Akranes - 01.09.1950, Blaðsíða 14

Akranes - 01.09.1950, Blaðsíða 14
stami. Þátturinn endar á þvi, að Belial biður um útskrift af framburði vitnanna. Þriðji þáttui hefst á því, að Belial segir Lucifer, að málið verði að sækjast öðruvísi. Að ráði Satans fær hann skipun um að sækja Jesúm sjálfan einungis um löglega eign þeirra. Gengur nú „dómarinn inn í leikhúsið og hans ráð og skrifarinn með honum, þeir setja sig niður. Báðir partarn- ir fylgja á eftir.“ Belial fær þrátt fyrir mót- mæli Mósesar og Daniels að sækja málið að nýju. Reynir hann nú að ónýta vitnis- burðina með stórfelldum sakargiftum á hendur allra vitnanna nema Jóhannesar skírara, „sem er fullur alf dyggð og dánu- mennsku. En eitt vitni er sem ekkert“, segir hann. Hefur hann nú upp mikla sóknarræðu og hyggst að sanna, að mann- kynið sé ofurselt syndinni og taki því út réttmæta refsingu í Helvíti. Horfir um hrið vænlega fyrir honum, því að Móses samsinnir honum í öllum þessum grein- um, en bætir samt við, að djöfullinn hafi sjálfur komið syndinni í heiminn. Eftir nokkurt þras á milli málaflutningsmann- anna Mósesar og Belials kemur þar, að dómarinn biður málsaðila að vikja frá, svo að dómur verði upp kveðinn. Lýkur hér þessu sýnishomi með því að tilfæra niðurlag þriðja þáttar. Fjórði og fimmti þáttur lýsa því, hvem- ig fór þegar Belial skaut máli sínu til hins æðsta dóms. Belial: Þetta er fornt mál, sem þú fer með, og hefur skeð 'fyrir langri æfi. Líkavel er Jesús ei Guðs sonur. Móses: Þú ert og líka unnin að máli. Dómarinn: Ef þið viljið dóm fá, þá gangið í burtu litla stund. Móses: Það hefði ég gjarnan séð, já, fyrir tveimur dögum. Belial: Ég vil heldur ekki dóminn umlíða, en þó hér í móti bið ég yðar vísdóm, að þér vilduð láta ganga einn náðug- an dóm. Ég segi og ennnú sem fyrr yður í sannleika, ef mér fellur ei þessi dómur, þá mun ég appellera og skjóta mínu máli fyrir guðlega Maistet. Hugsið yður því vel um, herra dómari. Dómarinn: Trúðu mér til þessa máls. Menn skulu gera hér útí svo mikið sem rétt er, engum skaj neitt upp- gefið verða fyrir vild né vináttu. Báðir partar ganga í burtu. Dómarinn: Hvað virðist yður, frómir herrar? Mér lízt sem þetta sé óþvegið, því Móses hefur vitnin fram leitt á móti. Cantzelerinn: Eftir því sem mér skilst, þá vinnur Móses. Dróttsetinn: Belial hefur svo sem að háltu leyti gefið sig upp fyrir honum. Þyk- ist ég merkja af hans orðum, að hann vilji skjóta þessu máli lengra, ef hann finnur dóm vorn á móti sér. Dómarinn: Lögin skulu hafa sinn fram- gang, hvort sem honum likar vel eða illa, því Móses hefur hann með vitn- isburðum yfirunnið. Þú, kallari, far þú og seg þeim koma hingað inn. Kallarinn: Þeir koma hér allir, herra góður. Nú ganga í húsið báðir partarnir. Dómarinn: Þér herrar, ef sá er nokkur ai yður, sem nokkuð hefur að tala, það sem hann hefur yfir þagað, þá segi hann það fram. Belial segir og fellur á kné: Ég bið yðar konunglegu náð, að þér vilduð rétt- inum halla á mína síðu, mér til vilja, og yðar vísdómur hugsi til mín, ég vil yður skenkja heillt kóngsríki, hverju þér skuluð æfinlega stjórna. Dómarinn: Meinar þú, þinn skálkur, að ég muni beyja lög og rétt fyrir þínar mútur og gáfur? Hefur þú nokkuð meira fram að leggja, svo gjör þú það áður en dómurinn gengur. Belial: Ég bíð eftir náðugum dómi. Cantzelerinn: Vertu þá kyrr, ef þú vilt heyra dóminn. Belial: Ég óska ei annars. Cantzelerin les dómixm hátt sem hér eftir fylgir: Vér segjum og dæmum eftir H:Ritningu um það klögumál, sem Belial, Helvítis procurator og full- mektugur útsendari, haft hefur við Jesúm af Nazareth, að hvorki Belial né sá skari