Akranes - 01.09.1950, Blaðsíða 20

Akranes - 01.09.1950, Blaðsíða 20
morgni“. — Nú er Svend Olaf einn með stærstu vefnaðarvöru kaupmönnum í Herning; faðir hans er dáinn. — Nú starfar hann lika mikið fyrir K.F.U.M., U.D. og hjá honum er eitt af rninmn kærustu heimihun í Danmörku. Hann er líka einn i stjóm Kristilega kaupmannafél., og hef ég verið með honum á mörgum sams konar sumarmótum eins og þá, er fyrst við kynnt- umst. — Faðir hans varð mér líka tryggur vinur til dauðadags síns. Ég hef sjaldan á nokkru móti verið hrifnari en á þessu Rönda- móti. — Undir það þriðjungurinn af lærlingunum voru trúaðir svein- ar, og það var ekki lítið þeim að þakka, að það varð svo mikill árangur af þessari samveru. Þeir kveiktu í félögum sínum. — Samt var ekki nokkur þvingun lögð á, en vér 'foringjarnir feng- um svo mikið að gjöra að hjálpa þeim, sem löngunin var vöknuð hjá eftir hinu nýja lífi. En enginn hafði samt meiri áhrif en söngvarinn Gunntopts á tröppunum á kvöldin. — Allmargir sveinar komu til mín með vandaspurningar, bæði á trúarlega sviðinu eða hins siðferðislega. Þetta voru dagar fullir af gleði og um leið andlegri baráttu. Ræður og fyrirlestrar voru mjög uppbyggilegir. Einn dag kom biskup Viborgar, Jóhannes Götche og hélt dæmalaust gott er- indi um starf og framkomu ungra búðarmanna. Það var fullt af fjöri, fyndni, og svo blátt áfram og skemmtilegt, að menn gátu vellzt um að hlæja, en um leið svo fróðlegt og menntandi, að hinir ungu verzlxmarlærlingar voru í sjöunda himni yfir því, og Götsche kom líka þar eftir mörgum sinnum á þessi lærl- ingamót. Um kvöldið hélt biskupinn kvöldsamkomu og setti ræða hans djúp spor í hugi og hjörtu hinna ungu manna. — Við biskup Götsche urðum velkunnugir þennan dag og áminnti biskup mig um það að gista hjá sér i biskupsgarðinum í Viborg, ér ég væri þar á ferð. Enginn af biskupum Danmerkur hefur orðið mér eins persónulega kær eins og hann. Þennan dag kynntist ég pilti sem hét Einar. Hann var lærlingur í Sæby hjá kaup- manni Jakobi Krarup, sem ég hafði kynnzt 1901, sem lærlingi þá i Skagen. Jakob var sonur séra Krarups, sem prestur var í Nors við Thisted. Ég hef skýrt frá þessu í undirbuningsárunum bls. i6g. Ég sá á listanum nafn Einars og húsbónda hans og tók hann því tali til að spyrja mn Jakob. Pilturinn var eitthvað 18 ára að aldri. Ég komst að því hjá honum, að hann væri frá trúuðu heimili, faðir hans var heimatrúboði nálægt Sæby. — Pilturinn hafði, sagði hann, ekki enn öðlast trúna, og hefði hing- að til eftir ferminguna aldrei gefið sig að trúmálum. Hann kæmi oft á samkomur og lika i K-F.U.M. í Sæby, en ætti enga trúar- vissu né heldur áhuga fyrir þvi. — Ég spurði hann hvort hann ekki langaði til þess. „Jú, stundum sagði hann, en ég get það ekki“. — „Hvers vegna ekki?“ spurði ég. „Ég veit það eigin- lega ekki“. „Eru í þér efasemdir um trúarlærdómana?11 „Nei, ég hugsa ekki mikið um þá“. , Dregur skemmtanalífið þig að sér, eða einhverjar freistingar?'1 „Ekki get ég sagt það, ég fer ekkert út á kvöldin, en sit mest inni við lestur“. „Hvaða lestur? Sögur eða rómana?“ „Nei, ég les fræðibækur mest megnis, ég er að mestu hættur að lesa í biblíunni. Ég veit að hún er Guðs orð, en ég hef enga löngun til þess samt“. — Þetta samtal átti sér stað úti í lystigarðinum. — Ég komst svo að því í mörgum samtölum, (hann leitaði mig allt af uppi) að eiginlega trúði hann, en þó ekki lifandi eða persónulega. Það var eins og eitt- hvað héldi aftur af honum, en hvað það eiginlega var, gat ég ekki skilið. Ég bað mikið fyrir honum og stundmn í nærveru hans. — Hann var mér talsverð ráðgáta. Ég fann að hann var tryggur yfir sjálfum sér, en hann gat ekki gripið það. Það var líka eins og eitthvað þunglamalegt væri yfir honum. Einn daginn var farið með allan flokkinn í skemmtiferð. — Kaupmennimir kostuðu ferðina. Það var afar fögur leið, þar voru hæðir og dalir, skógar skiptust á og blómlegir akrar, smá- þorp og bóndabæir. Á þeirri leið var staður einn sem heitir Fimm-mylnur. Þar er stórt og reisulegt sumarhótel, og