Akranes - 01.09.1950, Blaðsíða 7
Þyrilvængjan og framtíð hennar
Það gegnir stórfurðu hve lítið er uin
flugmólin ritað i blöðum okkar og tíma-
ritum. Svo má heita, að það sé viðburð-
ur að sjá þau mál rædd þar. Þögnin bendir
ótvíraitt til allsendis ófullnægjandi skiln-
ings á því, hvílíkur meginþáttur flugið
hlýtur með tímanum að verða í samgöngu
málum þjóðarinnar. Það er þegar orðið að
mjög mikilsverðum þætti i þeim, og samt
er það víst, að enn eru flugsamgöngurn-
ar ekki nema rétt á byrjunarstigi hjá okk-
ur og hefur þeim þó — fyrir lofsverðan
áhuga og feikna dugnað tiltölulega lárra
manna — verið þokað alveg furðanlega
áleiðis á þeim örstutta tíma, ekki meir en
hálfum áratug, sem liðinn er frá því, er
segja má að þær hafi fyrir fullt og fast
hafist. Það væri til lítils að gera tilraunir
til þess, að áætla framtíðarþróun flugs-
ins í tímabilum, þvi þar getur margt kom-
ið til, og hlýtm- margt að koma til, sem
ekki verður séð fyrir, einkum vegna tekn-
iskra framfara. En heldur má það teljast
ólíklegt að nokkrir verulegir fólksflutn-
ingar á langleiðum innanlands hér á landi
fari fram öðruvísi en í loftinu, um það
leyti er liðnir eru þrír fjórðungar tuttug-
ustu aldar. Hitt er þó raunar miklu senni-
legra, að svo verði komið löngu fyrr.
Eitt af því, er sýnir skilningsskortinn á
þessu efni, er hirðuleysi manna víðsvegar
um landið á, að ætla fyrir flugbrautum.
Það er víst, að sá tími kemur að lending-
arstaða verður krafizt, þar sem enginn
hugsar fyrir þeim ennþá. Þeirra mun
verða krafist ákaflega víða. Og þá er illt
ef búið er að þarflausu að taka slíka staði
undir hús, vegi, eða önnur mannvirki. Sú
vanhyggja getur orðið dýr.
Hitt er svo annað mál, að vel má verða
að lendingarstaðir geti í framtíðinni orð-
ið á sumum stöðum bæði minni og á'ann-
an hátt ódýrari, en þeir þurfa nú að vera
til þess að nothæfir séu. Það er einkum
þyrilvængjan (helikopterinn), sem ætla
má að breyta kunni nokkru um þetta efni.
Þyrilvængjan er enn ekki lengra komin
en það, að vera á hreinu tilraunastigi, og
fyrir okkur Islendinga er bersýnilega ekki
um annað að ræða en að bíða þess, að
þeim tilraunum þoki allmiklu lengra á-
leiðis. Og að þeim er nú unnið kappsam-
lega bæði á Englandi og i Ameríku.
Um þriggja ára skeið hafa verið gerðar
tilratmir með þyrilvængju til póstflutn-
inga á Englandi og þykjast Englendingar
þegar hafa lært mikið af þeim tilraunum.
Mest hefur það ekki verið eiginlegur póst-
flutningur, sem þannig var fluttur, heldur
var pósturinn búinn til í þessum tilgangi.
Þó hafa lika verið gerðar tilraunir með að
flytja þannig eiginlegan póst á þeim stöð-
um, er liggja illa við járnbraut, og órang-
urinn orðið mjög sæmilegur. En fjárhags-
lega gat þetta ekki borið sig, enda ætlað-
ist enginn til þess að svo yrði. Er talið
að þess verði enn alllangt að bíða, að nokk-
ur notkun þyrilvængjunnar til samgangna
geti svarað kostnaði.
Nú er farið að gera tilraunir á Englandi
með þyrilvængjur til farþegaflutnings. —
Var þannig lagað samband milli borganna
Liverpool og Cardiff opnað um mánaðar-
mótin mai-júni í vor, en járnbrautarsam-
band á milli þeirra er næsta óhagkvæmt,
eins og hver og einn getur gert sér í hug-
ariund, með þvi að skoða landabréf. En
ekki er til þess hugsað, að þessi lína geti
borið sig fjárhagslega.
Þyrilvængjur mega ekki enn fljúga yfir
þjéttbýli á Englandi. Þykir sem þvi fylgi
of mikil áhætta, meðan ekki er nema ein
vél í flugunni. En nú eru Englendingar
að smiða þyrilvængjur með tveim vélum,
og þess þó talið langt að bíða, að þær flugur
verði til almennrar notkunar. Flugmála-
ráðherran brezki gizkaði á i vor, að þvi
stigi kynni að verða náð árið 1955. Eng-
lendingar eru lengst komnir i smíði þyril
vængjimnar, en tilraunir Ameríkumanna
um notkun hennar hafa verið í stærri stíl.
