Akranes - 01.09.1950, Blaðsíða 11
Traustir skulu hornsteinar
Hugleiðingar um þjóðleikhús
Áliugi Lárusar fyrir þessum málum er
rikur allt frá barnæsku, og eins og oft
á sér stað, hefur hann eflst og þroskasl
vnð nánari kynni og meiri vinnu á þessu
sviði. Hann tók 1922 þátt í skólaleikun-
um, sem þá höfðu legið niðri frá 1916.
Árið 1930 varð hann framkvæmdarstjóri
Leikfélagsins er það sameinaðist áhuga-
manna-leikflokki Haralds Björnssonar,
sem að stofni var Leikfélag stúdenta. —
Hann var einnig formaður félagsins frá
1933—’35-
Grúsk Lárusar i hinum óplægða akri
íslenzkra leikbókmennta gaf honum mörg
umhugsunar- og rannsóknarefni. Honum
nægði ekki að safna að sér öllu, sem ritað
hafði verið um þetta efni hér á landi
frá fyrstu tíð, heldur og það, sem um sama
efni hafði verið ritað á erlendum mál
um. Hann athugaði það, sem Austurrikis-
maðurinn Poestion og Kiichler hinn
þýzki höfðu ritað um ísl. efni á þessu
sviði. Þeir gerðu báðir litið úr fyrstu isl.
leikritunum, eins og t. d. Sperðli, Snorra
Björnssonar. En þar sem Lárusi fannst,
að þessir ága'tu fra'ðimenn skoðuðu ýmsa
hluti í þessu sambandi eingöngu með
augum útlendingsins, fór hann að kynna
sér nánar dóm þeirra og þau gögn er þeir
reistu dóma sina á. Rækilegri athuganir
hans á þessu eíni varð svo til þess, að
hann komst að öðrum og ólik-
um niðurstöðum um samhengi
miBi leiklistar-viðleitni skólapilta
annars vegar, og almennra gleði-
leika landsmanna hins vegar. —
Eins og þeir birtast í vikivaka-
leikunum og öðrum skcmmtun-
um í bæ og byggð.
Þetta bókasafn Lárusar Sigur-
björnssonar er um 3000 bindi, og
eingöngu um allt er varðar leik-
list, hvar sem er i heiminum. í
því eru erlend safnverk leikrita,
sérstaklega frá Norðurlöndum og
Irlandi og mikið af handbókum
um leiklist — á fjölda tungu-
mála. — Þarna eru eigin-handrit
Lárusar, öll prentuð ísl. leikrit
og leikskrár, sem einar eru yfir
30 bindi. Allt þetta safn hefur
Lárus ánafnað Þjóðleikhúsinu að
sér látnum, eins og áður er sagt.
En stjórn Þjóðleikhússins hefur
þegar óskað eftir að fá það nú
þegar til varðveizlu og afnota, að
því er tekur 1il ísl. leikrita og al-
mennrar leiksögu. Hún hefur
einnig óskað þess, að Lárus haldi
áfram að vinna að viðgangi safns-
ins, og mun hann gera það.
FRAMHALD
Ennfremur er nú komið í hendur Þjóð-
leikhússins mjög merkilegt handritasafn
Leikfélags Reykjavíkur, er nær allt til
ársins 1933, en auk þess gaf félagið, eða
ánafnaði Þjóðleikhúsinu á 50 ára starfs-
afmæli félagsins mjög fallega bókagjöf.
Þá gaf British Council þýðingarmikið
safn enskra leikrita, sem einnig er komið
á þennan sama stað.
Kjarninn í þessu safni — segir Lárus,
— verður þó að teljast safn Indriða Ein
arssonar, er hann ánafnaði Þjóðlcikhúsinu
á dánardægri, en það voru öll ísl. leikrit
hans. Utan um þessa framsýnu gjöf hefur
safnið verið sto*fnað, segir hann enn-
fremur.
X.
Bóndi bjargar leikriti
frá glötun.
Meðal þeirra leikrita, sem eru i leik-
ritasafni Lárusar, er uppskrift í isl. þýð-
ingu, á helgi-leikriti frá Miðöldum, sem
hingað til hefur verið lítill gaumur gefinn,
en verður nú fyrir milligöngu próf. Jóns
Helgasonar í Kaupmannahöfn, gefið út
af hinu Isl. Fræðafélagi i Kaupmannah.
Gublnugur Rosenkranz, Þjóbleikhússíj.
Þetta leikrit nefnist Belials-þáttur, og
er nánar til tekið „Hvurnig Belíal upp-
byrjar lagaþrætur í móti Kristó, fyrir það,
hann hafði niðurbrotið djöfulsins ríki“.
Leikritið er ævagamalt. Samið eftir
Italskri ifyrirmynd frá 14. öld, en hingað
komið — að tilgátu Lárusar — um miðja
17. öld frá Kaupmannahöfn. Leikrit þetta
er ekki til í heild í hándritasöfnum á
Norðurlöndum, og í Bretlandi er það að-
eins þekkt vegna sýningar stúdenta á því
í Aberdeen 1471.
Þannig hefur ísl. þýðandinn, Björn
Snæbjamarson, rektor í Skálholtsskóla með
þýðingu sinni varðveitt þetta leikrit frá
glötun. Frumrit hans er nú glatað
eins og svo mörg önnur merkileg
frumrit. En þar sem svo er, hefur
hér komið til hjálpar einn af hin-
um ódrepandi uppskrifurum
handrita og fræðagrúskara 18.
aldarinnar, og því í þessu tilfelli
tekizt að varðveita óbætanlegan
dýrgrip, þótt ekki sé liann ásjá-
legur í augum nútíma manna.
Þetta er í svo til samtíða upp-
skrift Þorsteins bónda og lirepp-
stjóra Halldórssonar í Skarfanesi
á Landi, frá 1779 og uppskrift
frá Skálholtsskóla frá 1787. Ef
að líkum lætur, mun erlendum
fræðimönnum þykja fengur í
þvi að eignast heilan og óskertan
miðalda leik af þessari sérstöku
gerð, sem islenzkir alþýðumenn
hafa þannig bjargað frá glötun.
Er merkilegt, livað elja og áhugi
þessara manna hefur megnað —
þrátt fyrir torfið og fúann —
að varðveita ýmsa þá dýrgrípi,
sem fóru l’orgörðum í höllum er-
lendis.
Þetta eina dæmi, sem hér var
nefnt, staðfestir áþreifanlega það,
sem sagt var í upphafi þessarar
Indribi Einarsson, rithöfundur.
ÁKRANES
107