Akranes - 01.09.1950, Blaðsíða 2

Akranes - 01.09.1950, Blaðsíða 2
Til fróðleiks og skemmtunar í Ijóðum og lausu máli Símon Dalaskáld. Síra Bjami Sigvaldason, þá á Lundi, kvað þessar gamansönm vísur um Símon Dalaskáld: Símon glaður svönnum hjá söngvahörpu stillir; heiðursmaður hvergi þá lireinum meydóm spillir. Sú til þessa orsök er: af einni þegar litur og önnur fyrir augun ber, óðar burt hann þýtur. Líkt og kría er líkaminn; lengi hvergi setur meinafrii maðurinn meðan fast ei sefur. Sira Guðlaugur Guðmundsson kvað um Simon: Títt við brag sér tungan hög temur faguryrði, Simon lagar liðug mjög ljóð úr Skagafirði. Óðarmál hans frjáls og fri, Freyrar stála segja, kveikja bálið ásta í ungra sálum meyja. Sira Stefán M. Jónsson kvað, en ekki er víst hvort Simon var þá látinn, eða hvort klerkur gerði þetta fyrirfram: Nú verður fyrir skildi skarð, er skapadóm þann hlustar á þjóðin öll lslands þung á brá, að hilmir skálda hniga varð. Margt aö vísu hann misjafnt söng, en mönnum jafnan gleði bjó; sveið ])ó mörgum hve sárt hann hjó. Svifinn er nú um dauðans göng. Vísur Magnúsar Sigurðssonar. Þann 28. febrúar 1862 fórst á Húnaflóa há- karlaskip með allri áhöfn, ellefu manns. Gekk það út frá Gjögri og var eign Ásgeirs Einarsson- ar á Þingcyrum. Á meðal skipverja var Magnús sonur Sigurðar skálds á Heiði í Gönguskörðum, Guðmundssonar. Nokkru áður en skipið lagði út, hafði Magnús kveðið vísur þessar: Mér ég fyrir sjónir set — samt vill margt á skyggja — nokkur min ófarin fet fyrir mér sem liggja. Forlaganna fjörðurinn frekt sig gerir ygia, r / fyrir óláns annesín ekki er hægt að sigla. Þótt ég sökkvi í saltan mar, sú er rauna vömin, ekki grætur ekkjan par eða kveina bömin. i \ Magnús var tæpra 32ja ára er hann druknaði. 98 Vorið yljar. Þér ef bróðir þykir kalt þyngist róður ýfist sær, vorið góða yljar allt er á slóðum hjartans grær. Þær koma þegar kveldar. Vantar daginn vængjaflug ég verð því utan gamar, en á kveldin koma i hug kæru minningamar. Vinur í örðugleikum. Þó að hryðja þungra viðja þjaki iðju stig, vil ég biðja að vona gyðja vinur, styðji þig. Frá mér — til mín. Sit þig ei á háan hest hreikinn fellur oft til grunna, ferskeytlunnar form er bezt, fyrir þá sem litið kunna. Dulvin. Vísa. Eg held bjargist Isaland, r.ð þó nokkuð þrengdi. Ef að bróður, — ástarband, alla saman tengdi. Visan er eftir Jónas Jónsson bónda í Hróars- dal í Skagafirði. Hún var kveðin i fyrri heims- styrjöldinni, liklega 1917. Jónas mun hafa verið gott skáld. Sólargeislinn. Við fiskþvott í Reykjavík, meðan vinnudagur- inn var 10 stundir). Sólargeislinn svifur inn sviftir hverjum skugga frá, hitnar mér um hjarta og kinn horfa mega ljósið á. Dimmir eru dagar hér drungalegt er hugarþil sólin gefur gleði mér þann greina má ég kærleiksyl. Er seyðir fram úr sálar-djúpi sakleysi og hreinagleði, sveipar allt með helgum hjúpi, hlýjar döpru og léttu geði. Efemía Steinbjörnsdóttir. Hamingjuóskir til handa bislmpi. Þegar Geir Vídalin varð biskup, tók sig til einn af sóknarmönnum hans fram á Nesinu og fór að óska honum til hamingju. Óskina orðaði hann þannig: „Guði sé lof við mistum yður, horra minn. En fái ég annan verri, þé á ég bátinn sjálfur." Ólíkar systur. Ingibjörg: „Það hefur okkur einlægt borið á milli, systrunum, að ég hef viljað vera eins og guð hefur gert mig, en það hefur Jóhanna systir aldrei viljað.