Akranes - 01.09.1950, Blaðsíða 19
SERA FRI6RIK FRIBRIKSSON:
STARFSÁRIN III.
Svo eftir kvöldsamkomuna dreifðust menn út um lystigarð-
inn og i kring um skólann. Ég rakst þar á ungan vin minn frá
skipinu, Svend Olaf. Hann sagð: mér að gefnu tilefni, að hann
væri ennþá ekki kominn til meðvitandi trúar, en hann vonaði
að það yrði á þessu móti, því móðir sín hefði beðið um það, að
hann mætti öðlast vissu og gleði trúarinnar. Það rann út í fyrir
honum, er hann sagði mér þetta. Við gengum nokkra stund
saman i nokkurs konar leynigangi í lystigarðinum. Gangurinn
var myndaður af tveimur jafnháum trjám, fullum af laufi, svo
að ekki sást í gegnum. Við settumst niður á bekk þar inni og
svo bað ég fyrir honum.
Litil klukka hékk yfir höfuðdyrum skólans. Kl. 10 var klukk-
unni hringt og söfnuðust þá allir saman á hinum breiðu stein-
þrepum. Þar fór ifram kvöldsöngur. Sálmar og andleg ljóð voru
sungin. Síðan kallaði formaður mótsins á mig til að enda með
bæn. — Svo var sagt: góðar nætur! og allir fóru inn í svefn-
sali sína. — Brátt lagðist friður og kyrrð yfir staðinn.
Skólastjóri kom til mín og bauð mér inn í sína einkaíbúð.
Voru þar komnir foringjar mótsins og drukkum vér kaffi saman
hjá skólastjóra. Nú vil ég kynna lesendum mínum foringjasveit-
ina. Harald Jessen og konsúl Axelsen hef ég þegar talað um.
einnig kaupmann Dalgaard. Svo var Pétur Jessen, kaupmaður
frá Silkiborg, bróðir Haraldar, en hann á eftir að koma svo mjög
við sögu mina, að ég gef hér ekki frekari lýsingu á honum. Svo
var kaupmaður Sören Aaen frá Skanderborg, sem einnig á eftir
að verða kunnugur lesendum mínum. Af framkvæmdarstjórum
K.F.U.M. voru þeir Christiansen, ég man ekki hvaðan hann var,
Andreas Nielsen frá Silkiborg, Gunntopt frá Randers, útlærður
söngvari af konunglega konservatoriunu, en hafði helgað sina
miklu og hljómfögru söngrödd í þjónustu guðsríkis. — Ég var
í senn heiðursgestur mótsins og starfsmaður. — En því langar
mig til að lýsa þessu móti svo ítarlega sem ég get, til þess að
geta seinna sagt lauslega frá hinum öðrum mótum i þessari grein,
sem ég hef tekið þátt í. Ég hef verið á 12 slíkum mótmn og hafa
þau haft mikla þýðingu fyrir mig, og aflað mér svo margra
tryggðarvina meðal kaupmanna og verzlunarmanna í þessari
grein í Danmörku.
Ég vaknaði kl. 7, er klukkunni var hringt til fótaferða. Fimmt-
án mínútum seinna, leit ég út um gluggann og sá að lærling-
arnir stóðu í röðum á grasvellinum fyrir framan húsið og voru
að æfa sig í morgunleikfimi. Svo klukkan rétt fyrir 8 var aftur
hringt og söfnuðust þá allir kringum fánastöngina og sungu
fánasöng meðan fáninn rann hægl og hátíðlega upp að hún og
var svo fagnað með kröptugu hyllingarópi. Síðan var gengið inn
til morgunverðar og sunginn morgunsálmur. — Svo var nokkurt
hlé eftir matinn, og kl. 9 byrjaði árdegissamkoman. Hinn lands-
frægi prestur, Gunnar Engberg, sem lengi hafði verið fram-
kvæmdarstjóri í K.F.U.M. í Kaupmannah. og nú var prestur
í Stryney, nálægt Langalandi, hélt afar skemmtileg erindi, bæði
fróðleg og hvetjandi. Hann þótti einn af snjöllustu ræðumönn-
um þess tíma. — Síðan var nokkurt hlé og kl. 10.30 skiptust
fundarmenn í flokka til biblíulestrar, voru í hverjum flokki tveir
leiðbeinendur, einn framkvæmdarstjóri úr K.F.U.M. og einn
kaupmaður. Voru ákveðnir kaflat lesnir og útskýrðir og svo sam-
tal um hið lesna. Sama efnið var í öllum flokkunum. — Ég
hafði leiðbeininguna í einum flckknum með samstarfi við An-
dreas Nielsen.
