- gerðar. Miða ég þá við götu, sem þegar hefir verið byggt við, enda má ætla, að flest sveitarfélög, sem hugsa til gatnagerðar, standi frammi fyrir þeim vanda að hefjast handa við götur, þar sem byggð er þegar risin. Eðlilegast er þó, að gatnagerð sé unnin áður eða sam- hliða því sem byggingar eru reistar. Sá háttur er viðast hafður á erlendis og eru þá jafnan byggingarfyrirtæki, sem sjá um allar framkvæmdir á heilu byggingarsvæði. Hér á landi er nú unnið að gerð eins hverfis, þar sem ætlast er til, að slitlag verði komið á götur áður en byggingarframkvæmdir hefjast. Þótt þessu marki verði ekki almennt strax náð — en að því ber að stefna — þá er nauðsynlegt að allri jarðvinnu, þ. e. öllum grefti, bæði vegna undirstöðu götunnar og veitukerfa, svo og uppbyggingu götunnar sjálfrar, sé lokið áður en bygg- ingarframkvæmdir hefjast. Gæta skal þess að fyrir- komulag allra lagna sé miðað við þá gerð af slitlagi, sem á akbrautina á að koma. Tæknilegur undirbúningur gatnagerðar hefst jafnan á því að kanna staðsetningu mannvirkja við götuna. Liggi gatan á milli lóðamarka, sem allajafna er, verður vegna grunnmyndar götunnar að mæla inn girðingar, hlið, tröppur og jafnvel húsin sjálf. Vegna hæðarlegu götunnar þarf fyrst og fremst að hæðarmæla sjálft götustæðið, en auk þess alla innganga, innkeyrslur, tröppur og e.t.v. kjallaraglugga. Auk þess þarf að kanna afstöðu og hæðarlegu allra þeirra veitukerfa, sem í göt- una hafa verið lögð. Samhliða þessum mælingum er gerð athugun á undirstöðu götunnar. Sé jarðvegur gljúpur, er könnuð lega þéttari jarðlaga, allajafna með borun eða uppgrefti. Með þessi gögn í höndum er gerður upp- dráttur að götunni bæði grunnmynd og langskurður. Á þessa uppdrætti skal færa öll mannvirki, sem að götunni liggja, svo og leiðslur og annað, sem í götunni er eða koma skal neðanjarðar. Eðlilegast er að þeir, sem hafa umsjón með veitukerfunum, fái uppdrætti þessa í hend- ur, til þess að þeir geti i tæka tíð kynnt sér þær breyt- ingar, sem gera þarf, eða komið á framfæri eigin ósk- um um lagfæringar. Áður en sjálf gatnagerðin hefst, þarf að fara fram könnun á nærtæku efni til gatna- gerðarinnar. Fyllingarefni undir akbraut og gangstéttir er oft hægt að fá úr venjulegu malarnámi en steinefni í slitlag þarf að minnsta kosti að harpa og allajafna að mylja. Gatnagerðin hefst þá með uppgrefti og lag- færingu á gömlum leiðslum, jöfnun götustæðisins í rétt hæð, uppgrefti eða fyllingu eftir aðstæðum. Þá er grafið fyrir niðurföllum og kantar lagðir, svo og gangstéttir. Loks er akbrautin þjöppuð og slitlagið lagt. Nokkuð er hægt að vinna þetta í áföngum eftir því sem fjár- hagur leyfir. Gæti þá fyrsti áfangi verið öll jarðvinna, annar áfangi gerð kanta og e.t.v. einhver hellulögn og loks slitlag akbrautar. Ég mun nú lýsa nokkuð hinum einstöku hlutum göt- unnar: Kantar eru nú eingöngu gerðir úr steinsteypu, ýmist steyptir á staðnum eða verksmiðjusteyptir. Hell- ur eru allar steyptar í verksmiðjum. Fyrir sveitarfélög, sem hugsa alvarlega til varanlegrar gatnagerðar og ekki eiga völ á kantsteini og hellum, tel ég tvímælalaust rétt, að þau eignist tæki til eigin framleiðslu á þessum hlutum. Gangstéttir eru allajafna hellulagðar og því auð- velt að grafa í þær þegar hellur hafa verið fjarlægðar. Þar er því ætlað rúm fyrir lagnir vegna rafmagns, síma og hitaveitu, skolp liggur að jafnaði í akbraut, svo og vatnsleiðslur. Gangstéttir eru óvíða það breiðar, að hægt sé að koma öllum lögnum þar fyrir, væri það þó æski- legt, sérstaklega ef um steypuslitlag er að ræða á akbrautum. Gerð kanta og hellulagðra gangstétta er nokkuð dýr. I venjulegri íbúðargötu mun um helmingur af kostnaði við yfirborð götunnar vera vegna gangstétta og kanta. Hafa því verið gerðar tilraunir með að sleppa köntum og leggja gangbrautir fjær akbraut en almennt tíðkast. Þau efni, sem einkum koma til greina við gerð var- anlegra slitlaga á akbraut, eru malbik, steinsteypa og olíumöl. Malbik það, sem nær einrátt hefir verið hérlendis, er framleitt á þann hátt, að grjótmulningi og sandi er blandað saman við asfalt, sem oftast er um 7% af heild- arþunga blöndunnar. öll efnin verður að hita upp og blanda í sérstakri malbiksgerðarvél. Við blöndun er hit- inn um 160—180°C. Við útlagningu þarf hitinn að vera um 140 °C og er þá strax hafin þjöppun með valtara. Þegar malbiltun fer fram, er æskilegt að lofthiti sé sem mestur og helzt ekki undir 5°C. Ennfremur er mal- biksútlagning erfið í úrkomu. Ákjósanlegast er að haía

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.