“ Lögfesta. Hér með festi ég og lögfesti undirskrifaður, eiginkonu mina, Hildi Pálsdóttur, og fyrirbýð í allra kröftugasta máta, eftir lagaleyfi, svo vel prestinum sr. Magnúsi Einarssyni á Butru, sem hverjum öðrum, að hýsa hana eða heimila, burt- tæla eða lokka frá mér móti guðs og manna lög- um og boðorðum. Þvi lýsi ég hana mina eign og eiginkonu, ef ég má óræntur vera, og tilbýð henni samvist og samveru — í öllum kristilegum ekta- skaparkærleika — á beggja okkar bólfestu, Snotru í Landeyjum; óska ég að sveitamenn í Fljótshlíð flytji hana og færi til min, hvar sem hitta kynnu, eins og til var sett og ráð fyrir gert á seinasta Kirkjulækjar manntalsþingi. Þessari lögfestu til staðfestu er mitt undirskrifað nafn og hjásett inn- sigli. Sveinbjörn Þorleifsson. (L.S.) Upplesin við Breiðabólstaðar, Eyvindarmúla og Teigs kirkjur á 2. og 3. i Hvitasunnu 1770. Síra Magnús Einarsson var prestm- til Fljóts- hliðarþinga 1745—1781. Hann var orðlagður kvennamaður. (Blanda I. bls. 395—6.) Kl. J. Gaman og alvara Var vínanda að kenna! ! ! Sálfræðingur nokkur var að rannsaka álirif vin- anda á sálarstarfsemi manna. Meðal annars fékk hann leyfi til að koma í fangelsi til þess að grennslast eftir því, að hve miklu leyti vinandi væri orsök glæpa. — Segið mér, sagði hann við fyrsta fangann, sem hann hitti. — Er það fyrir brennivin eða aðra sterka drykki, að þér eruð hingað kominn? — Já, það getið þér bölvað yður upp á, sagði fanginn. — Hvernig þá? — Bæði kviðdómendumir og dómarinn, sem dæmdi mig, voru blindfullir, svaraði fanginn. Á annarri skoðun. Prestur þráttaði við mann nokkrun um eitt- livert málefni. Maðurinn reiddist að lokum og sngir: — Hefði ég verið óheppinn að eignast aula fyrir son, skyldi ég hafa látið hann læra til prests. — Ég trúi yður vel til þess, segir prestur, en ekki hefur faðir yðar verið á þeirri skoðun. Hver ertu? Sjómaður nokkur, sem átti svarra fyrir konu, varð eitt sinn fyrir því, að vofa ásótti hann um nótt. Hann varð dauðskelkaður, en herti upp hug- ann um síðir og sagði, í eymdarrómi samt: — Hver ertu? Sértu engill ferðu varla að gera mér neitt mein, en sértu fjandinn sjálfur, þá vona ég að þú farir ekki að áreita mág þinn, því að ég á hana systur þina fyrir konu, eins og þú lik- lega veizt. Of ódýrt. Kennarinn: — * Jæja, drengir, getur enginn ykkar sagt mér i hverju. þeim yfirsást, bræðrum Jóseps, þegar þeir seldu hann? Kaupmannssonurinn: — Þeir hafa sennilega selt hann of ódýrt. AKRANES

x

Akranes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.