Helvítis skal i nokkurn máta hafa neitt herradæmi eða makt yfir víðri veröldinni eða þeim, sem þar inni búa og byggja, stm hann og ekki með réttu haft hefur síðan áð- ur sagt efni ályktaðist af sjálfum Guði. Vér segjum og dæmum þar að auki, að Jesús hafi gert hvað réttvíst var, í því hann hertók og batt Luci- ifer og setti hann niður í Helvíti fyrir hans misgjörðir, hvar hann á að blíva ætíð og að eilífu. Þar á móti úrskurð- um vér Jesúm að vera lausan og lið- ugan frá öllu því tiltali, sem Belial hafði til hans. Cantzelerinn: Þér góðir herrar, þér hafið nú á báðar síður heyrt þennan dóm og úrskurð svo sem hann er genginn. Belial slær og klórar í höfuðið og segir: Ó, vei mér aumum helvítisdjöfli, ég líð mikinn órétt. Ó, þú kóngur Saló- mon, hvað mikið hefur þú látið eftir þínum, en oss mikinn skaða gert. Illa er ég nú útleikinn. Ég sé, að Jesús er í ætt við þig, og blóðið rennur til skildunnar, þar fyrir hefur þú dæmt eftir vináttu. Dómarinn: Nú lítur þú ekki rétt á. Þú skilur þetta ei, og þetta er þótti þinn. Þú skalt ei neina misþanka hafa til vor. Ef þú heldur þér sé óréttur gerr, þá máttu appellera og leggja fyrir fleiri menn, það banna ég þér ei. Ég meina, þú munir ei mikið á vinna. Belial: Ég vil nú ganga fyrir Guð sjálfan. Hann er einn, góður, réttlátur dóm- ari. Dróttsetinn: Farðu, þess mun þig lengst iðrast. Nú ganga þeir allir í burt.“ Endir þriSja parísins. XI. Yfirlit. Hér hefur nú verið stiklað á stóru um forsögu leiklistarinnar á landi hér til þessa dags. Einnig byggingu Þjóðleikhússins og aðdraganda þess. Eigi síður á þessu sviði en ýmsum öðrum, stendur arfur og eðli þjóðarinnar traustmn fótum gamalla erfða og menn- ingar, þar sem tengslin hafa aldrei rofn- að, og hafa gert það mögulegt að hafa „hamskipti" á skömmum tíma — ef ekki er of gálauslega að unnið. — Með hinu nýja húsi, — og því sem því fylgir, — sýnist því að þessari list vera þann veg búið, að meira en skamm- laust sé. Með þeim möguleikum, sem hér felast, eiga leikendur að geta kynnt þjóð- inni, — og sýnt í réttu ljósi — ýmis er- lend og innlend ágætisverk allra alda. Þannig á Þjóðleikhúsið, leikarar, leikrita- höfundar og þjóðin i heild að geta notað þetta sem traustan hornstein á þessu sviði. Húsið er glæsilegt utan og innan. Má eflaust segja, að það sé samboðið þjóðinni og þeirri list, sem þar á að túlka. Liklega eru þó ekki allir á einu máli um þetta fremur en oft vill verða. Ef til vill gæti eitthvað verið haganlegra með hliðsjón af rekstri hússins í framtíðinni. En þrátt fyrir það allt, og einhver mistök eða mis- skilning, sem gert hefur það dýrara en ella, hygg ég’ að þetta sé í heild sinni meira en skammlaust, og í sumum til- fellum afburðagott. Þar á ég sérstaklega við hljómburð hússins (akkustic), sem hvað tal snertir a. m. k., er alveg undur- samlega gott. Einnig a. m. k. sæmilegt hvað tónflutning snertir, því ekki er ég viss um, að algerlega sama lögmál gildi um tal og tóna. Þ. e. að hvort tveggja sé með ágætum í sama húsi. Án þessara gæða var þetta veglega hús algerlega óhæft til þeirra hluta, sem það er ætlað. Var þvi næsta mikilsverð og skynsamleg sú ákvörðun Guðjóns húsameistara, að fá hingað heimsfrægan danskan sérfræðing til að leysa þessa miklu þraut. Hið mislita stuðlabergs-skraut í loftinu — úr grjóti — er vissulega fallegt. En kannske er það af því, að ég er leikmaður á þessu sviði, að mér finnst það eins og kóróna, sem svífi í lausu lofti. En það er ekki nóg að byggja þetta volduga hús með rögg og prýði. Það þarf að reka það þann 110 ARRANES

x

Akranes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.