í falleg- um lystigarði voru borð búin til veitinga. Voru þar rausnar- legar veitingar fyrir allan flokkinn og var þaðan ekið niður að Ebeltoftsvíkinni og i kringum hana til Ebeltoftskaupstaðar. Þar er það allra minnsta ráðhús sem til er í Danmörku. Vér skoð- uðum hinn litla bæ og skemmtum oss ágætlega. Á leiðinni til baka komum við til Bodensholm. -— Þar var fullt af F.D.F drengjum, og skemmtum vér oss vel nokkra stund. Þar hitti ég marga smá vini frá Árósum, sem þyrptust í kringum mig og voru mér svo góðir. Þetta var mjög upplífgandi ferð. Einn daginn síðdegis var gengið í fylkingu niður að Kalövik, og eftir mjóum upphlöðnum granda út í Kaley. Það er lítil eyja eða hólmi 500 metra á lengd. Þar eru rústirnar af all-miklum turni, og eru það leifar af litlum kastala víggirtum. Það er sögu- legur staður, því að þar sat Gustav Vasa heilt ár sem fangi, en slapp þaðan til Lúbeck, og varð seinna, eins og kunnugt er, konungur í Svíþjóð. — Ég mun seinna koma til að segja frá Kaley, og læt þetta nægja. — Föstudagurinn var nú síðasti heili dagurinn þar í Rönde. — Eftir biblíulestrartímann var sú nýbreitni þann dag, að lærling- arnir sjálfir áttu að halda árdegissamkomuna frá kl. 10.30—12. Þar áttu þeir að hafa samræður um lærlingakjör sín og annað, sem þeim þótti miklu varða, hvcr við sína verzlun o. s. frv. — Enginn af foringjunum mátti þar vera viðstaddur þær umræður, til þess að lærlingarnir gætu talað frjálsmannlega inn málefni sin. Vér foringjarnir áttum þá frí og fórum i skemmtiferð út um hið fagra Molshérað. Það er mjög breytilegt landslag og víða ljómandi fallegt, sums staðar fornmannahaugar frá járnöldinni og er það fróðlegt og skemmtilegt að heimsækja þá. Varð þet.ta hin ágætasta skemmtiferð. Komið var heim laust eftir hádegi og var þá lærlingafundurinn að enda. — Kl. 5 síðd. var gengið í flokk til kirkjunnar og var þar altarisganga. Ég hélt skrifta- ræðuna og Harald Jessen tók lil altaris. Það var mjög áhrifa- mikil stund, sérstaklega fyrir þá sem nýlega voru komnir til trúarinnar, og þá sem voru vaknaðir, sumir af þeim fengu náð- arstund sína þar í kirkjunni. Eftir kvöldmat var haldið skilnaðar- samsæti. Það var mér sorg að Einar Steinsig, vinur minn, varð að fara af stað þá um kvöldið. Hann var hjólriðandi og var einn. Hann var mjög hryggur i huga, en það var eins og eitthvað væri til hindrunar að hann gæti öðlast frið og gleði trúarinnar. — Ég og nokkrir aðrir af vinum hans báðum fyrir honum um kvöldið. Laugardagsmorguninn lögðu þátttakendurnir af stað. Margir voru hjólandi, og aðrir fóru til Árósa að ná í hinar ýmsu lestir. Það varð eitthvað ákaflega tómlegt i Rönde þegar flokkurinn var farinn. Ég fór ekki fyrr en síðdegis; og reikaði ég um i lystigarð- inum og rifjaði upp minningarnar frá þessum blesstmarríka fundi. Svo mörg nöfn og andlit voru mér orðin svo kær, að þau gleymdust aldrei síðan, og margir af þessum lærlingum, sem ég hafði fengið leyfi til að verða á einn eða annan máta til ein- hverrar andlegrar hjálpar, hafa siðan haldið svo dæmalausa tryggð við mig og sýnt mér svo innilega vináttu, já, sýnt hana í orði og verki, að ég get ekki iýst því. — Fáar samkomur hafa verið þýðingarmeiri en þessi fyrir mig. Það var byrjunin að langri röð af þátttöku í þessum lærlinga- mótum. Á árunum 1921—1945 hef ég verið á 12 slíkum mótum, boðinn og ætíð borinn á hödunum, bæði af foringjunum og lærlingunum. Ennþá liggur mér við að vikna, er ég við og við tek myndina fram frá þessu móti; andlitin verða mér svo ljós. Þar sé ég hann Kaj Aaen, sem svo blíðlega trúði mér fyrir um- brotunum í sinni 15 ára ungu sál. Hann var ættaður frá Bang- böstrand, milli Friðrikshafnar og Sæby. Bróðir hans Sören Aaen, er var forstjóri ifyrir blómlegri verzlim í Skanderborg, prýði- legur maður. — Ellegar hann Guðmundur litli frá Friðrikshavu, sem seinna hætti við þessa verzlunargrein og gjörðist sjómaður og er nú orðinn skipstjóri, og synir hans skoða mig sem „afa“, 116 AKRANES

x

Akranes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.