Akranes - 01.09.1950, Blaðsíða 16

Akranes - 01.09.1950, Blaðsíða 16
Síðasta htigsiin Guðmundar Bergþórssonar Ég hvílist nú í síðasta sinn við svölu brjóstin þín. Og samur finnst mér svipur þinn, er sól á fjöllin skín. Á allra fyrstu æskustund þú andvörp heyrðir mín, og réttir hlýja móðurmund; þín minning aldrei dvín. Ég lét mig snemma leggja á gnmd und loftin himinblá, og svaf þar margan sætan blund, og sæl var ævin þá. Þú, Island, reyndist móðir mér, því min var köld í lund, þess ljósust merki líf mitt ber, sem læknar engin mund. Sem bam ég átti engan vin er annast gæti mig. — I hljóði bæði og hátt ég styn, ég hræðist, móðir, þig. Ég fengið hef þó fulla trú, að fyrirgefist þér, en hryllilega hefur þú samt hamast yfir mér. Ég orti þar min æskuljóð — en enginn vissi þá — í brekku þar sem steinninn stóð sem stöðugt við ég lá. Og er ég kvað mín kvæði þar og kynja-hörpu sló, hann veitti minum visum svar, sem vinur með mér hló. Ég orti bezt á örmum þér, mín ættarjörðin kær. Á flugi burt mig frá þér ber í fjarlægð kaldur sær. Ég sjá þig aldrei aftur má í önnur kominn lönd, og beinin vesöl ber ég þá við barm á fjarri strönd. Ég kem á þessa kunnu slóð að kveðja hinzta sinn, það góða land, sem gaf mér hljóð í gígjustrenginn minn. Og ísland drottinn bið ég bezt að blessa alla stund. — En ég á þegar sól er sezt eð sigla’ á konungs fund. Mitt þrautalíf svo þungbært er og þessi langa kröm; bað litla afl sem lagt var mér er lagst á heljar þröm. Eftir Sira Lárus Halldórsson. Að deyja aleinn er mér kært á ættar helgri storð, fyrst líf mitt beisk fékk bölvun sært og banvæn móður orð. Ég særi guð við grösin væn, við geisla, sól og loft, að mitt hið krepta og kramda hold, því hinar brugðust oft, að heyra mína hinztu bæn, sem kvaldi langinn raun, nú megi deyja á feðra fold og fá þau kvæðalaun. Nú vildu þeir fylkismenn flytja’ hann á skip er fallinn var röðull í sjáinn; þeir fundu’ ’ann við hólinn með hýran svip, en hann var þá kaldur og dáinn. Og Island mátti eiga náinn. —★— Guðmundur skáld Bergþórsson á Am- arstapa, f. 1657, d. 1705, var máttlaus öðrumegin alla ævi. Telja læknar nú að hann muni hafa fengið mænuveiki í bemsku, en þjóðsaga segir lömun hans hafa komið til af því, að móðir hans og fóstra hafi heitast yfir vöggu hans. Hvað sem um heitingamar kann að vera, er sagan vitaskuld markleysa. Um dauða hans er önnur þjóðsaga á Snæfellsnesi. — Hún er á þá leið, að konungi hafi borizt til eyrna hvílikur afburðamaður Guð- mundur væri um vitsmimi og skáldskap- aríþrótt, og jafnframt að hann lifði við þröngan kost. Hafi hann þá boðið honum að koma til sin og hafa hjá sér uppeldi. 1 fjórða mansöng Þorsteinsrímna segir Símon Dalaskáld jafnvel söguna á þann hátt, að Guðmundur hafi átt að verða skáld konungs. Honum farast þannig orð: Konungs hirðskáld kjörinn var krypplingur með anda prúðum, yfir visinn Islands mar átti að sigla hann frá Búðum. Búðarhrauni uppi í -— ekki’ er letmð þjóðarsaga — varð af raunum fljótur frí, fór til betri konungs sala. Vegna óbeitar þeirrar, er Símon hafði á danska valdinu, hefur honum eflaust verið ljúft að segja þarna betri. En sagan í þeirri mynd, er sira Lárus yrkir út af, segir-að daginn sem lokið var við að ferma kaupskipið á Búðum, léti Guðmundur bera sig upp að hól einum þar í túninu og vildi vera þar einn síðasta daginn, en um kvöldið skyldi flytja hann á skip. Þegar komið var að sækja hann, var hann látinn. Sagan er að sjálfsögðu hreinn skáld skapur, og skáldleg er hún, einkum í með- ferð sr. Lárusar, því að kvæði hans má heita perla. Það er prentað í Frœkornum, blaði Davíðs östlunds, fyrir fimmtíu ár- um, en er nú að vonum ekki mörgum kunnugt. Sr. Lárus Halldórsson var ágætt skáid og á ýmsan hátt snillingur svo að af bar. Leturgerð hans geta menn séð yfir inn- gangi í dómkirkjunni í Reykjavik, þar sem er með hans hendi, en í umgjörð eftir Ríkharð Jónsson, 9 vers úr 24. Passiu- sálmi. Fornar bækur prentaðar ritaði hann upp með svo nákvæmri eftirlíkingu fyrir- myndarinnar, að mælt er, að pappírinn einn sé til vitnis um það, að ekki er sjálft prentið. Hann var ennfremur hinn efni- legasti fræðimaður, þó fátt sé prentað eft- ir hann í þeirri grein. Má þó sérstaklega nöfna ritgerð í Safni til sögu íslands. fimmta bindi, um eyðibýli á Skógarströnd. Sr. Lárus Halldórsson var fæddur 1875 í Miklaholtsseli í Miklaholtshreppi, þar sem foreldrar hans bjuggu þá, Halldór Guðmundsson og Elín Bárðardóttir. Eru þau bæði sögð verið hafa gáfuð og skáld- mælt, og svo var sumt af þeirra fólki. — Lárus tók stúdentspróf árið 1900 og em- bættispróf í guðfræði 1903, hvort tveggja með 1. einkunn. Sama ár vígðist hann prestur til Breiðabólstaðar á Skógarströnd og þjónaði því kalli í fjórtán ár við góðan orðstír. En 1917 fékk hann lausn frá em- bætti sökum vanheilsu og andaðist i Reykjavík árið eftir. Var að honum hinn mesti mannskaði. Sagt er að 'hann muni hafa látið eftir sig ekki lítið af óprentuðum ljóðum, og er illt til að vita, að þau skuli ekki hafa verið gefin út. Ef þau eru enn varðveitt, væri vel að einhver vildi taka sér fram um að koma þeim sómasamlega á prent. Sn. J. ORÐIN ÞREYTT Á ÞVl — Frúin (við mann sinn): „Ég er orðin þreytt á því, að þú segir alltaf: húsið mitt, bíllinn minn, sonur minn. Geturðu ekki vanið þig á að segja: okkar? — Að hverju ertu að leita í klæðaskápnum?" Eiginmaðurinn: „Að buxunum okkar.“ 112 AKRANES

x

Akranes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.