Akranes - 01.09.1950, Blaðsíða 6
lagði á stað heim, til þess að reyna að fá
þar bót meina sinna. 1 október það sama
ár fékk hún í hendur skýrslu frá sjúkra-
húsi því í Canton, er þau störfuðu við, en
þar var þess getið, að á þessu umrædda
tímabili, hefði 500 manns verið forðað frá
algerðri blindu. Þegar hún sá þessa
skýrslu, varð fögnuður hennar fyrst full-
kominn yfir því, að maður hennar hafði
orðið eftir, því að óvíst er, að annars hefði
svo mörgum verið hjálpað.
Steinunn fékk mikla bót þessa leiða
kvilla. Maður hennar kom síðar vestur,
og notaði enn sem fyrr — og ávallt síðar
-— hvíldarár sín til þess að auka við þekk-
ingu sína og starfshæfni á sem flestum
sviðum, sérstaklega þó á sviði lækna-
vísinda.
IV.
Bylting í Kína.
Raunverulega má segja, að heiðingja-
trúboðið hafi fært Kína fram á leið til
frelsis, menntunar og þroska. Þar hafa
kristniboðar rekið sjúkrahús og skóla víðs-
vegar í landinu frá 1827. — Fyrsta sjúkra-
húsið var reist i Canton, í þeirri borg, sem
þau Hayes-hjónin störfuðu lengst. —
Landið var þó í rauninni lokað fyrir
vestrænum áhrifum og menningu, voru
fordómarnir ógurlegir á ýmsum svið-
um. — Starfið var því oftast erfitt og
áhættusamt, þar sem stjórmrnar, voldug-
ir og vesælir börðust hatramlega gegn öll-
um breytingum á hvaða sviði sem var.
Hið markvissa starf kristniboðanna bar
þrátt fyrir þetta ótrúlega mikinn ávöxt,
og varð hinni fjölmennu, kínversku þjóð
margvíslega til blessunar bæði í bráð og
lengd, eigi aðeins i andlegum, heldur og
í timalegum efnum. Ýmsir tóku trú og
gáfaðir kínverjar sáu hinn margvíslega
og mikilsverða árangur, bæði í siðrænu
tilliti og á sviði hinna ógurlegu sjúkdóma,
sem þjakaði þessa gömlu, fornfrægu
menningarþjóð.
Faðir byltingarinn í Kína 1911, hét Sun
Yat-sun. Faðir han var fátækur bóndi og
var kristinn. Sun Yat-sun var fæddur
1867. Hann hlaut kínverska menntun að
hefðbundnum hætti, en samhliða nokkra
nasasjón af vestrænni menntun, þar sem
faðir hans var kristinn og hafði náið sam-
band við kristniboðana, og þar fékk hann
frekari menntun, að ósk föður hans. Hin
kínverska menntun var fordómakennd og
harla lítið í ætt við heilsu-eða hagfræði-
formúlur hinna vestrænu þjóða.
Sun Yat-sun tekur nú að lesa læknis-
fræði í Kína. Tekur þátt í leynilegum bylt-
ingafélagsskap, er gerir beinlínis upphlaup
1895. Uppreisnin var bæld niður með
harðri hendi, flestir upphlaupsmennirn-
ir drepnir, en Sun Yat-sun komst þó und-
an. Nokkru seinna fer hann til Englands,
til þess að afla sér víðtækari þekkingar.
Áður en hann fór til Englands, var farið
að taka mikið tillit til hans, og stjómin
ha>fði svo miklar áhyggjur af framferði
hans, að hún bauð miklar fjárfúlgur hon-
inn til höfuðs. Svo mjög var henni í mun,
að hún lét kinverska sendiráðið i London
taka hann á laun, en enskir vinir hans og
félagar fengu þó bjargað honum.
Árið 1911 kom Sun Yat-sun svo af stað
blóðugri byltingu, sem varð mjög útbreidd
og alger. Keisarinn var Mansjúríumaður,
— og því af Sun Yat-sun, og hans fylgi-
mönnum talinn útlendingur. —
Fyrir tilverknað þessa mikla manns, var
nú landið opnað fyrir veslrænni menn-
ingu og áhrifum, en samhliða brotnir á
bak aftur hinir hættulegustu fordómar
og það, sem óþarfast var og feisknast i
gamalli menningu þessarar miklu þjóðar
austursins.