Þegar svo er komið, að þyrilvængjan
sé orðin nothæf til fólksflutninga, verður
Island eitt þeirra landa, er mesta þörf
hafa fyrir hana og mest not af henni. Þá
kemur hún til með að henta svo víða, þar
sem vélflugum með föstum vamgjum verð-
ur ekki við komið, því hún getur farið
lóðrétt upp og niður og þarf ekki nema ör-
litinn sléttan blett til þess að lenda á.
Henni verður þvi nálega alls staðar við
Kveðið við fráfall
________1
Akranes kom ég út á grundu
áður kunnugur nokkuð ]>ar.
Sá ég þar fólk með sorgarlundu,
sem að þó ekki fyrri var.
Enn mér við þetta eins og brá,
einhvem spurði ég vin minn þá:
Því er nú hljótt og sorg i sölum,
sem að þó fyrrum gleðin bjó?
Þvi hnipir fólk með farfa fölum
fjarri glaðsinnis hugarró?
Þá var mér svarað þess er von
Þorvarðs er Einar dáinn son.
komið, og hún getur haft lendingarstað
inni í bæjunum miðjum, þegar hún er
komin með tveimur vélum.
Fyrir þyrilvængjuna skiptir það vitan-
lega engu máli, hve mikill snjór kann að
vera á jörðu og verður þá, fólksflutninga
vegna, óþarft að halda fjallvegum opnum
að vetrarlagi, er hún er komin inn í kerfi
flugsamgangnanna. Þá má líka ætla að
tiltölulega fáum stórum flugvöllum þurfi
að halda við í landinu, og að þá verði það
þyrilvængjur, sem flytja farþegana hinar
skemmri leiðir til þessara flugvalla, en
svo fari stórar vélflugur langleiðimar.
Þannig vona Englendingar, þegar þessi
dagur kemur, að geta lagt niður fjölmarga
flugvelli hjá sér og tekið það land aftur
til ræktunar. Líka tala þeir um, að þyril-
vængjur flytji þá farþega ai flugvelli inn
í bæinn, og úr bænum út á flugvöllinn.
Þá hætta þröngu dalirnir og firðirnir
hjá okkur að vera það vandræðaefni, sem
þeir nú eru í þessu máli, og þá er þess
einnig að vænta, að þyrilvængjan geti
orðið að verulegu liði við björgun manna
úr sjávarháska. En hingað til hafa hug-
myndir manna um nothæfi hennar til
þeirra liluta að mestu verið það, sem á
ensku er kallað „wishful thinking", þ. e.
þær hafa byggst aðallega á eðlilegri löng-
un manna.
f því sem hér hefur verið sagt, er að
mjög miklu leyti stuðst við grein, sem
birtist í enska blaðinu „The Times“ 7.
júní í vor. — En mikið er það í þeirri
grein, sem hér hefur ekki verið farið inn
á, bæði um hugsanlega notkun þyrilvængj-
unnar, sem ekki kemur til greina á fs-
landi, og lika teknisk atriði í notkun henn-
ar, sem ekki eru fyrir aðra en flugfróða
menn, og fyrir þá er þessi grein vitan-
lega ekki skrifuð, þvi þeir vita þetta aflt
og miklu meira.
Sn. J.
Enn sem ég heyrði orðin grunduð
aftur spurði ég nœr hann dó
á marz dag sjötta átján hundruð
árin sextiu og fjögur þó.
I norðanveðurs áhlaupsbyl
úr Reykjavik heim Skagans til.
Með honum tiu manns á fleyi
misstu þar lif en sárt var tjón
efnilegt fólk á æskuvegi,
einnig tvö böm hans, Þóra og Jón.
Von er þó ekkjan væti bró
viðkvæm að liða þrefallt sár.
Hann var sveitar og hússins prýði
hverja stund ætið viðbúinn
bágstöddum oft að bjarga lýði,
bliður i lund og gestrisinn.
Heppin formaður hagleik bar,
liann fékkst einnig við lækningar.
Jónas
(Þetta sljrs varð 5. en ekki 6. marz 1864.]
En hún er stillt og elskar drottinn,
allt sitt felandi honum ráð;
sönn þolinmæði er þar af sprottinn
])eim sem að treysta guðs á náð.
Hann gefur fyrir herrann Krist
hjá sér eilifa dýrðarvist.
Gu&mundsson, klénsmi&ur á OlvaldsstöSum.
Einars Þorvarðarss. 1864
AKRANES
103