Miðdegisverður var haldinn kl. 12. Þar á eftir voru ýmsar
skemmtanir og íþróttir og annars voru menn frjálsir, nema hvað
foringja-flokkurinn hélt samræðufund og komu sér niður á hvað
gjöra skyldi eftir kaffitíma kl. 3.30. Var svo sameiginleg bæna-
stund um blessun fyrir mótið og daginn. — Eftir kvöldverð var
fáninn tekinn niður og kvaddur. Svo var kvöldfundur með guðs-
þjónustu kl. 8—9, og svo reikuðu menn saman í lystigarðinum
og töluðu saman í hópum eða gengu tveir og þrír úti í samtali
um alvarleg efni. Ég reikaði um í samtali við ýmsa. Ungur
piltur, lærlingur við eina stóra verzlun í Álaborg bað mig um
samtal. Hann hét Pétur Sörensen og var 18 ára. Við gengum
saman á afvikinn stað í lystigarðinum. Hinar kristilegu spurn-
ingar ólguðu og gerjuðu í honum. Hann langaði til að komast
til fullvissu trúarinnar, og gjörði mig að trúnaðarmanni sínum.
Hann fann mjög til syndugleika síns og var mjög. hryggur yfir
sjálfum sér. Við töluðum lengi saman og settumst i horn eitt í
leynigarðinum. Svo byrjaði kvöldsöngurinn á tröppunum. Söng-
urinn hljómaði út þangað, sem við Pétur sátum. Það var hálf-
rökkur í kring um okkur. Við sátum hljóðir og hlustuðum á.
Svo allt í einu heyrðum við einsöng sunginn með nokkuð djúpri
karlmannsrödd. Þar var söngvarinn Gundtopte, sem söng. Það
var söngur eftir séra Svein Rehiing, sem lengi var með beztu
starfsmönnum í K.F.U.M., seinna prestur við Garnisonkirkjuna
í Kaupmannah. — Viðlagið var sérlega hrifandi, — lauslega
þýtt svona:
„Golgata! Á Golgpta,
þar Guðsson lét stg pína.
Bót mér gafst í blóði hans,
sem burt tók þrenging mína.“
— AJlt í einu mitt undir söngnum, fann ég að pilturinn hallaði
sér upp að mér og brast í grát. Ég gat ekki annað en grátið með
honum, og beðið fyrir honum. Svo er söngurinn var endaður,
þá varð löng þögn. Svo leit hann upp og hvíslaði: „Nú veit ég
að Jesús á mig“. Það var ein af minum sælu stundum. Daginn
eftir var Pétur fullur af gleði og frelsis-vissu. — Nú er hann
fyrir löngu orðinn kaupmaður og einn í stjórn Kristilega kaup-
manna'félagsins og stoð og stytta í K.F.U.M. í Álaborg. — Heim-
ili hans er mér ávallt opíð, eitt af mínum mörgu heimilium i
Danmörku. —
Um kvöldið er kvöldsöngurinn á tröppunum var búinn og
lokabænin var enduð, skildumst við og hann fór upp í svefnsal
sinn. Ég var í þann veginn að fara upp til skólastjóra, er piltur
frá Friðrikshöfn kom til mín og bað mig um að koma upp í
herbergi eitt, því að Svend Olaf væri í sálarneyð. Ég fór þangað.
Þar var ungi vinur minn frá Herning. Hann var mjög sorg-
bitinn og voru nokkrir trúaðir piltar hjá honum og reyndu til
að hjálpa honum. Ég talaði við hann nokkur orð, og svo sagði
ég að við skyldum halda sameiginlega hænastund. Svo bað ég
fyrir honum. Svo lyfti hann upp rödd sinni, og bað: „Drottinn
Jesús, miskunnaðu mér“. Svo gat hann ekki meira og brast í
grát. Svo báðu ýmsir. Litli Guðmundur, er sótti mig, sagði með
allri ákefð sinnar ungu trúar. „Frelsaðu hann nú!“ Það hljóm-
aði fremur sem skipun en sem bæn. Þegar ég hugsaði mn þetta
seinna gat ég næstum ekki annað en brosað. — Svo er bæna-
stundinni var lokið, lét ég þá alla fara út, og bað ég með hon-
um trúarjátningu postulanna og faðir vor og lagði yfir hann
drottinlega blessun, og sagði: „Flýttu þér nú í rúmið og hugs-
aðu svo um Jesús, meðan þú ert að sofna“. Svo fór ég upp til
mín. Ég liitti iföður hans á leiðinni. Hann sagði að hann væri
viss um að Svend Olaf kæmist á rétta leið, þó að síðasta árið
hefði verið fullt af tregðu. Ég vissi í kvöld að hann var í neyð
en ég vildi ekki ef til vill vera til hindrunar.
Þegar ég var að klæða mig, kom drengurinn inn til min og
sá ég strax á gleðibragði hans, að nú væri hann búin að með-
taka náðina með vitund og vilja. Ég tók á móti honum með orð-
um Davíðs: „Að kveldi gistir oss grátur, en gleðisöngur að
A K R A N E S
115