Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1963, Qupperneq 31

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1963, Qupperneq 31
TlMARIT VFl 1963 125 innan tekur við yfirráðasvæði rafvirkjameistarans. Þó sjá rafveitur víða í löndum um reglulega skoðun og eftirlit raflagna í húsum; svo er einnig hér á landi. Skiptar skoðanir eru um það, hve langt svið rafveit- unnar á að ná. Margt styður þó að mínum dómi þá skoðun, að rafveitan eigi ekki að ganga lengra en rétt inn fyrir lóðamörk og gætu varkassar verið þar úti. Væntanlega mætti hugsa sér sama fyrirkomulag á þjón- ustu síma og hitaveitu — en þetta fyrirkomulag hefur lengi verið notað af vatnsveitu og holræsadeild hér í bæ. Þannig hefði lóðarhafi aðgang að lögnum þessara stofn- ana við lóðamörk, en sæi sjálfur um dreifingu á sinni lóð og í sínu húsi. Okkur finnst rafmagnið svo sjálfsagt, að við gleymum því, að það getur horfið skyndilega; að gæzlumenn, bæði í aflstöðvum og við dreifingu, vaka yfir því að öryggi raf- magnsins sé sem mest. Það er einnig hlutverk rafveitn- anna að lýsa götur bæjanna, en þess má geta, að víða um lönd er mikil vakning á því sviði nú. Góð götulýs- ing er áhrifarík í því að auka umferðaröryggi eftir að dimmt er orðið, einnig í því að koma í veg fyrir glæpi á götum úti, t.d. líkamsárásir og innbrot. 8. Notkun raforku. Ég hef rætt hér um það, hvernig raforka er unnin, flutt og hvernig henni er dreift meðal notenda. Svo er annað mál, hvernig við notum orkuna. I alþjóðaskýrsl- um um raforkunotkun á íbúa, sézt, að aðeins sjö þjóðir í heimi nota meira en 3000 kWh/íb. og er Island þar hið sjöunda í röðinni. Norðmenn nota mest, 8770 kWh/ib Kanadamenn 6960 — Bandarikjamenn ... 4700 — Luxemborgarar ... 4630 — Svíar 4510 — Svisslendingar 3350 — íslendingar 3130 — Við notum raforkuna til margra þarfa og mun skipt- ingin vera þessi: stóriðnaður ......... 26% heimilisnotkun ...... 21% hitun ............... 15% stöðvarnotkun, töp 15% iðnaður ............. 14% verzl., þjónusta .... 5% götulýsing ........... 2% landbúnaður .......... 1% annað ................ 2% En spyrja mætti: Notar almenningur raforkuna skyn- samlega? Ekki er mér grunlaust um, að þörf sé miklu meiri upplýsingaþjónustu á þessu sviði og er hér verk að vinna fyrir rafveiturnar. Á þessu ári kom út, sem rit Búnaðarfélags Islands nr. 38, bæklingur er heitir „Raforka i sveitum" og er þar mikinn fróðleik að finna. Sambærilegt rit þyrfti að gefa út fyrir rafmagnsnotend- ur í bæjum. Sitthvað mætti segja um notkun raforkunnar til véla, hitunar og Ijósa, um kostnað orkunnar og um öryggis- mál en slíkt yrði of yfirgripsmikið, enda ekki ætlunin að ræða notkun raforku í þessu erindi. LEIFUR ASGEIRSSON PRÓFESSOR SEXTIJGLR Það væri ekki vansalaust, ef þessum árgangi Tímarits Verkfræðingafélagsins lyki svo, að ekki væri minnzt í því sextugs afmælis Leifs Ásgeirssonar, prófessors, eins fremsta raunvisindamanns þjóðarinnar. Leifur fæddist að Reykjum í Lundareykjadal 25. maí 1903, sonur Ásgeirs Sigurðssonar bónda þar og konu hans Ingunnar Daníelsdóttur. Bróðir Leifs var Magnús Ásgeirsson skáld. Skólaganga Leifs á unglingsárum mun ekki hafa verið mikil. Stúdentspróf tók hann utanskóla 1927 með mjög hárri einkunn. Hugur hans mun hafa staðið til náms í íslenzkum fræðum, en raunvisindin urðu yfirsterkari og hann hélt utan til stærðfræðináms við háskólann í Göttingen í Þýzkalandi, en hann var þá ein helzta mið- stöð stærðfræðimennta. Þar voru þá prófessorar tveir merkir stærðfræðingar, David Hilbert, sem margir telja merkasta stærðfræðing á fyrra helmingi þessarar aldar, og Richard Courant, sem enn var ungur, en hafði þó þegar afrekað miklu vísindastarfi og mótað nýjar stefn- ur. Courant prófessor lagði einkum stund á þá stærð- fræði, sem eðlisfræðivísindin byggja á, og hefur hann öðrum fremur mótað þessa stærðfræðigrein. Mikið orð fór af stærðfræðideild Göttingenháskóla undir forustu Courants og leituðu margir ungir hæfileikamenn kennslu hans. Nemendur Courants frá þessum tíma mynda sérstæðan vísindamannahóp og eru í honum margir

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.