Aðstaða kristniboðanna varð nú allt
önnur og breytingin gagnger til bóta. Því
að nú voru þeir og starfsemi þeirra vel
séð af stjórninni og undir hennar vernd-
arvæng, að svo miklu leyti, sem hún gat
að gert í þessu fjölmenna, víðáttumikla
landi, þar sem ólga var enn í landinu, órói
og uppreisnartilraunir tiðar gagnvart
hinni nýju stjórn.
Sun Yat-sun var mikilmenni á marga
lund, og er enn í dag talin þjóðhetja Kin-
verja, á sama hátt og Jón Sigurðsson hjá
okkur. Sun Yat-sun andaðist 1925 og gerði
ráðstafanir til þess, að útför sín yrði gerð
að hætti kristinna manna, og tók sjálfui
til þá sálma, er syngja skyldi yfir hon-
um. Einn þeirra var „Bjargið alda, borgin
mín“. Hann var jarðsettur á kostnað rík-
isins í höfuðborg landsins,
V.
Eftir byltinguna.
Eins og áðm er sagt, var Kína í raun-
inni allt annað land eftir byltinguna. —
Batnaði þá aðstaða til kristniboðs, líknar-
verka og lækninga ákaflega mikið. Hin
nýja stjórn var þeim nú vinveitt, gagn-
stætt hinum fyrri stjórnum.
Þau Hayes-hjónin höfðu ákaflega mik-
ið að gera, þar sem starf þeirra var svo
margþætt og umfangsmikið. Þau eignuð-
ust þarna fjölda vina og öfluðu sér aukins
trausts og ástsældar með ári hverju. Það
gerði þau ekki værukær, heldur jók áhuga
þeirra og elju i að vinna að líkamlegri og
andlegri heill þeirra, sem þau voru send
til. Þegar þau gátu illa eða ekki annað
því, sem gera þurfti, fengu þau kínverska
vini sína, karla og konur, sér til aðstoð-
ar við hin ýmsu verkefni, til dæmis að
prédika.
Nú var hofunum breytt i skóla, bæði
fyrir pilta og stúlkur, — því að nú var
lika hætt að reyra fætur stúlkubamanna.
— Skurðgoðin á götum og torgum voru
nú brotin niður o. s. ífrv. Þetta má þó
ekki skilja svo, að öllum áhyggjum og erf-
iðleikum hafi verið létt af kristinboðun-
um, síður en svo, — ekki einu sinni enn
i dag. — Eins og fyrr voru gerðar upp-
reisnarlilraunir gagnvart hinni nýju
stjórn. Var vitanlega mikil ólga og and-
staða gagnvart þeirri stjórn, sem steypti
af stóli -—• eigi aðeins stjórn landsins —
heldur aldagömlum venjum. Þá — og enn
i dag — er og í landinu mikill fjöldi bófa-
flokka, sem herja landið eins og
vikingarnir forðum og þyrma þá
oftast engu. Fengu þau Llayes-
hjónin og aðrir kristniboðar oft
að kenna á þessum óaldarflokk-
uiu.
í landi uppreisnanna.
Kinaveldi er mikið landflæmi
og þar búa nú upp undir 500
milljónir manna. Þar í landi hef-
ur um tugi ára raunverulega
aldrei verið friður. Á þeim 40
árum, sem Hayes-hjónin dvöldu
í Kína, urðu þau oft að þola mikl-
ar mannraunir og erfiðleika i starfi sínu
af þessum sökum.
Á árunum 1925—1927 var þar mikil
uppreisn kommúnista, er þeir náðu Kan-
ton á sitt vald, — borginni sem þau störi-
uðu mest og lengst í. — Þá ákváðu þeir
að drepa alla útlendinga, og var þegar
ákveðinn dagurinn er slátrunin skyldi
hefjast. Sendiráð Bandaríkjanna fyrirskip-
aði að flytja skyldi þegar á brott allar
konur og börn. Frú Steinunn þverneitaði
að fara og vildi að eitt gengi yfir bæði, —
sig og mann sinn. — Áður en til þessa
kæmi, réðist ræningjaherforingi einn meö
mikið lið að borginni og sigraði kommún-
ista. Var þá ógurlegt blóðbað í borginni og
óttalegt ástand. Líkin lágu eins og hrá-
viði um alla borgina og var safnað saman
og ekið á kerrinn í fjöldagrafir.
I landinu hafa verið tíðar blóðugar borg-
arastyrjaldir. Þjóðin hefur orðið að þola
ógurlegar hörmungar, bæði af þekking-
arskorti, og af hendi þeirra, sem viljað
hafa drottna yfir henni.
Framhald í nœsta blaÖi.
102
AKRANES